Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 13

Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 13
EIMREIÐIN I öðru lagi er bent á það til að renna stoðum undir kenning- una um íhlutun Bandaríkjanna, að þau héldu áfram sambandi sínu við her Chile og jafnframt að sjá honum fyrir vopnum, þegar hætl var að veita Chile aðstoð af öðru tagi. Það sýnir, segja menn i sambandi við þetta, að Pentagon hclt af ásettu ráði opinni leið til að stuðla að hernaðarbyltingu gegn óvin- veittri ríkisstjórn. En þetta er greinilega tvíeggjuð röksemd. I fyrsta lagi eru allar líkur á því, að her, sem fær nóg af leik- föngum, sé frekar fús en ófús á að láta lieimskupör pólitískra stjórnenda afskiptalaus. Og — i öðru lagi — hvað hefði verið sagt, ef Bandarikjamenn hefðu raunverulega stöðvað vopna- sendingar til herja þeirra hershöfðingja, sem sátu í stjórn All- endes? Menn geta gert sér í hugarlund, hvernig hrópað liefði verið um „heimsdrottnunarstefnu Yanqui-anna“ og „pólitíska refskák Pentagons“. í ])riðja lagi er Washington gefið að sök að Jiafa tekið fyrir alla aðstoð og lán til Chile og hafi þetta verið meiri háttar vopn Bandaríkjanna í köldu striði á hendur Allende frá upp- hafi. Þetta virðist veigamikið atriði við fyrstu sýn. Það er rétt, að Bandaríkin hættu að veita Allende viðskiptalán, þegar hann bafði þjóðnýtt koparnámur Bandaríkjamanna með slikum skil- málum, að þær voru að kalla gerðar upptækar. Sem áhrifamik- ill aðili innan Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lögðust Bandaríkin einnig gegn frekari aðstoð við Chile, og það hlýtur að hafa aukið á erfiðleika Allendes, að svo miklu leyti sem þessi viðleitni bar árangur. En Bandaríkin gátu ekki hindr- að, að önnur vestræn ríki (t. d. Holland og Svíþióð) héldu áfram að lána Chile; þeim tókst ekki heldur að telja Breta á að liætta hinni litlu aðstoð sinni; þau lóku ekki fvrir endurskoðun á greiðsluskilmálum á skuldum Chile árið 1972, og þau höfðu ekki girt fyrir umræður, (sem var ekki lokið við valdaránið), á svipuðum breytingum á árinu 1973. í stuttu máli má segja, að áhrif Bandaríkjanna kunni að hafa takmarkað hjálp af 'Þeir, sem fallið hafa fyrir kenningunni um ITT-samsærið, hafa kannski gaman af að finna lausn á þeirri spurningu, af hverju Allende ákvað aldrei að gera eignir félagsins upptækar, — jafnvel ekki eftir að upp komst um þetta alræmda minnisatriði. Var ástæðan ef til vill sú, að fé- lagið tapaði fé á rekstri sínum í landinu og Allende hafði ekki áhuga á að axla erfiðleika þess? Eða var ástæðan sú, að hann vissi, að félagið hafði gefið honum áhrifamikið stjórnmálakeyri, sem hann gat notað á andstæðinga sína, og hann vildi ekki fleygja því með því að reka fyrir- tækið úr landi? Hvort sem satt er, þá er hitt víst, að friðhelgin, sem ITT virðist hafa notið, virðist einmitt sönnun þess, að Allende hafi ekki talið ögrun þess ýkja alvarlega. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.