Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 62

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 62
EIMREIÐIN þó í framhjáhlaupi nefna nokkur nærtækari dæmi, eins og sum- ar af sögum Svövu Jakobsdóltur með hlutlægnislegri stilað- ferð (sbr. Kafka), eða síðustu skáldsögur Ilalldórs Laxness, t. d. Guðsgjafaþulu, einkum með tilliti til hlutlægnislegrar form- aðferðar (sbr. gotnesku skáldsöguna). Og auðvitað notar vis- inda- eða „science fiction“-skáldsagan vísindaleg vinnubrögð, þrátt fyrir fantastískt eðli sitt — eða vegna þess. Allar þessar skáldsögur leggja mikið upp úr því að vera nán- ast heimildaskáldskapur „í þykjustunni“ og ganga yfirleitt mun lengra í plat-hlutlægni og plat-fræðimennsku sinni en þær skáldskaparhefðir, sem áður voru ræddar. Þær gera öðrum þræði grín að þeim síðarnefndu. sem taka aðferðir sinar alvar- lega, en henda um leið á ýmis grundvallarvandamál, sem stafa af þessum aðferðum þeirra. Með hlutlægnisaðferðum sínum stefna þessar skáldsögur ekki aðeins að því að sannfæra les- andann um raungildi efniviðar síns, þ. e. hugveruleikans, og gera hið ósennilega ekki aðeins sennilegt, heldur satt. Þær kannski fyrst og síðast reyna að sýna fram á — óbeint fremur en heint, í aðferð fremur en efni — hversu skammt vísindi og viðmiðanir þeirra og nálganir ná til að lýsa og skýra mann- eskjuna og Iieim hennar. Og sá heimur er frá þeirra sjónarmiði ekki umhverfis liana, umheimur eða útheimur, lieldur fyrir handan og innan, hugarheimur, innheimur. Ég sagði hcr að framan, að svo virtist sem lilutlægnislegar, fræðilegar hókmenntahefðir risu upp í tiltölulega háþróuðum samfélögum, og svo er auðvitað einnig á tuttugustu öld, á há- punkti tækninnar, þar sem er dókumentarisminn. I lionum, eins og öðrum hliðstæðum hcfðum. felst einmitt trú á mátt fræðanna og megin. En að sama skapi er nú einnig uppi ekki minna útbreidd uantrú á gildi þessara hinna sömu fræða og fylgifiska þeirra. Þessi vantrú birtist bæði í t. d. ókerfisbundn- um lifsstil ýmiss konar, (sem ekki er hægt að fara út í hér), og í andspyrnubókmenntum eins og fantasíum af ýmsu tagi, sem blómstra nú ekki síður en dókumentarisminn víða um lönd, — við kannski meiri almannahylli en menntamanna, (sem ekki er heldur hægt að fara út í hér). Þessar hókmenntahefðir átrúnaðar annars vegar og vantrúar hins vegar á gildi raunkannaðs tækniheims eru þannig að öllu jöfnu aðskildar, jafnvel stríðandi, og ég leyfi mér að alhæfa svo að segja þetta tvö grundvallaröfl skáldskapar í dag. Ég get ekki stillt mig um að minnast í lokin á dæmi um verk, sem knúð er af báðum þessum öflum og gerir sér, að þvi er virðist, grein fyrir viðsjárverðri togstreitu þeirra í nútímanum. 62

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.