Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 37
eimreiðin eflir nýjum ástum, nýjum ævintýrum; Ég, sem átti ágætis- mann og uppkomin börn. Ég hef eiginlega bæöi skömm og gaman af þessu tímabili, núna þegar það er liðið hjá. Þú stóðst með mér, þú einn skildir mig. Varaðir mig við of skrautlegum kjólum, of mikilli málningu á andlitið. Þú bentir mér á það mjög varlega þá, að ég væri orðin helzt til feitlagin, helzt til gömul til þess að taka þátt í ævintýrum æskunnar. Ég vissi að þú hafðir á réttu að standa, en — ég gat ekki hlýtt þér. Ég maldaði í móinn. Þú gerðir þá ekki annað en brosa góðlátlega, og einu sinni hvíslaðir þú að mér ofurlágt: Þetta líður hjá, vina mín. — Og það leið hjá. Nú stend ég frammi fyrir þér, gömul, orðin langamma. Mað- urinn minn er löngu dáinn. Ég er búin að fá snjóhvítt hár og ótal hrukkur, klæði mig í látlausa kjóla eins og þú sérð. Ég les talsvert, prjóna föt á barnabörnin mér til dundurs, lilusta á útvarp og stundum fer ég í leikhús og fjölskylduboð. Allt er harla gott. Engir stormar, engin tár, tíminn líður hratt, miklu hraðar en áður. Allir sem eru ungir og liraustir hafa mikið að gera. Lítill tími til að heimsækja gamla konu. Það gerir ekkert til. Þvi ég veit eitt: Þú hregzt mér aldrei, spegill, gamli tryggða- vinur. RIKISÚTVARPIÐ Skúlagötu 4 * Auglýsingasímar: 22274 og 22275 v___ 37

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.