Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 18

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 18
ÉIMREIÐlN frambjóðandi Þjóðlega flokksins, sem er íhaldssamur, en þing- menn lians voru andvígir Allende frá upphafi. Loks fékk þriðji frambjóðandinn 28% atkvæða, en hann bauð sig fram fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn, Margir þingmanna hans tóku fyrst vinsamlega afstöðu til Allendes i von um, að hann færi heldur hægara í framkvæmd Marxisma sins, svo að úr yrði umbóta- stefna, sem kæmi heim við hugmyndir þeirra og yrði i sam- ræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Við þjóðþingskosningar þær, sem fram fóru á miðju kjör- límabili Allendes i marz 1973, jók Einingarbandalag alþýðu atkvæðamagn silt í 44%, (þótt mjög væri efazt um „lögmæti“ þcss, því að andstæðingar þess báru því á brýn veruleg kosn- ingasvik). En andstæðingar forsetans höfðu eftir sem áður mik- inn meirihluta í þjóðþinginu og jafnframt hafði Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn snúizt til algerrar andstöðu við liann ásamt Þjóðlega flokknum. Sú staðreynd sýnir greinilega, að því fór fjarri, að Allende hefði verið fulltrúi „þjóðarvilja“, því að hann studdist aðeins við stóran minnihluta. Aðeins ef til „þjóð- arinnar“ teljasl þeir einir, sem kusu Allende, en aðrir -— meiri- hlutinn — telst „ekki þjóð“, er hægt að halda þessari fullyrð- ingu til streitu. En það er einmitt þetta, sem fólgið er í goð- sögninni um „samsæri rótgróinnar ráðastéttar“. Ilafi verið til „ráðastétt“ í Chile, hefur hún verið skipuð af stjórnmálamönnunum og kerfinu umhverfis þá, sem einkum var rnyndað af hinum fámenna efri hluta efnaðra miðstétta landsins. Allende sjálfur. margir ráðherra lians og helztu stuðn- ingsmenn voru ekki síður hluti þessa hóps en stjórnmálaand- stæðingar þeirra. En það var kaldhæðni, að þetta var hópur, sem varð oft fyrir minni skakkaföllum af sósíalisma Allendes en aðrir, af því að aðilar hans í háðum herbúðum átlu næga fjármuni eða fasteignir til að hagnýta sér svarta markaðinn heima fyrir eða fara í þægilega útlegð, ef ástandið varð oi' erfitt — að minnsta kosti til að lifa (eins og Allende sjálfur, unz yfir lauk) við bærilega þægilegar aðstæður. En það fólk, sem átti mestan þátt i að steypa Allende, var yfirleitt ekki úr þessum bópi. Ef undanskildir eru nokkrir foringjar í flotan- um, álti lierinn vfirleitt ekki aðild að neinum stjórnmálahópi innan kerfisins. og jafnvel eftir að Allende tók yfirmenn hinna ýmsu greina hersins í stjórn sína, blönduðu þeir lítt geði við þá tiltölulega fámennu hópa í Santiago, sem voru vanir að ráða gangi þjóðmála, og voru enda furðu lítt þekktir meðal þeii'ra. Það hefur líka komið í Ijós eftir valdaránið, að herforingjar Chile — eins og starfsbræður þeirra hvarvetna — höfðu að lík- 18

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.