Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 33

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 33
ÉIMfcEIÐIN færa sönnur á, að liann hafi viðhaft blekkingar vitandi vits. Svo mikið er víst, að honum tólcst að hlekkja mikinn fjölda manna, þar á meðal sjálfan sig. En undir lokin kom rannveru- leikinn til sögunnar og hann kenndi hina miskunnarlausu lexíu sína. Hún er á þá leið, að menn geta ekki verið í senn lýðræðis- sinnar og byltingarsinnar, — að minnsta kosti ekki í þjóðfé- lagi, sem hefur þegar gengið lýðræði á hönd. Að menn geta ekki í senn verið óvinveittir i garð Bandaríkjanna og ætlazt til þess, að þau veiti þeim hjálp. Að menn geta ekki í senn leikið leiðtoga alþýðu manna og rekið henni kinnhest. Að það er ekki hægt í senn að kveðja herforingja til þátttöku í stjórnmálum og ætlast til þess, að þeir skipti sér ekki af stjórnmálum. Að ekki er í senn liægt að gefa óðaverðbólgu lausan tauminn og viðhalda grundvellinum fyrir félagslegri hagsæld. 1 stuttu máli, — að hinn raunverulegi heinnir er ekki Skýjaborgland. í hin- um raunverulega heimi er ekki í senn hægt að eta kökuna og eiga hana áfram. Það er raunalegt, að þess gerðist enn þörf, að menn lærðu slík undirstöðufræði með eins liörmulegum afleiðingum og i'aun varð á í Cliile. En það vekur ugg, hve margir menn ann- ars staðar eiga erfitt með að læra af slíkri reynslu. (Hersteinn Pálsson þýddi). Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Kaupum tómar flöskur merktar Á.T.V.R. í glerið. Móttaka í Reykjavík Draghálsi 2 og í útsölum vorum í Keflavík, á ísafirði, Siglufirði, Akur- eyri og Seyðisfirði. 33

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.