Ný saga - 01.01.1996, Page 66

Ný saga - 01.01.1996, Page 66
Pétur Pétursson Það vekur undr- un að Hendrik Ottósson skuli staðhæfa í fjölda greina og frá- sagna að hann hafi átt frum- kvæði að fyrstu kröfugöngunni en þegja um for- göngu Ólafs og annarra, sem kvöddu sér hljóðs og mæltu með því nýmæli Erlendur Erlendsson fundarstjóri lagði fram tillögu um að félagið tæki öflugan þátt í göng- unni. Þá tók til máls Guðjón Jónsson verka- maður úr Pólunum. Benti hann á að skemmtiför Dagsbrúnar í fyrra hefði orðið til að vekja þetta mál. Hann lagði áherslu á, að verkalýðsfélögin ættu að halda á ári hverju einn dag helgan eins og nú væri siður í öðrum löndum. Jón Bjarnason járnsmiður var á sömu skoðun og minntist um leið á samskot til „Hornaflokksins“ sem félagið þyrfti að eiga. Erlendur Erlendsson sagði að 1. maí væri nú almennt orðinn helgidagur verka- manna; einu sinni á ári þyrfti almenningur að sýna sig atvinnurekendum. Undir þessa fundargerð rita: Rósinkrans Á. ívarsson, sem var ritari fundarins og Hendrik J. S. Ottósson, í forföllum formanns. Pað vekur athygli að Hendriks er ekki getið í hópi ræðumanna á þessum fundi. Var hann þó vanur að taka til máls á flestum fundum sem hann sat. Guðjón Jónsson verkamaður, síðar fisksali, var áhugamaður um verkalýðs- mál. Hann kom víða við sögu í störfum stétt- arfélaga og var einn lielsti hvatamaður að smíði Bárunnar, samkomuhúss við Tjörnina. Hann sat lengi í stjórn samnefnds félags sjó- manna og var formaður þess í þrjú ár. Síðar tók Guðjón öflugan þátt í starfi Dagsbrúnar. Par gekkst hann fyrir stofnun karlakórs. Guðjón var kvæntur Málhildi Þórðardóttur frá Ormskoti í Fljótshlíð. Bróðir hennar, Jón, var nefndur Hlíðarskáld. Hann kvað mörg ljóð er hann tileinkaði félögum verkalýðs og jafnaðarmanna. Málhildur var ein margra verkakvenna, sem vann ásamt öðrum félög- um verkalýðsfélaga í grunni Alþýðuhússins. Hennar er getið ásamt börnum þeirra Guð- jóns í skrám um dagsverkagjafir. Kosið í kröfugöngunefnd Á fundi í Verkakvennafélaginu Framsókn, sem haldinn var 23. apríl 1923, var rætt um 1. maí. Jóhanna Egilsdóttir hreyfði því máli. Á fundum verkakvenna er oft getið gesta úr öðrum verkalýðsfélögum, sem ávarpa fund- arkonur. Þar komu einkum við sögu félagar í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. Felix Guð- mundsson var gestur fundarins að þessu sinni. Hann átti sæti í undirbúningsnefnd fyr- irhugaðrar kröfugöngu og ávarpaði fundinn. Rakti hann sögu 1. maí í öðrum löndum og talaði mjög ítarlega um málið frá öllum hlið- um og um rauða fánann og afstöðu hans í flokknum. Rauði fáninn er fáni flokksins, sem öll félögin eiga að ganga undir, því að hann er alheimsfáni allra jafnaðar- og verkamanna út um allan heim. Þá fjallaði Sigríður Ólafsdóttir ofurlítið um hug fólks til 1. maí í útlöndum, hvernig það kepptist við að útbreiða gildi 1. maí og hvað sá dagur hefði mikla þýðingu fyrir alþýðu- hreyfinguna. Samþykkt var að skipa þrjár konur til undirbúnings við 1. maí, þær Guð- rúnu Sigurðardóttur, Þjóðbjörgu Jónsdóttur og Guðrúnu Runólfsdóttur.5 Jónína Jónatans- dóttir formaður félagsins og Jóhanna Egils- dóttir fóru á stakkstæðin „að agitera fyrir því að konur tækju þátt í 1. maí kröfugöngunni. Það var kastað í þær skít og grjóti og ókvæð- isorðin flugu,“ sagði Margrét Ottósdóttir í viðtali við blaðamann Þjóðviljans/’ Það vekur furðu að gögn, fundargerðir og bréf, sem geyma það sem skrásett hefir verið um tildrög kröfugöngunnar, tillögur og sam- þykktir, nefndaskipan og tilhögun, skuli hafa rykfallið í vörslu félaga og einstaklinga, án þess að starfsmenn hirtu um að sækja þangað vitneskju. Með tómlæti hefir það viðgengist að þeir sem aldrei fluttu neina tillögu um þessa kröfugöngu hafi sæmt sig þeim lieiðri að hafa fyrstir manna gengist fyrir uppá- stungu og knúið fram samþykki. Þá hefir það toi"veldað mjög könnun og rannsókn að gögn þau, skjöl og ljósmyndir, sem höfð voru á sögusýningu Menningar- og fræðslusambands alþýðu er 50 ár voru liðin frá göngunni, 1. maí 1973, hafa eigi fundist þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Hvar eru gögnin? Það vekur undrun að Hendrik Ottósson skuli staðhæfa í fjölda greina og frásagna að hann hafi átt frumkvæði að fyrstu kröfugöngunni en þegja um forgöngu Ólafs og annarra, sem kvöddu sér hljóðs og mæltu með því nýmæli. Hendrik segir í bók sinni Vegamót og vopnagnýr frá fundi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna: „Ein- staka fulltrúar voru hræddir við tilllöguna. Töldu hana grímuklæddan kommúnisma fyrst ég flutti hana.“7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.