Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Qupperneq 67

Eimreiðin - 01.01.1974, Qupperneq 67
EIAAREIÐIN Þegar þessi mál eru rædd, þarf að víkja nokkuð að þeim tím- um, sem við lifum á. Breytingar eru svo örar, að segja má, að á hverjum áratug skapist ný og jafnvel gjörbreytt viðhorf á mörgum sviðum. Þannig er útþensla mannsins og tækninnar orðin slík, að jörðin er í raun orðin minni en mörg þjóðlönd voru áður. Náð hefur verið tökum á goðumlíku ógnarafli, án þess að siðgæði mannsins hafi batnað eða andlegt jafnvægi hans aukist. En þótt vonir standi til, að við sökkvum ekki í þann ólgusjó, þá blasir við „mannfjöldasprengjan“, sem um síðir mun færa allt í kaf, ef mannkynið breytir ekki háttum sínum. Hvað er maðurinn að fara, kann nú einhver að spyrja, hvað kemur þetta þjóðernismálum Islendinga við? Sjálfsagt ekki mikið. En einu sinni byggðist framtið mannkynsins á þjóð- ernisvitund Þjóðverja, og þótti þá mörgum vá fyrir dyrum. Vill nokkur reisa hana á sama hátt á Rússum, Bandaríkjamönn- um, Kínverjum eða Frökkum, svo að dæmi séu nefnd? Þjóð- erniskennd getur nefnilega hæglega farið út í öfgar, og þegar stórveldi eiga i hlut, þá var nágrönnunum hætt og nú gjör- völlum mannheimi. Þegar um smáþjóðir er að ræða, gegnir að sjálfsögðu öðru máli, þær eru einkum hættulegar sjálfum sér. En hættan í þessu sambandi hjá stórum og smáum þjóðum er fyrst og fremst fólgin í öfgunum. Sigurður ætlast ekki til þeirra, þegar hann talar um andvaraleysi landa sinna, en í þessum efnum er einmitt oft skammt öfganna á milli. Einstaklinga og þjóðir má stundum bera saman. Minnimátt- arkennd dregur oft úr dáðum, en verði hún sjúkleg, getur liún brotizt út i heift og hefnigirni. Mikilmennska leiðir einnig marga afvega. Menn leiðast út í verkefni, sem þeir ráða engan veginn við, eða telja sig öllu geta bjargað með meðfæddri snilli, eða þá að frægð þeirra eða ættgöfgi dugi til flestra ályktana og verka. Þessir eiginleikar eru allir vissulega til í fari íslendinga sem þjóðar, og þess vegna þurfum við að gæta að okkur. Raun- sætt mat á aðstæðum og getu er einmitt farsælasti eiginleiki jafnt einstaklinga sem þjóða. Ef við víkjum nú lítið eitt að efnahagsstarfseminni, þá er verkleg nútímamenning orðin æði alþjóðleg. Eru fiskveiðar Islendinga gott dæmi þar um. Þessi staðreynd er stór samein- andi þáttur fyrir allt mannkyn. Þeir, sem ekki ætla að drag- ast aftur úr, verða að fylgjast með. Að sjálfsögðu dregur þetta nijög úr sérkennum þjóða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Síðustu árin hefur mikið verið talað um að breyta þurfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.