Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 61

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 61
EIMREIÐIN til þess arna béita þeir oftast fyrir sig eins hlutlægnislegum stíl, formi og framsetningu, og þeir geta. Hinar uggvænlegu dæmisögur Franz Kafka um einangrun nútímamannsins og merkingarleysi mannlegs lífs í risasamfé- iögum tuttugustu aldar einkennast til dæmis af sérlega rök- rænum stíl til að tiá sérlega órökræna veröld; ritháttur sagn- anna, yfirborðslega afslappaður, hlutstæður og nákvæmur, skapar bina bældu angist þeirra með því að spyrna á móti óút- skýrðum furðum efnisins. Hið rökræna, vísindalega hreinlega hrekkur of skammt, dugar hvergi, þegar þess er mest þörf, til að skýra viti fifrta veröld. Hér er hápersónuleg en dæmisögu- leg martröð (hugveruleiki) gerð svo hlutveruleg, að t. d. marx- ískur bókmenntamaður eins og Ernst Fischer flaskar illilega á henni og heldur því fram í Um listþörfina, að hér sé nánast um að ræða raunsæislega lýsingu á tékknesku borgarasamfélagi Habsborgarakeisaradæmisins — hið draumkennda og fantas- tíska sé þar eingöngu aukaatriði. Annað dæmi um notkun fantastiskra bókmennta á hlutlægn- islegum og vísindalegum aðferðum er gotneska skáldsagan svo- nefnda, þar sem bið rómantíska hugarflug höfundanna fær heldur betur lausan tauminn í dularfullum, mystískum við- burðum og metafysískum hugmyndaleik, þar sem einalt æsi- legur hasar og draugagangur i söguþræði er borinn uppi af djúpstæðri spurn um eðli lifs og stöðu manneskjunnar í heimi og geimi. Hér skapast aftur spenna á milli aðferðar eða forms annars vegar og efnis hins vegar. Þannig er t. d. skáldsagan Dracula eftir Bram Stoker, (sem fæstum hefur sennilega dott- ið i lmg að taka alvarlega), uppbyggð í formi úrklippusafns. Höfundur lætur í veðri vaka, að hann hafi aflað sér efnisins að hætti fræðimannsins eða visindamannsins, afhendir siðan lesandanum öll „gögnin“ og lætur honum sjálfum eftir að draga af þeim ályktanir. Þannig er sagan eingöngu samsett af dag- bókarslitrum, blaðafregnum, sendibréfum, hljóðritunum o. s. frv. En aftur duga fræðin skammt. í sögunni verður fullt af dul- arfullum eyðum, atriðum, sem cngin skýring hefur fundizt á þrátt fyrir dugnað Stokers við „gagnasöfnun“. Sagan er púslu- spil, þar sem nokkurn liluta stvkkjanna vantar. Benda má á fleiri gotneskar skáldsögur með hliðstæðar aðferðir eins og Mehnoth the Wanderer eftir Charles Maturin og The Turn of the Screw eftir Henrv James. Hér gefst þó ekki tóm til að fara nánar út í þessi atriði, þótt full ástæða væri til, né heldur til að nefna öllu fleiri dæmi. Má 61

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.