Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 49
EIMREIÐIN hin bandaríska millistétt gerir sér ekki grein fyrir því, að markaðskerfi og sósíalismi eiga sér mörg gervi og að Banda- rikin og Ráðstjórnarríkin eiga íleira sameiginlegt en einfeldn- ingar þeir hyggja, sem skjálfa af ótta við hamar og sigð, — á meðan bandarísk millistétt skilur ekki, að alvarlegasti vandi vorra tima er hið aukna bil á milli þeirra,. sem auðgast, og hinna, sem kúgaðir eru, á meðan ekki verður stórkostleg' hug- arfarsbreyting með þjóð yðar, valda Bandaríkin ekki þeirri ábyrgð, sem þvi fylgir að vera stærsta lýðræðisríki jarðar nú á dögum. Af þessum rótum er sprottin hin aukna andstaða bandarískra ungmenna og á meðal æskufólks um allan heim gegn styrj- öldum. Hversu lengi staðnæmist mannkynið á því þrepi villi- mennskunnar að taka einvörðungu mið af eyðingarmætti ríkja? Hversu lengi leyfir bandaríska þjóðin, að úr þúsundum banda- rískra sprengjufiugvéla rigni þúsundum sprengna yfir varnar- lausar borgir og þannig sé lagt til atlögu við konur, börn og sjúklinga undir því yfirskini að verja frelsi vort? Hversu lengi munu verða til í þessu landi menn, sem reiðubúnir eru að setja aftur á svið harmleik á borð við þá, er gerðust í Hiro- shima og Nagasaki? Hverju á ég að svara til, verði ég spurður, livort ég álíti aukna menntun geta breytt þjóðfélags- og efnahagsskipan þjóða þriðja heimsins og sannfært Vesturlandabúa um nauð- syn félagslegra breytinga á heimavelli? Ég skil þá, sem misst hafa trúna á mátt menntunar og höfða þess i stað til valdbeitingar, en sjálfur trúi ég ekki á hatrið. Vandinn er ekki leystur með því að velta úr sessi einhverjum foringjum og framkvæma breytingar, sem ella hefðu verið svæfðar, aldrei komizt lengra en í ræðupúltið. Það, sem gert er án undirlmningsfræðslu, sem hefur þann tilgang að plægja jarðveg hugans, verður einungis vindhögg. Ég el með inér óskir, sem erfitt er að fullnægja, en eru þó e. t. v. ekki með öllu úr lausu lofti gripnar og myndu leiða til stórfelldra og skjótra breytinga. Ef háskólarnir tækjust á við slik verkefni, veittu þeim sið- ferðilegan stuðning, þá væri fyrsta skrefið stigið í átt til þess fræðslustarfs, sem ég hef rætt um. Ef allir trúarleiðtogar •— jafnt kristnir menn sem aðrir — beindu atorku sinni í einn farveg og hæfu að auki samstarf við heiðingja, gætu þeir beitt hinu geysilega siðferðilega valdi sínu til þess að varpa betra Ijósi á samskipti þjóða þriðja heimsins og Vesturlandabúa. Á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.