Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.08.1973, Blaðsíða 52
Sigurður A. Magnússon: í grein sinni um Efnahagsbandalagið og heimsbyggðina í næstsiðasta hefti Samvinnunnar komst hinn heimskunni norski félagsfræðingur Johan Galtung að þeirri fróðlegu niðurstöðu, að framtíðar- þróun bandalagsins kynni að leiða til þess, að á pappírnum yrði fullveldi ein- stakra Austur-Evrópuríkja brátt meira en fullveldi þeirra vestrænu ríkja, sem í Efnahagsbandalaginu eru. Þó þessi til- gáta sýnist kannski fjarstæð, leiðir Gal- tung ýmis rök að því, að Sovétríkin kunni að neyðast til að veita aðildarríkjum Komekon aukið svigrúm og meira jafn- rétti í því skyni að örva framleiðslu þeirra og athafnalíf. Þegar mér barst í hendur boð frá búlg- örskum ferðamálayfirvöldum um viku- dvöl í landinu, þáði ég það satt að segja með hálfum huga, þar sem ég taldi víst að Búlgaría væri verr á vegi stödd efna- hagslega og félagslega en þau lönd önnur í Austur-Evrópu, sem ég hafði sótt heim. Nú er það augljóst mál, að á einni viku gefst næsta takmarkað ráðrúm til að kynna sér ástand mála í landi, sem er manni algerlega framandi, og þar á vit- anlega tungumálavandamálið sinn stóra hlut að máli. Samt fer ekki hjá því, að maður fái nasasjón af heildarmyndinni og geti gert sér einhverja grein fyrir lífs- kjörum manna og aðstöðu. Það sem mér kom mest á óvart í Búlg- aríu var „vestrænt" yfirbragð þjóðlífsins, hið óþvingaða andrúmsloft sem var tals- vert frábrugðið andrúmsloftinu í Sovét- ríkjunum, Póllandi og Austur-Þýzkalandi (önnur lönd Austur-Evrópu þekki ég ekki af eigin raun), og hið gifurlega framtak í byggingarframkvæmdum, sem að vísu á sér hliðstæður í öðrum löndum austan tjalds. Þetta á sér vafalaust margar skýr- ingar. Ein kjmni að vera sú, að landið liggur ekki að Sovétríkjunum og er því ekki ofurselt íhlutun þeirra í sama mæli og landamæraríkin. Önnur skýring og álitlegri kynni að vera sú, að Búlgarar hafa verið ósköp þægir og leiðitamir Rússum; þar hefur ekki gætt þeirrar ólgu sem upp hefur komið í Austur-Þýzka- landi, Póllandi, Ungverjalandi, Tékkó- slóvakíu og jafnvel Rúmeníu (þó í öðrum skilningi sé). Búlgarar virðast ekki valda Sovétmönnum neinum teljandi áhyggj- um eða erfiðleikum og njóta fyrir bragðið meira olnbogarýmis og afskiptaleysis en nágrannalöndin. Ekki er óliklegt, að þessi snurðulitlu samskipti við Sovétríkin megi að verulegu leyti rekja til ríkrar þakk- lætiskenndar Búlgara í garð Rússa fyrir að losa þá undan 500 ára áþján Tyrkja árið 1878 og undan valdi nazista í lok seinni heimsstyrjaldar. Hverjar sem hinar réttu skýringar kunna að vera, er það óvefengjanleg staðreynd, að Búlgaría er í miklum upp- gangi þessa stundina, og mun ört vax- andi ferðamannastraumur vera megin- undirstaða hinna efnalegu framfara. Ný- byggingar þjóta upp í stórum stíl, og búlgarskir arkítektar virðast í ríkum mæli njóta þess athafnafrelsis sem þeim hefur sýnilega verið veitt. Mörg nýju hótelin við Svartahaf eru með fjörlegri og þokkafyllri byggingum sem ég hef augum leitt, og skipulag ferðamanna- svæðanna ber vitni hugkvæmni og glögg- um skilningi á þörfum aðkomumanna. Ríla-klaustrið Höfuðborgin Sófía, sem liggur á há- sléttu í vestanverðu landinu, 550 metra yfir sjávarmál, hefur einnig á sér ný- tizkulegt yfirbragð i útjöðrunum, þar sem ný hverfi háhýsa rísa hvert af öðru, en gamla borgin er í Balkan-stíl með auð- sæjum tyrkneskum áhrifum, nema mið- borgin sem reist var uppúr seinni heims- styrjöld: þar ríkir hinn þunglamalegi stíll Stalínstímans með sínu afkáralega útflúri og turnspírum. f hvelfingum undir miðborginni eru varðveittir partar af hinum rómversku borgarmúrum og ýmsar aðrar fornmenjar, en á þriðju og fjórðu öld var borgin, sem þá gekk undir nafninu Serdica, höfuðborg rómversku skattlendunnar Daciu. Nafn sitt dregur borgin af kirkju Heilagrar Vizku (Sófíu), sem reist var á 14. öld og stendur enn. Merkasti staður í grennd Sófíu er hið stórfenglega Ríla-klaustur, sem liggur uppí fjöllunum um 125 kílómetra fyrir sunnan bo’-gina, umlukið greni- og beiki- skógum. Elztu hlutar þess e"U frá miðri 10. ö’d (kristni var lögleidd í landinu árið 865). Það var stofnað af munkinum og bændaleiðtoganum ívan Rilskí. Vegna legu sinnar var klaustrinu hlíft þegar Tyrkir lögðu Búlgaríu undir sig á 14. öld og hélt þeim réttindum sem búlgarskir valdhafar höfðu veitt því. í lok 18. aldar fóru hinir illræmdu Kardsjali-ræningja- flokkar ruplandi og myrðandi um landið og brenndu klaustrið, en það var brátt endurreist, og hinar glæstu byggingar sem nú standa eru flestar frá öndverðri 19. öld. Allar þær aldir, sem Búlgarar lutu erlendum yfirráðum, varðveitti Ríla- klaustrið sjálfstæði sitt og varð miðstöð þjóðlegrar menningar og mennta. Það hélt í rauninni lífinu í þjóðemisvitund Búlgara og er því löngu orðið þjóðar- helgidómur landsmanna, eitthvað í lík- ingu við Skálholt og Hóla hérlendis. Klaustrið liggur í 1150 metra hæð í ægifögru umhverfi, þröngum skógivöxn- um dal með gnæfa fjallstinda á allar hliðar. Klausturveggirnir, 2 metra þykkir og 24 metra háir, umkringja 32.000 fer- metra svæði, sem geymir einhverja mestu listafjársjóði landsins. Hér hafa bygg- ingameistarar og málarar tekið höndum saman og skapað heilsteypt tröllaukið listaverk. f klausturgarðinum er 23 metra hár ferstrendur turn frá árinu 1335 með veggmálverkum frá sama tíma, en við hlið hans stendur hin geysimikla klaust- urkirkja þakin óviðjafnanlegum freskó- myndum hátt og lágt, yzt sem innst, mál- uðum í skærum litum sem lítið hafa látið á sjá eftir hálfa aðra öld. Altarisvegg- urinn er prýddur helgimyndum og stór- fenglegum tréskurði, og meðal frægustu dýrgripa kirkjunnar er útskorinn tré- kross, sem munkurinn Rafaíl varði tólf árum ævinnar til að fullgera: þar gefur að líta ekki færri en 140 frásagnir Biblí- unnar með 900 mannamyndum, sem flest- ar eru á stærð við hrísgrjón. Meðal annars, sem fróðlegt var að skoða í klaustrinu, var gríðarstórt og kol- dimmt eldhús með þeim stærstu pottum, sem ég hef séð. í klaustrinu eru samtals 300 gestaherbergi, svo kokkarnir hafa mátt hafa sig alla við þegar gestkvæmt var. Pyrir framan gestaherbergin allt í kringum klausturgarðinn liggja margra metra b>-eiðar yfirbyggðar svalir á þrem- ur hæðum með fagurlega skreyttum hvolfmynduðum súlnaröðum yzt, sem eru í sama stil og súlnagöngin fyrir framan kirkjuna. Ríla-klaustrinu svipar að mö’-gu leyti til glæsilegustu klaustranna á Aþos í Norður-Grikklandi. Þessi staður er nú ríkissafn (þar eru að vísu fjórir munkar) og einhver vinsæl- asti ferðamannastaður í vestanverðri Búlgaríu. Svartahafsströndin Flugið frá Sófíu til Svartahafsstrandar tekur tæpa klukkustund með tveggja hreyíla flugvél. Við lentum á flugvellin- um hjá Varna, þriðju stærstu borg lands- ins og helztu hafnarborginni (íbúar 240.000), og var ekið sem leið liggur gegn- um borgina til baðstrandarinnar Slatni Pjassatsí (Gullsandur) um 15 km. fyrir norðan hana. Þetta er tiltölulega nýr ferðamannastaður, elztu hótelin innan við 10 ára gömul, en þó eru þar saman komin á fjögurra kílómetra svæði uppaf ströndinni ekki færri en 73 hótel og um 60 veitingahús (einungis 6 stærstu hót- elin hafa eigin veitingasali), auk 900 lít- illa sumarhúsa. Allt er svæðið umlukið hávöxnum og þéttum eikarskógi, þannig að það minnir á einskonar náttúrulegt völundarhús, þar sem ókunnugum er villugjarnt. Um skóginn liðast bugðóttir malbikaðir stígar milli hótelanna og tengja þau baðströndinni, sem er hvergi fjær en svosem 10 mín. gangur. Hún er 4 kílómetra löng og um 100 metra breið. Loftslagið er eins þægilegt og hugsazt getur, meðalhiti um hásumarið 22 gráð- ur og fer aldrei upp fyrir 30 gráður, en sólin á það til að hverfa bakvið ský dag 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.