Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 57
EIMREIÐIN leikastig en það félagslega, þá eru þau ekki tekin gild, vegna þess að þau koma ekki fram á mælitækjum, eru ekki vísinda- lega sannanleg. Sem sé, þau fyrirfinnast hvergi nema i ímynd- unarafli, hugskoti, liugarburði einstaklinga. Og sá vettvangur er alhörðustu (en ekki öllum) höfundum þessara skáldskapar- hefða óviðkomandi og framandi. III. Þá er ekki úr vegi að spyrja (eins og raunar hefur stundum verið gert), hvort ekki sé vænlegast að láta visindin sjálf um að kanna og nvta hlutveruleikann sem viðfangsefni? Hafa bók- menntir nokkru þar við að bæta, sem máli skiptir? Er hálf- vísindalegt bjástur þeirra nokkuð annað en hálfkák? Þvi miður er þetta æði oft svo. Hin skáldlega úrlausn þessara bókmenntahefða á raunkönnuðu söguefni er alltof oft hrá endurprentun hins dókumentaríska efniviðar, dautt registur raunsannra atburða og umhverfis. Heimildirnar sjálfar, skráð- ar eða óskráðar, um löngu liðna fortíð eða nýliðna samtíð hafa tilhneigingu til að binda liendur skáldsins, halda niðri skáld- legu innsæi og köfun, áræðni í túlkun og framsetningu. Jafn- vægi fræða og skáldskapar er of óstöðugt. Hér set ég að visu fram fullvrðingar. Og frá þeim er nokkur fjöldi undantekninga, þar sem þessar skáldskaparhefðir rísa hæst og sanna auðvitað tilverurétt sinn. En því miður gefst hér ekki tóm til nákvæmrar rökfærslu og rökræðu um einstök verk og einstaka höfunda. Skulu þó tilfærð örfá dæmi. Raunkönnun £ola á t. d. viðfangsefnum Rougon-Macquart sagnahringsins kemur i beztu sögunum hvergi i veg fyrir frjóa uppyrkingu hinna sönnu efnisþátta, skipan þeirra i nýtt, skáldlegt — fyrst og fremst siðferðilegt — samhengi (t. d. i L‘assommoir), þótt ^in natúraliska smásmygli umhverfislýsinganna dragi úr mætti verkanna i heild. Sama verður ekki sagt um „skáldskap“ Gon- court-bræðranna á sama tímabili; hann verður dókumentar- iskri tilgerð fullkomlega að bráð (sbr. hina kostulegu skrum- skælingu Marcel Prousts á þeim bræðrum í siðasta bindi A la i'echerche du temps perdu) og er að lokum aðeins heimild um sig sjálfan og sínar bókmenntalegu/vísindalegu öfgar. Tæpast er það nú tilgangur heimildaskáldskapar. Goncourt-bræður telja sumir eina fvrstu fyrirrennara dóku- oientarista nútímans. Ég er til dæmis þeirrar skoðunar, að annáluð langloka Sundmans um loftsiglingu Andrées verk- fi'æðings verði heimildum sinum að bráð á svipaðan hátt. Þar þrengir formið og aðferðin svo að efninu, að það kafnar sjálft, 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.