Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 72

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 72
EIMREIBIN lieild. Undirritaður er ekki meðal þeirra, sem liugsa mikið um þessi mál; liefur liins vegar bent á, að viljum við hjálpa van- þróuðum þjóðum, þá ættum við að byrja á eigin vegakerfi, íslenzkum byggðum til styrktar. Ekki stafar þessi afstaða af þvi, að ekki sé vitað um örbirgðina sunnar á hnettinum og ekki sé hægt að finna til með ölluin þeim ósköpum mannlegrar niðurlægingar, þótt ekki væri nema vegna skyldleikans við hörmungasögu okkar eigin forfeðra. En verkefnið virðist bara svo vonlaust, þegar fólksfjölgunin étur upp alla framsókn og viðleitni. Líklega nær þjóðernishyggjan ekki til allrar jarðar- kringlunnar, fyrr en og ef við verðum fyrir innrás frá Mars. Þótt erfitt sé að takast á við öll vandamál mannkyns má þó alltaf reyna að leysa einhver í næsta nágrenni. Varnarmál Is- lands og Noregs eru eitt af slíkum vandamálum; hvernig með á að fara. Forsætisráðherra sagði nýlega um margumtalað norskt bréf: . . . „það mun að sjálfsögðu ekki hafa nein úrslitaáhrif á afgreiðslu okkar i þvi máli“ (þ. e. máli varnarliðsins). Hvað er svona sjálfsagt við þetta? Ef hann hefði sagt, að efni bréfsins væri þess eðlis, að ekki hefði það úrslitaáhrif, gat slíkt vel verið, en á að skilja ummælin á þann veg, að nákvæmlega sama hefði verið, hvað í bréfinu hefði slaðið, — úrslitum mundi það aldrei valda? Var þarna verið að tala við þjóðernissinnaða Is- lendinga? Hvað um það. ef við hefðum getað forðað Norð- mönnum frá ógn nasismans á sinum tíma, liefði það þá ein- liverju breytt? Eða bannar þjóðernisvitundin okkur að leggja nokkuð að ráði á okkur fyrir Norðmenn? Ef við hefðum aftur á móti alltaf verið hluti norska rikisins, sem duttlungar sög- unnar hefðu vel getað leitt af sér, hefði þá sarna þjóðernis- kenndin boðið okkur að leggja sjálfl lifið í sölurnar fyrir Bergensara og Bodöliúa? Vegir þjóðernisstefnunnar eru sann- arlega óræðir, eins og sagan og reyndar lífið sjálft. Taka mætti annað dæmi til að líta á þessi mál frá fleiri hliðum. í síðasta liefti Fjármálatíðinda skrifaði undirritaður grein, sem nefndist „Borgir og byggðajafnvægi". Þar segir meðal annars: „Líkur benda til, að landgrunn Færeyja dugi ekki fiskveiðum þeirra, og ef nokkrir skilja vandamál smá- þjóðar við slíkar aðstæður, þá hljóta jiað að vera íslendingar. Þess vegna má telja liklegt, að við þurfum að veita Færeying- um nokkra aðstöðu okkar megin markanna“. Hvað segja nú talsmenn íslenzkrar þjóðernisvitundar? Er hægt að teygja anga af henni til Færeyja, þegar illa stendur á fyrir nánustu frændum vorum? Eða hanna þrengstu hagsmunir alla slika tilhliðrunarsemi? Við erum öll sammála um, að það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.