Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 39
skuli lagt fyrir Haag-dómstólinn. Með uppsögn sinni á samningunum við Breta og V-Þjóðverja og með mörgum yfir- lýsingum og orðsendingum til dómstóls- ins og til ríkisstjórna Bretlands og V- Þýzkalands hefur íslenzka rikisstjórnin látið þetta álit sitt ótvírætt i ljós. Það ætti þvi að liggja mjög á hreinu. En þrátt fyrir þetta hefur Haag-dóm- stóllinn leyft sér að meðhöndla þetta mál. Strax s. 1. haust, áður en dómstóll- inn hafði tekið afstöðu til þess, hvort hann yfirleitt hefði nokkurt leyfi til að fjalla um málið, sendi hann út bráða- birgðaúrskurð (!), og í janúar s. 1. kvað hann upp þann úrskurð, að hann teldi sig hafa fulla lögsögu yfir þessu máli. Hér er ekkert annað á ferðinni en hrein lögleysa. Og manni verður á að spyrja: Hvers vegna lætur virðingarverður dóm- stóll, málsvari réttlætisins, hafa sig út í slíka hluti? — Því er auðsvarað: Alþjóða- dómstóllinn á allt sitt veldi undir því, að stórþjóðirnar séu honum vinveittar og virði ákvarðanir hans. Þess vegna hef- ur hann ekki þorað að ganga svo í ber- högg við vilja brezku og vestur-þýzku ríkisstjórnanna, að hætta væri á „ó- heppilegri spennu“. Hagsmunum smá- þjóða og þjóðréttarlegum venjum er hér fórnað til þess að þóknast stórþjóðunum. Dómstóllinn hefur því í þessu máli ekki tekið þjóðréttarlega, heldur pólitíska af- stöðu. Mér er ekki kunnugt um, að þessi dómstóll hafi áður gert sig sekan um slíkt athæfi, en óneitanlega hlýtur þetta að veikja verulega virðingu þjóðanna fyr- ir honum sem hlutlausum réttarfarslegum dómstóli. Fulltrúa til Haag? í samræmi við þá skoðun, að Alþjóða- dómstóllinn hafi ekki lögsögu í þessu máli, hafa stjórnarflokkarnir tekið upp þá stefnu, að ekki beri að senda íslenzkan fulltrúa til að túlka sjónarmið íslands fyrir dómstólnum. Þetta er ákaflega rök- rétt afstaða og í beinu framhaldi af fyrri ákvörðunum íslands i þessu máli. Um þessa afstöðu hefur ríkt nær alger ein- hugur meðal þjóðarinnar, þar til nú upp á síðkastið, að talsvert hefur borið á þvi í málgögnum stjórnarandstæðinga (og reyndar einnig í þingflokki eins stjórnar- flokkanna), að okkur beri að senda full- trúa okkar til Haag, — nú eftir að dóm- stóllinn hefur sjálfur dæmt sér lögsögu í málinu. Þetta er í rauninni furðuleg afstaða. Nú eftir að hann hefur brotið tvisvar á okkur þjóðréttarlegar reglur, eigum við að Þorskastríðið: ,£g held líka að tilgangslítið sé að senda sjóherinn á vettvang!" fara að veita honum þá viðurkenningu að senda fulltrúa til að flytja mál okkar þar! Með því að verða við þessum kröf- um stjórnarandstæðinga, værum við í verki að viðurkenna rétt dómstólsins til að fjalla um þetta mál. Skiptir þar engu máli, þótt einhverjar klaufalegar yfir- lýsingar væru gefnar um, að við áskildum okkur rétt til að hlíta ekki niðurstöðu dómsins, ef hún yrði okkur óhagstæð. Ef við sendum fulltrúa okkar til Haag, og ef dómsorðin yrðu okkur óhagstæð, — og ef við síðan neituðum að hlíta þeim úrskurði, værum við um leið búnir að tapa virðingu og samúð umheimsins í þessu máli. Málstaður Haag-sinna Tveir eru þeir hópar, sem vilja senda fulltrúa okkar til Haag til að verja mál- stað íslands og taka þar með þátt í mál- flutningi dómstólsins. Annar hópurinn er íhaldsöflin á íslandi, þ. e. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkurinn. Um afstöðu þessa hóps er fátt að segja, og skýrist hún raunar af eðli þessara flokka. Hinn hóp- urinn er lítill hluti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, aðallega bræðumir Hannibal Valdimarsson — sem hrökklast nú úr ráðherrastóli vegna þessarar af- stöðu sinnar og annarra orsaka, — og Finnbogi Rútur Valdimarsson, fulltrúi SFV í landhelgisnefnd íslands. Þessi síð- arnefndi hópur er sökum stöðu sinnar miklu hættulegri, og er því vert að gefa honum meiri gaum. Ástæðurnar, sem þeir færa fyrir því, að okkur beri að taka þátt í málflutn- ingnum fyrir Haag-dómstólnum, eru þess- ar: 1) Að samningarnir 1961 hafi verið nauðungarsamningar i þjóðréttar- legum skilningi, og því hljóti ísland að vinna málið fyrir dómstólnum. 2) Að ísland sé óbundið að öllu leyti af væntanlegri niðurstöðu dómsins, þótt það samþykki að flytja mál sitt fyrir honum. 3) Að samningarnir frá 1961 séu óupp- segjanlegir, og því sé íslandi skylt að mæta fyrir dómstólnum. 4) Að hugsanlegt sé, að ísland geti taf- ið málið fyrir dómstólnum, þar til niðurstöður hafréttarráðstefnu S.Þ. 1974—1975 liggi fyrir. Þetta væri mjög heppilegt, þar eð telja megi öruggt, að þær niðurstöður verði okkur á allan máta hliðhollar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um allar þessar „röksemdir". Ég þykist þeg- ar hafa afgreitt ástæðu nr. 2 (sjá kafl- ann „Fulltrúa til Haag?“), en einu vil ég þó bæta við: Ef ísland er ekki bundið af væntanlegri niðurstöðu dómsins, hvað þá um Breta og V-Þjóðverja — og hvorir ætli hefðu betur i málskoti til dæmis til Öryggisráðs S.Þ., þar sem m. a. Bretar hafa neitunarvald? Varðandi ástæðu nr. 3 vísa ég til kafl- ans „Samningurinn var ekki óuppsegjan- legur“ í þessari grein. Um ástæðu nr. 1, — að samningarnir hafi verið nauðungarsamningar skv. þjóðaréttinum, — verð ég í Ijósi pólitískr- ar afstöðu dómstólsins til okkar til þessa að hafa í frammi efasemdir um, að Haag- dómstóllinn viðurkenni, að hann geti gilt um samninginn frá 1961. Okkar sterk- ustu þjóðréttarrök hér eru nefnilega Vin- arsamþykktin, sem gerð var 8 árum eftir undirritun samkomulagsins við Breta og V-Þjóðverja (sjá nánar kaflann „Vínar- samþykktin 1969“). Eldri þjóðaréttur kemur okkur að litlu haldi. Um fjórðu röksemdina, sem einkum hefur verið höfð í frammi af Hannibal Valdimarssyni og Mogganum, læt ég þess- ar spurningar nægja: 1) Er ólíklegt að Bretar, Rússar, V- Þjóðverjar o. fl. geri allt, sem þeir geta, til að koma í veg fyrir, að ráð- stefnan verði haldin eða til að seinka henni um óákveðinn tima? 2) Er víst, að tillögur um aukinn rétt strandríkja verði samþykktar með nægum meirihluta á ráðstefnunni? (Ekki hefur enn verið samið um, hvort krafizt verði % eða % hluta atkvæða.) 3) Þar sem nærri öruggt má telja, að hvorki Bretar né V-Þjóðverjar muni skrifa undir jákvætt samkomulag frá ráðstefnunni (og verða þar með á engan hátt bundnir af þvi), — get- ur Haag-dómstólinn þá beitt hinum nýju reglum í máli þeirra við okk- ur? Staðan sterk Nei, — tillögur Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins og bræðranna Finnboga Rúts og Hannibals eru í raun og sann- leika fjarstæða og virðast bornar fram af öðrum hvötum en að standa vörð um hag íslands í þessu máli. Við skulum minnast þess, að einmitt nú erum við að öðlast sífellt meiri stuðning meðal hinna ýmsu þjóða heims. SÞ-ályktunin frá 18. des. s. 1. ber gott vitni um það. Sífellt fleiri aðilar eru einmitt nú að sannfærast um það, að í þessu máli höfum við rétt fyrir okkur, en Haag-dómstóllinn rangt. Staða okkar er tiltölulega sterk nú, og hún á eftir að eflast. Ef við veikjum hana nú með vanhugsuðum aðgerðum, getur það orðið til óbætanlegs tjóns, ekki aðeins fyrir íslenzku þjóðina, heldur og einnig fyrir stuðningsþjóðir okkar og þær þjóð- ir, sem berjast fyrir því sama og við. Með einörðum málflutningi okkar höfum við tekið forystu í baráttu hinna smærri strandþjóða fyrir sjálfsögðum rétti þeirra. Þeirri forystu skulum við reyna að halda. Osló, 6. júlí 1973. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.