Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 11
AFMÆLI söfnun íslandskorta fyrir um það bil 30 árum. Islands er getið á landakortum allt frá því um árið 1000 e. Kr., en lögun þess er í litlu samræmi við raun- veruleikann fyrr en kort Guðbrands biskups Þorláksson- ar kemur til. Það birtist fyrst í hinu fræga kortasafni Abrahams Orteliusar, Theatrium orbis terrarum, árið 1590. Fimm árum síðar birtist kortið í nokkuð breyttri gerð í kortasafni Gerhards Mercators, eða árið 1595. Kjartan Gunnarsson, sem hér er viðsladdur, hefur safnað þessum kortum víða erlendis, einkum í London, París og Kaupmannahöfn. Kjartan gerðist snemma fé- lagsmaður í alþjóðlegum samtökum kortasafnara, „International Map Collector Society“, sem stofnuð voru í London seint á 8. áratugnum, og hefur setið í stjórn þeirra. Gjöfin styrkir vonandi það markmið að koma upp sér- stakri kortadeild í þjóðdeild Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafni. Þessi fágætu og gömlu Islandskort gegna ennfremur því mikilvæga hlutverki að auðvelda fræðimönnum rannsóknir á sögu landsins, landa- og náttúrufræði þess og tengslum Islands við aðrar þjóðir. Haraldur Sigurðsson, fyri-verandi bókavörður og höf- undur hins stórmerka rits, „Kortasögu íslands", segir eft- irfarandi í fylgiritinu „Kortasafn Háskóla íslands", sem kom út með Arbók Háskóla íslands 1979-1980: „Sam- anburður Islandskorta frá ýmsum tímum sýnir okkur lít- inn þátt í viðleitni mannsins að átta sig á umhverfi sínu og þoka sér áleiðis frá fjarstæðukenndum hugmyndum til vaxandi raunsæis og traustara yfirlits." Þetta eru orð að sönnu og augljóst að sá mikli menn- ingarfjársjóður, bækur, blöð, tímarit og landakort, sem hér eru í þessari stofnun og aðgengileg fyrir alla, kennir þjóðinni að virða sjálfa sig og trúa á sjálfa sig og framtíð sína. Eg vil hér með fyrir hönd þeirra 170 sveitarfélaga, sem eru í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, biðja Einar Sig- urðsson, yfirbókavörð Landsbókasafns Islands - Há- skólabókasafns, að veita þessari gjöf viðtöku og láta í ljós þá von stjómar sambandsins, fyrir hönd sveitarfélag- anna í landinu, að þessi gjöf styrki þann grunn sem safn- ið starfar á og geri það hæfara til að rækja í senn skyldur sínar við fortíð, nútíð og framtíð.“ Fyrrverandi formenn heiðraðir Heiöursmerki sambandsins afhent í lokahófi fulltrúaráösfundarins 10. júní. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, Jón G. Tómasson og kona hans, Sigurlaug Jó- hannesdóttir hjúkrunarfræöingur, og hjónin Sigríður Gyöa Siguröardóttir myndlistarmaöur og Sigurgeir Sigurösson. Ljósm. Kristján Logason. Á fimmtíu ára afmæli sam- bandsins voru þrír fyrrverandi formenn sambandsins heiðraðir með merki sambandsins sem slegið hefur verið úr gylltum málmi. Tveir þeirra, Jón G. Tómas- son, fv. borgarritari og nú ríkis- lögmaður, og Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri Seltjamar- nesbæjar, voru í kvöldverðar- hófi, sem haldið var að loknuni 51. fundi fullrúaráðsins, og voru þeim þá afhent gullmerki því til staðfestingar. Hinn þriðji, Bjöm Friðfinnsson, fékk afhent slíkt merki er hann kom til landsins nokkru eftir afmælið. Jón G. Tómasson var for- maður sambandsins kjörtímbil- ið 1978-1982, Bjöm Friðfinns- son árin 1982-1987 og Sigur- geir Sigurðsson árin 1987-1990. Jón G. Tómasson hafði áður en hann varð formaður verið varafulltrúi í stjóm sambandsins árin 1967-1978 og síðan á ný árin 1982-1990 og loks átti hann sæti sem aðalmaður í stjórninni á síðasta kjörtímabili, árin 1990-1994. Sigurgeir átti sæti í stjóminni sem aðalmaður frá árinu 1978 til ársins 1990 og var varaformaður 1983-1987. 1 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.