Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.01.1974, Qupperneq 35
EIMREIÐIN það, því máttu trúa. Því það var ekki þér að kenna livað ég var ljót, með alltof svera fætur, langan háls og andlit þakið freknum. Svo ég tali nú ekki um hvað pilsið fór mér illa, blússan var sæmileg. Seinna kom ég til þín og sýndi þér fermingarkjólinn. Ég var ljót í lionum, hræðileg. Mjó eins og kústskaft, skolbrúnt hárið í ótal hringum og lokkum. Kjóllinn var svo sem nógu fallegur og hárgreiðslan, það var bara ég sem var ljót. Strákarnir sáu áreiðanlega hvað ég var ljót. Enda gerði ég mér fulla grein fyrir því á fermingardaginn minn að ég var dæmd piparmey. Þú reyndir að liughrevsta mig, og það var ósköp fallegt af þér, en því miður gat ég ekki trúað þér. — Ég kyssti Nonna, þegar ég var fimmtán ára, nei, það var hann sem kyssti mig. Á hak við brauðbúðina í portinu. Það var á hjörtu maíkvöldi og ég varð alveg hissa og gat ekkert sagt. Hann sagði heldur ekki neitt, en hann fylgdi mér næstum heim að húsdyrunum mínum. Ég hljóp heint til þín til þess að spyrja hvort ég hefði ekki breytzt, mér fannst ég eitthvað öðruvísi. Þú sagðir ekki mikið. minntist lítillega á að það væri kom- inn nýr bjarmi í augun á mér og freknurnar væru heldur að minnka. En þá tók ég allt i einu eftir einu: Brjóstin á mér voru farin að bunga út í peysuna, allir hlutu að sjá það. Mér fannst það gaman þó ég væri Veimin við það í aðra röndina. Og nú var ég búin að fá allra snotrustu fætur. Ég dansaði svolítið fyrir þig, ofurlítinn tangó og ég lét mig dreyma hjá þér. Já, ég dansaði við Nonna á hverju balli þetta sumar og kyssti hann stundum. En um haustið hættum við að hittast. Af hverju? Ég veit það ekki. Kannski veit Nonni það ekki lieldur. -— Eigum við að rifja upp þegar ég var sautján ára? Því ekki það? Manstu, ég kom ekki heim fyrr en klukkan sex um morg- uninn? Fór beint til þín. Þá varstu nú góður. Þú sagðir: Það var ekki ljótt, það var rétt og fallegt. Þú ert falleg stúlka, og dökkhærði pilturinn sem ég sé í augunum á þér er líka falleg- ur, ungur og hraustur. Þú mátt vel gera þetta aftur, þú átt þig sjálf. Æ, hvað ég var fegin! Alltaf ertu sá vinur, sem bezt reynist í gleði og sorg. — Ég Veit þú manst þegar ég kom til þín grátandi af því strákurinn, sem ég hélt ég væri trúlofuð, íór að vera með annarri stelpu, an þess að gefa mér nokkra skýringu. Lét bara sem ég hefði aldrei verið til. Tárin streymdu látlaust heila nótt og þú vaktir uieð mér. Nefið á mér var eldrautt, andlitið bólgið, ég var 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.