Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 23
EIMREIÐIN i hópi menntamanna, bæði karlar og konur: Þeir voru meira eða minna berskjaldaðir fyrir hroðalegustu óðaverðbólgu, sem þjóðin bafði nokkru sinni fengið að kynnast. Sumir, sem liafa reynt að bera í bælifláka fyrir Allende, bafa haldið því fram, að ýkt sé. hve verðbólgan hafi verið geigvæn- leg, eða hún liafi að minnsta kosti verið litlu verri en algengt hefur verið i Chile og fleiri löndum Suður-Ameriku. Sannleik- urinn er sá, að hún var miklu ofboðslegri en algengt er í þessu efni þar í álfu. Aðeins níu mánuðum eftir að Allende komst til valda, — þegar ég heimsótti landið i fyrsta sinn, -— hafði gjaldmiðill þess, escudo, þegar fallið úr 20 i 40 miðað við Banda- ríkjadollar á liinum frjálsa (svarta) markaði. Þegar ég kom þangað öðru sinni, 18 mánuðum siðar, taldi ríkisstjórnin sjálf, að verðbólguvöxturinn næmi 130% á ársgrundvelli, en jafn- framt jókst seðlaveltan um 10% á mánuði og escudo var fall- mn í 350 á móti Bandaríkjadollar á svörtum markaði. í ágúst 1973 var verðbólguvöxturinn orðinn sem svaraði 323% árlega og jók hraðann óðfluga, en dollar jafngilti þá 2.000 escudos, — svo að raunverulegt gengishrun á tæpum þrem árum nam 10.000 — tíu þúsund — prósent! Ekki nægir að kenna þessa hörmulegu þróun handahófs- kenndum eða illkvittnislegum ástæðum eins og — aftur vitna eg í röksemdir, sem fram voru bornar — lækkandi vcrði á kopar á heimsmarkaðnmn, eðlilegum erfiðleikum við að halda óþreyttri framleiðslu í iðnaði eða landbúnaði á tímabili rót-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.