Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 46

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 46
EIMREIÐIN sinn, telux- landeigandinn það óðara valda óróa, vera fyrstu teikn uppreisnar, — jafnvel kommúnisma. í slikum tilvikum hikar hann ekki við að reka verkamanninn af landareigninni, lætur jafnvel jafna kofann, íverustað fjölskyldu hans, við jörðu. Hinn kristni gósseigandi gerir sér alls enga grein fyrir því, að á þennan hátt traðkar hann á þeim mannréttindum, sem Jóhannes páfi 23. minnti kirkju vora á: réttinn til lifs, sem samboðið sé sjálfsvii-ðingu vorri, og þá sérstaklega réttinn til vinnu, réttinn til frelsis í menningarmálum og til menntunar, réttinn til þess að stofna félög og safnast saman, réttinn til þess að tigna guð eftir sannfæringu sinni. Ef verkamaðurinn er órétti beittur af landeiganda, sem ját- ar trú á guð sem drottin vorn og föður, — ef verkamaðurinn sér kirkju þá, sem ætið boðar bræðralag allra manna, skipa sér i sveit með kúgurum hans, — hvernig getur hann öðlazt sálarró og þann frið innra með sér, sem nauðsynlegur er til þess að geta tignað guð og lofsungið í bænum? Spyrjið þá félaga í friðarsveitunum, sem komið hafa frá störfum i rómönsku Ameríku, Afriku og Asiu, og segið síðan til um, hvort ég ýki, er ég segi lifskjör almennings á þessum slóðum óviðunandi. Varla er unnt að nefna þennan skynlausa múg nafninu þjóð. Biðjið sjálfboðaliða yðar að lýsa hreysum hans, mataræði, sjúkdómum, fáfræði og þrælkun. Svo ómannlegt líf heí'ur alvarleg áhrif. Maðurinn tekur að líta á sjálfan sig sem þræl, óæðri veru, er hann stendur frammi fyrir hinum volduga landeiganda. Hið innra með honum sprett- ur vanmetakennd, og trú hans verður eingöngu örvilnuð for- lagatrú. I augum hans er guð sá, sem leyfir og hefur velþóknun á, að sumir eigi allt, en aðrir ekkert. Gósseigendur álíta að sjálfsögðu, að þeir geri nú þegar meira fyrir verkamennina en þeir séu i raun og veru færir um. Þeir biða einhvers konar „þróunar“, tæknivæðingar, sem geri þeim kleift að bæta kjör verkamannanna. En reynslan hefur sýnt, að tæknivæðing í vanþróuðum löndum gerir hina ríku enn rík- ari og hina fátæku enn fátækari — að undanskildum minni- hluta þeim, sem fær atvinnu. Til eru þó æskumenn, sem treysta því alls ekki, að unnt sé að telja ráðamenn á að tryggja verkamönnum mannsæmandi kjör. Þeir fullyrða, að gósseigendur muni aldrei leyfa raun- verulegar framfarir á meðal þessa fólks, t. a. m. með þvi að vekja frumkvæði þess, með þvi að mennta foringja á meðal þess, með því að kenna því að vinna saman, með því að efla

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.