Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 23
lögðu, frjálsu íþróttastarfi, ein- mitt á því aldursskeiði þegar auðveldast er að hafa varan- leg áhrif á þau, þar sem þau þá eru gjarnan að leita fyrir- mynda. Nægir að benda á gull- öld frjálsiþróttamanna á sín- um tíma, en þá sóttu unglingar fyrirmyndir sínar þangað. Síð- an er ekki úr vegi að nefna feril Akranesliðsins í knatt- spymu og þau áhrif sem árang- ur þess hafði á ungmenni byggðarlagsins. Að lokum má svo nefna Hafnarfjörð og þau áhrif, sem nokkrir afreksmenn þaðan höfðu á þróun hand- knattleiksins hér á landi. Vegna afreka þeirra er handknatt- leikur vinsælh íþrótt hér á landi en í nokkru öðru landi álfunnar, enda árangur þar í samskiptum við aðrar þjóðir góður. Það hefur þau áhrif að verkefni eru óþrjótandi, mögu- leikarnir fyrir unglinga miklir, enda berst þar fjöldi ung- menna um að skipa sveitir af- reksmanna. Á þennan hátt vinnur afreksmaðurinn ef til vill þjóðfélaginu hvað mest gagn, því sá einstaklingur sem kynnist frjálsu íþróttastarfi á unglingsárum er líklegri til að halda þjálfun af einhverju tagi áfram fram eftir árum. Þannig stuðlar afreksmaðurinn að þvi að leggja grunninn að almenn- ingsiþróttum, og er mér ekki grunlaust um að það fé, sem veitt er og veita þarf til afreks- íþrótta, skili sér aftur til þjóð- arbúsins í aukinni starfsgetu þegnanna, svo ekki sé talað um þá vellíðan sem heilbrigð lík- amsrækt hefur í för með sér. Án afreka engin íþrótta- hreyfing Hvað sjálfa íþróttahreyfing- una varðar og uppbyggingu hennar, er afreksmaðurinn eins þarfur og sól grænum gróðri. Án afreka engin íþróttahreyf- ing. íþróttahreyfingin má svo sannarlega taka sig mikið á hvað afstöðu til afreksmanns- ins varðar. Að vísu er margt vel gert, en betur má ef duga skal. Einnig þarf íþróttahreyf- ingin að vinna meira og betur að uppbyggingu almennings- iþrótta, svo þeir nýliðar, sem afreksmennirnir afla, hverfi ekki til annarrar og þá oft á tíðum óæskilegri tómstunda- iðju. Ekki efa ég að viljinn er fyrir hendi, en efnin eru þvi miður engin, ef litið er á það gildi sem íþróttahreyfingin hefur fyrir þjóðfélagið. Svo er rætt um að ríki og bæir styrki iþróttastarfið og jafnvel ætl- ræða undirbúning stærri átaka og eftirtektarverðs árangurs. En er þá þessi „eftirtektar- verði“ árangur einhvers virði fyrir þjóðfélagið, fyrir iþrótta- hreyfinguna og fyrir einstakl- inginn? Ef við lítum fyrst á gildi hans fyrir þjóðfélagið, koma mér fyrst tvö atriði í huga. Með afreki sinu vekur i- þróttamaðurinn athygli á landi og þjóð, og þeim mun meir sem afrekið er stærra. íþróttir njóta engrar sérstöðu hvað þetta atriði varðar; öll afrek, sama á hvaða sviði mannlegs lífs, vekja athygli, en hópur þeirra, sem fylgjast með í í- þróttaheiminum, er mjög stór. Nú má deila um gildi auglýs- inga, en kynning af þessu tagi hlýtur að vera með þvi bezta sem eitt þjóðfélag hefur fram að færa. Áhrif á unglinga í annan stað er það hverju þjóðfélagi nauðsynlegt að varð- veita starfsorku borgaranna eins lengi og kostur er á og halda henni nærri hámarki, en eins og störfum er háttað í nú- tímaþjóðfélagi verður starfs- getan aðeins varðveitt með líkamsrækt. Góður afreksmað- ur og eftirtektarverð afrek laða önnur ungmenni að skipu- Þeir beita sér til hins ýtrasta í lokasprettinum. Sovézki spretthlauparinn Valerí Borzov, sem vann gullpeninga í 100 og 200 metra hlaupum á Ólympíuleikunum í Miinchen 1972. azt til að þeir sem þessum mál- um sinna falli fram í auðmýkt og þakki veitta aðstoð. Ekkert er fjær lagi en að íþróttahreyf- ingin sé einhver þiggjandi í þessum samskiptum. Ég held því fram, að þarna sé um að ræða litla þóknun fyrir mikil og góð störf. Hvað gildi afreka fyrir af- reksmanninn sjálfan varðar, er erfitt að segja mikið, ef undan er skilin sú likamlega vellíðan og hreysti sem þjálfunin veitir. Oft finnst manni, þegar mað- ur stendur nærri afreksmönn- unum, að afrekið sjálft sé ekki það sem þeim finnist mest um vert, heldur baráttan að af- rekinu. Einnig sá félagsskapur og sá andi sem er ríkjandi á keppnisstað og við allan undir- búning. Enginn leikur Stundum finnst mér til of mikils ætlazt af okkar afreks- mönnum, þar sem þeim er ekki búin nándar nærri nógu góð aðstaða. Stöku sinnum verður maður einnig var við, að keppnisferðir þeirra teljast „lúxusflakk“, og jafnvel látið að þvi liggja að íþróttirnar sitji ekki ætíð í fyrirrúmi, þeg- ar út fyrir pollinn er komið. Af þeim kynnum, sem ég hef af þessum ferðum, fullyrði ég að flestum mundi þykja litið til „lúxussins“ koma ef þeim byð- ist hann. Mín reynsla er sú, að sá einstaklingur sem ekki er reiðubúinn til að helga sig all- an iþróttinni, bæði hvað öllum undirbúningi og hegðun við- víkur, hverfi fljótlega af sjón- arsviðinu. Honum tekst ekki að verja sitt sæti. Að lokum, íþróttir eru eng- inn leikur, hvað svo sem sagt hefur verið, og ekkert fánýtt tómstundagaman. íþróttir eru nauðsynlegur þáttur i þjóðfé- lagsuppbyggingunni, þáttur sem er og hefur verið meira og minna vanræktur. Og af- reksíþróttir eru almennu í- þróttastarfi sá hvati, sem ekki verður án verið. Með því að bæta aðstöðu okkar afreksmanna, þannig að hún verði sambærileg við það sem gengur og gerist, mun þeim takast að vinna afrek, sem vekja athygli meðal ann- arra þjóða, og þeim mun einnig takast að laða fjölmörg ung- menni til þátttöku í heilbrigðu tómstundastarfi, starfi sem ekki aðeins einstaklingurinn nýtur góðs af, heldur þjóðfé- lagið jöfnum höndum. Afreksmaðurinn aflar meira en hann eyðir. Jón Erlendsson 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.