Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 8
EIMREIÐIN stundis. Valdaránið var kallað „Bylting gegn kjörkassanum", sem herinn í Chile gæti á engan hátt afsakað (The Guardian, 12. 9. 1973), „Harmleikur i Chile“, sem „yrði málstað sósíal- isma og lýðræðis hvarvetna mikið áfall“ (New Statesman, 14. 9. 1973) og „Dauði vonarinnar“, sem var jafnframt líkt við inn- rás Rússa í Tékkóslóvakíu, þegar þeir hundu enda á stjórn Alexanders Dubceks árið 1968 (The Observer, 16. 9. 1973). Ekki voru liðnir 24 tímar frá því að fyrstu, ónákvæmu frétt- irnar hárust af valdaráninu, þegar Ron Hayward, framkvæmda- stjóri Verkamannaflokksins brezka, ski'ifaði opinberlega til eins af fyrrverandi sainstarfsmönnum Allendes til að segja, að erfitt væri að lýsa þeim hryllingi og reiði, sem hrezk verka- lýðshrej'fing hefði fyllzt, „þegar draumar vinnandi manna i Chile, — sem svo margir menn um allan heim áttu með þeim, — eru að engu gerðir af fáeinum þóttafullum og fávísum her- foringjum, sem starfa að boði þeirra, sem telja, að enginn geti boðið byrginn rétti þeirra til að stjórna“ (The Times, 13. 9. 1973). Len Murray, aðalframkvæmdastjóri Alþýðusambands Bret- lands, lét í ljós hneykslan sina og hrylling með svipuðum við- hragðsflýti og álíka kröftugum orðum. Og frú Judith Hart, sem talaði sem fulltrúi miðstjórnar Verkamannaflokksins, liellti úr sér svo ofsalegum fullyrðingaflaumi, að ætla mátti, að litlu hefði munað, að vitsmunum liennar hefði verið velt úr sessi um leið og stjórn Allendes. Fullyrðingar þessar voru af ýmsu tagi eða allt frá því, að „lýðræðislegur vilji alþýðu Chile“ liefði beðið ósigur fvrir „samsæri“ kapítalista (The Guardian, 17. 9. 1973) til „Chile er Spánn sósíalista okkar kyn- slóðar“ og „Þetta er forhertasti fasismi, sem við höfuni séð i margar kynslóðir“ (Thc Guardian, 19. 9. 1973). Þegar Verkamannaflokkurinn hélt flokksþing sitt í Black- pool þrem vikum síðar, höfðu þessi skyndiviðbrögð hlotið herzlu og orðið að föstu kreddukerfi. Þingheimur reis úr sæl- um sínum til að hylla fyrrum amhassador Cliile í London, þegar hann varð fvrsti utanþingsmaður, sem ávarpaði flokks- þingið, síðan tveim spænskum lýðveldissinnum var leyft það á fjórða tug aldarinnar. Ályktanir voru síðan samþykktar um algera fordæmingu á valdaráninu og þeirri fljótfærnislegu ákvörðun brezku stjórnarinnar að viðurkenna herforingja- stjórnina, en jafnframt var þess krafizt, að hrezki sendiherr- ann í Santiago skyldi kallaður heim og herforingjastjórninni neitað um alla aðstoð, lán og greiðslufresti, og loks var heitið á verkalýðshreyfinguna að hefja haráttu fyrir endurreisn lýð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.