Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 56
EIMREIÐIN félagi með þvi að koma fagurfræðilegri röð og reglu á það i hástrúktúreruðum, kirfilega uppbyggðum og raunköimuðuin skáldskap. Þessir höfundar réðust á vísindin og samfélag þeirra með þeirra eigin vopnum, blönduðu saman visindalegum að- ferðum og hókmenntalegum. Það fór svo eftir hlutföllum þeirr- ar blöndu, hvernig til tóksl um listrænan árangur. Segja má, að realisminn og natúralisminn séu að því leyti ólíkir t. d. Islendingasögunum og heimildaskáldskapnum, að þeir tóku viðfangsefni sín úr samtíðinni eða liltölulega nýlið- inni fortíð (og persónur því sjaldnast nefndar raunréttum nöfn- um, eins og dokumentarislar gera). Höfundarnir tóku sína eigin samtið til hæna frá gagnrýnum, stundum hyltingarkennd- um sjónarhóli. En flestir þeirra lögðu kapp á að láta hugsjón- ina ekki hera skáldskapinn ofurliði, að hún raskaði ekki list- rænu jafnvægi. Hin visindalega fagurfræði hafði slík dempun- aráhrif. Gera varð vettvangskönnun, áður en um var skrifað; skáldin héldu út í lífið með það beinlínis fyrir augum að afla gagna, að ná í raunsannan grundvöll fyrir byggingu bók- menntaverks. Þannig er það margsögð saga, að Emile Zola liafi t. d. verið brautryðjandi i félagslegum — að maður segi ekki félagsfræðilegum — könnunum. Allar þessar skáldskaparhefðir, sem hér liafa verið tengdar; íslenzku fornsögurnar, realisminn, natúralisminn, dókumentar- isminn, eiga sér það viðhorf, þá trú, sameiginlega, að félags- legur raunveruleiki sé höndlanlegur, jafnvel áþreifanlegur og mælanlegur. Þetta vísindalega viðhorf leitast þær svo við að samræma listrænu viðhorfi við nálgun, sem er i senn félags- (fræði)leg og sagnfræðileg annars vegar og fagurfræðileg hins vegar. Þessi mixtúra er erfið í framkvæmd og þvi miður verð- ur sjaldan úr samræmi þessara þátta, lieldur tvístrungur eða togstreita; þeir grafa livor undan öðrum. Yfirleitt dugar þessi nálgunorháttur hetur í bókmenntalegri endursköpun hins ytra horðs íaunveruleikans, framliliðar eða útlits félagslegs umhverfis, þ. e. i hókmenntalegri ljósmyndun. Verr gengur hins vegar að láta skína í kvikuna undir niðri, þau öfl, sem móta yfirborðið eða eru liandan þess. Raunar er merg- urinn málsins sá, að þessar bókmenntahefðir, sem ég leyfi mér að afgreiða liér á einu Jiretti, fela afar oft beinlínis í sér og sinum aðferðum það viðhorf, að eltki aðeins sé félagslegur raun- veruleiki liöndlanlegur og jafnvel sá eini, sem liöndlanlegur sé, lieldur sé eklíi um neinn annan veruJeika að ræða, ekkert undir yfirhorðinu eða liandan þess, engin livilva, engar víddir eðá dýptir. Sé um slíkar víddir eða dýptir að ræða, önnur vcru-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.