Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Side 73

Eimreiðin - 01.01.1974, Side 73
EIMREIÐIN beri vott um jákvæða þjóðernisvitund, þegar okkur finnst sjálf- sagt að létta undir með Vestmannaeyingum í raunum þeirra. En erum við jafnhreykin af þeirri sömu kennd, ef hún bannar okkur að sýna Færeyingum raunhæfa vináttu? Ef sú yrði raun- in á, er það þá vegna þess, að Færeyingar eru lengra úti í hafi heldur en Vestmannaeyjar eða þá að mál íbúanna fellur ekki alveg saman við lireintungustefnuna hér eða að þeir gátu ekki losað sig við Dani eins og við? Skoðað í þessu Ijósi kann að bregða nokkrum fölva á viss blæbrigði þjóðernisandans. Nema við hjálpum Færeyingum, þegar kallið kemur, eftir útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Þeim getum við lijálpað á umtals- verðan hátt, en Afriku og Asíu því miður ekki. Eins og bent var á i upphafi, eru þjóðernismálin óljós hug- tök á ýmsum sviðum. Þau standa saman af afstöðu, markmið- um og ytri einkennum. Sigurður Lindal segist ekki leggja mik- ið upp úr hinum ytri einkennum, a. m. k. ekki þegar á skortir þjóðlegan metnað að baki. Þannig gerir hann lítið úr hugmynd- inni um íslenzkan fána i hverri kennslustofu, enda geri menn eitthvað svipað i Ameríku. Vissulega er fáni lítils virði, ef hann táknar ekki eitthvað, en hvað á þá að segja um þá stúdenta, sem háværast tala um íslenskt bjóðerni, en hampa einkum fán- um austan úr Asiu? Annars er líklegt, að hörð gagnrýni Sigurðar Líndals á and- varaleysi í þjóðernismálum byggist einkum á ótta hans við áhrif bandariska sjónvarpsins (og í minna mæli útvarpsins) á islenzka þjóðmenningu. Auðvelt er að halda því fram, að hann og skoðanabræður hans geri ol' mikið úr málinu, jafnvel allt of mikið, en erfiðara er að halda því fram, að Sigurður hafi ekkert til síns máls. Ef gengið er nú út frá, að hann hafi nokk- uð til síns máls, hvernig skal þá með fara? Ekki er liægt að neita því, að þjóðin er mjög klofin i afstöð- unni til varnarliðsins. Þeir, sem vilja eða þora að láta það hverfa úr landi sem fyrst, eru áreiðanlega í miklum minni- hluta, en sá minnihluti er æði hávær, og einn helsti aflgjafi hans er einmitt andstaðan gegn Keflavíkursjónvarpinu. Nú er djúpstæður klofningur þjóða alltaf erfiður og stundum hættu- legur. Til þess að draga úr honum og til þess að koma til móts við minnihlutann mætti deyfa eða loka þessu sjónvarpi. Meiri- hlutinn er sennilega ekki tilbúinn að gera þetta fyrir hinn há- væra minnihluta og skirskotar til frelsisins að mega njóta allra tiltækra fjölmiðla. En þá er spurningin, hvort ekki væri samt skynsamlegt að draga úr sjónvarpinu. Allir þeir, sem lita raunsæjum augum á málin, hljóta að 73

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.