Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 7

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 7
EIMREIÐIN rópu eða Bandaríkjunum, höfðu raunar farið á fund sálufé- laga sinna í Chile í nokkurn veginn sama tiigangi og jafnaldr- ar þeirra, sem gefizt höfðu upp við skólanám, höfðu farið á þumalfingrinum til Nepal í þeirri von að kynnast þar Paradís í framkvæmd. Þegar byltingin var gerð i september, voru, að sögn herforingjastjórnarinnar, um 15.000 útlendingar af öllu tagi í Chile og þeir veittu „hinni sósíalistísku hyltingu“ virkan stuðning — stundum með því að beita ofbeldi. Þessir hópar eða einstaldingar, sem höfðu því sérstakan áhuga á gangi mála, voru reiðubúið kerfi til alþjóðlegrar áróð- ursherferðar, þegar Allende var allur. En viðbrögðin við valda- ráninu, sem varð mönnum víða slíkt áfall, að stappaði nærri móðursýki, náðu langt út fyrir raðir slíkra hópa, sem höfðu þegar tekið afstöðu, og jafnvel til venjulegra, frjálslyndra manna og sósialdemókrata í hinum vestræna heimi. Þeim fannst, ekki síður en hinum sjálfskipuðu hyltingarmönnum, að skært heimsljós vonarinnar hefði verið slökkt í Santiago, °g allt frá Washington til Rómaborgar — um Paris, Bonn og Eondon — heyrðust angistarfull óp, „Siðlaus glæpur!“ Gremjuópin í Bretlandi voru dæmigerð — og heyrðust sam- 7

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.