Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 14

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 14
EIMREIÐIN hálfu vestrænna þjóða, svo og lán, en því fór fjarri, a'ð þeim tækist að dæma Chile undir stjórn Allendes til efnahagslegrar útskúfunar. Þar að auki var Chile engan veginn eitt þeirra vanþróuðu landa, sem verst voru á vegi stödd, svo að það væri algerlega háð erlendri aðstoð og lánsfé til að geta skrimt. Koparauður landsins tryggði, að það var á mörkum þess að vera „verðugt aðstoðar“ á venjulegum tímum, og með skynsamlegri efna- hagsstjórn hefði það átt að þola talsverða erlenda þvingun. En því miður gat enginn, sem hafði þó ekki væri nema nasasjón af hagstjórn, gefið stjórn Allendes neina aðra einkunn en fall- einkunn. Hún dænidi sig að verulegu leyti úr leik, nema þegar í hlut áttu trúgjörnustu — eða áhugasömustu — lánardrottnar. En jafnvel þótt svo hefði ekki verið og þótt unnt hefði verið að kenna Bandaríkjunum i einu og öllu um efnahagsörðug- leika Chile, jjá hefði Allende ekki getað kvartað yfir miklu. A það var að líta, að það var stiórn lians, sem tilkynnti J)á lafar- lausu ákvörðun sína að „gera auðmagn heimsvaldasinna upp- tækt, . . . framkvæma stefnuna um notkun eigin fjármagns . . . og endurskoða, segja upp og slita, eftir því sem við á, samn- ingum eða sáttmálum, sem takmarka sjálfstæði okkar, einkum samningum um gagnkvæma aðstoð, gagnkvæmum hjálparsátt- málum og öðrum sáttmálum milli Chile og Bandaríkjanna.“ (Þjóðareining — Stefnuskrá stjórnarinnar, 1970). Það var líka stjórn hans, sem gaf fyrirheit um að „segja upp samningunum milli okkar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins“ (Al- þýðustjórn — iFyrstu W skrefin, 1970). Það er að visu rétt, að þessum djarflegu fyrirætlunum var aldrei hrundið í fram- kvæmd, en |iær voru boðaðar sem stefna ríkisstjórnarinnar, áður en Bandaríkin eða nokkurt annað „heimsdrottnunarsinn- að“ ríki hafði í rauninni gert neitt á hluta ríkisstjórnar All- endes. Það var með öðrum orðum Allende, sem átti upptökin að joessari deilu. Það virðist barnalegt, svo ekki sé meira sagt, að fara svo að kvarla yfir þvi, jiegar andstæðingar hans gera ráðstafanir til varnar. Var annars að vænta af þeirra hálfu? Þeir, sem gera sér far um að kvarta yfir aðgerðum Banda- rikjamanna, ynnu þarflegra verk, ef þeir leituðu svars við þeirri spurningu, hvers vegna Allende naut svo lítils stuðnings af hálfu flestra þeirra ríkisstjórna, sem töldu sig meðal vina hans. Þegar Kúba er undanskilin, en hún var mjög örlát á heil- ræði handa Allende (þótt ekki reyndust þau öll hagnýt), auk jiess sem hún lét honum í té vopn og sá um þjálfun á hinum herskáu fylgismönnum hans, auðsýndu hinar grónu Marxista-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.