Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 70

Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 70
EIMREIÐIN haft er eftir skynsömum manni, að hann vildi ekki húa i ná- grannalandinu, ef íslendingar væru stórveldi. Við áttum ekki nágranna til að berja á eða til að deila við um landamæri, en margvíslegra harma hefði þjóðin getað hefnt, ef aðstaða hefði verið til. Flest af því er þó meira eða minna gleymt, og má væntanlega reikna Mörlandanum það til sáttfýsi. Seinasta meiriháttar valdsmannsaðgerð Dana í okkar garð var landhelgissamningurinn, sem þeir gerðu við Breta árið 1901. Sagt er, að með þvi móti hafi þeir greitt fyrir sölu á smjöri sínu og fleski. Nýlendukúgun er tískuorð, sem notað er i tíma og ótíma, en að opna meira og minna alla firði og flóa landsins fyrir erlendum togurum hefur verið nýlendukúgun af grófasta tagi. Hlutur Bretanna var slæmur, en Dananna hálfu verri; þeir báru þó ábyrgð á landi og lýð. Ef nokkuð er hægt að segja aðstandendum þess skuggalega samnings til afsökunar, þá kann að vera, að þeir liafi reiknað með, að íslandsfiskurinn væri óþrjótandi. Hitt vissu þeir, að fólkið, sem bjó við miðin, hafði ekki aðstöðu til að veiða nema næst ströndinni, og þvi var verið að torvelda því sóknina og rýra skilyrði þess til að rífa sig upp úr fátæktinni. Fyrst hálfri öld síðar losnaði þjóðin úr þessum ólukkufjötr- um. Þá hófst sóknin út á liafið. Fyrst komu nýir grunnlinu- punktar og fjórar mílur og síðan tólf mílur. Þótti þá liklegt, að vel væri um sinn fyrir þörfunum séð, þótt landgrunnið allt væri hið fjarlæga takmark. Stóraukin ásókn næstu árin og ný veiðitækni gerði þó marga kvíðna um framtíðina. Frá ýmsum löndum fóru að berast fréttir af miklum landhelgiskröfum. íslendingar urðu fyrir miklu áfalli í síldveiðimálum og i verðlagi útflutningsafurða. Hvorugt tengdist beint landhelg- inni, en stjórnarvöld börðust við efnahagsvandann. Stjórnar- andstaðan hafði setið lengi úti i kuldanum og leitaði ákaft að vinsælum baráttumálum. Þau fann hún í kröfunni um skjóta útfærslu landhelginnar. Fimmtiu mílur skyldu það vera — hvorki meira né minna. Fyrri stjórn hafði ætlað að miða landhelgisaðgerðir meira við alþjóðlega þróun málanna, en lenti nú i stjórnarandstöðu, að nokkru leyti vegna þess, að hinir buðu upp á skjótari að- gerðir í þessu máli. Nýja stjórnin heimtaði þjóðareiningu í lífshagsmunamálinu og minnstu frávik frá boðaðri stefnu voru stimpluð með óþjóðhollusta (hefðu verið kölluð landráð meðal þroskaðra hernaðarþjóða). Hinni nýju stjórnarandstöðu þótti nú heldur en ekki syrta í álinn. Allt, sem áður hafði áunnist í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.