Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 9
EIMREIÐIN ræðis í Chile og bjóða „Einingarfylkingu alþýðu“ — hreyfingu Allendes — fjárhagsaðstoð og aðra hjálp (The Times, 5. 10. 1973. Leturbreyt. höf.). Það ætti að horga sig að kanna ástæðurnar fyrir þessum hrottafengnu viðbrögðum, því að þau sýna sjúkdómseinkenni þess, sem kalla má „framsóknarhyggju“. Að likindum kom það sér einnig vel, á hvaða tíma þetta gerðist. Ýmis þeirra málefna, sem verið höfðu vinsælasta átyllan til stjórnmálamótmæla í vestrænum löndum, voru orðin að þætti i sögunni eða horfin i skugga vonbrigða á síðasta eða tveim síðustu árunum, áður en Allende féll, en þau voru allt frá Viet Nam og Grikklandi til Svarts valds og stúdentahreyfingarinnar. Hin átakanlegu enda- lok Allendes lögðu mönnum til nýjan málstað, einmitt þegar hans var þörf. Að vanda komu þarna við sögu tvenns konar kröfur, eins og alkunna er. Engum manni á þingi Verkamanna- flokksins kom til dæmis til hugar að spyrja, af hverju svo vel var tekið á móti fulltrúa ríkisstjórnar, sem hafði innan vé- banda sinna einn þeirra fáu konnnúnistaflokka utan Austur- Evrópu, sem lögðu blessun sína yfir innrás Rússa í Tékkóslóva- kíu. Þá mátti og sjá viðbrögð í ætt við tilraunir Pavlovs gagnvart sjálfri „byltingar“-hugmyndinni, — og þau virtust verða enn ákafari fyrir þær sakir, að þessi sérstaka bylting liafði átt sér stað i svo öruggri fjarlægð og í svo blessunarlega framandi landi. Ef til vill gætti þarna líka hefðhundinnar ástar á þeim, sem mistekst á veraldarvísu, — þvi að erfitt var að lesa sumar hinna hástemmdari fullyrðingar manna um sorg þeirra vegna láts Allendes, án þess að finna og fyrir votti feginleika vegna þeirrar tilhugsunar, að enn hefðu góð öfl orðið að lúta í lægra haldi fyrir illum og sent með þvi enn einn píslarvottinn til himna, áður en raunhæfar kröfur jarðlifsins náðu að spilla honum. En þó virtust viðbrögðin fyrst og fremst stafa af vanþekk- ingu og óskhyggju, — sem eru alltaf örlátasta uppspretta róm- antískra stjórnmáladrauma, — en fyrir hragðið voru^nenn fá- kunnandi um staðreyndir daglegs lífs í Chile eða hirtu hrein- lega ekki um að fræðast um þær, svo að þar var þegar kjörinn vettvangur til að skapa goðsögn án nokkurra umsvifa. Þar af leiðir, að sú mynd, sem brugðið hefur verið upp af Allende gegnum hin breiðu sjóngler frjálslyndra manna og vinstri- sinna í vestrænum löndum, er á þá lund, að hann hafi verið sannur sósíaldemókrati, sem tamdi sér vammlausa, þingræðis- lega háttvísi, en féll af völdum fasistasamsæris fyrir hendi fá-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.