Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 11

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 11
r EIMREIÐIN í samband við blygðunarleysi vinstrisinna og ált þannig þátt í spillingunni í stjórnmálum okkar. Það stafar til dæmis ekki af „neinu slysi“. að Verkamannaflokkurinn brezki, sem hefur gert málstað Allendes að sínum gagnrýnilaust, er einnig sá flokkur, sem liefur látið yfirlýstum Marxistum og draumóra- sósíalistum líðast að komast í ýmsar stöður, þar sem þeir bafa völd, sem engin dæmi eru til áður. Ég mun þó láta aðra um að ræða þau atriði. Mig langar að- eins til að koma á framfæri ýmsum leiðréttingum varðandi Chile — a. m. k. nokkrum — með því að líta allnáið á þrjár þeirra goðsagna, sem umlykja afdrif Allendes og hinnar frægu tilraunar hans. 1. GOÐSÖGNIN UM AFSKIPTI BANDARÍKJAMANNA Eitraðasta útgáfa hennar var fólgin í samlíkingu á falli AIl- endes og Dubceks. En þar sem ekki var um neina ameríska bernaðarinnrás að ræða eins og innrás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu, — þótt ekki sé á það minnt jafnframt, að þing Dub- ceks studdi bann, en meirihluti þings Chile skoraði á Allende að segja af sér, — var ekki hægt að renna öðrum stoðum undir þetta en margtuggnar ágizkanir. 11

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.