Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 35
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ L A G A Fræðsluskrifstofur sveitarfélaga: Réttur nemenda, foreldra og kennara Rúnar Sigþórsson, aðstoðarskólastjóri við Hafralœkjarskóla Þegar þetta er skrifað er rétt ár þangað til sveitarfélögin taka að fullu við rekstri grunnskólanna. Ein af þeim meginbreyting- um sem þá verða er að hinar ríkisreknu fræðsluskrifstofur verða lagðar niður en sveitarfélögum falið að taka við verkefnum þeirra. Þótt sitthvað megi að því finna hvernig ríkið hefur staðið að rekstri fræðsluskrifstofanna eru þær engu að síður einn veigamesti hlekkurinn í þeirri keðju sem nú myndar stoðkerfi grunnskólans. Það er því afar áríðandi að vel takist til um þessa breytingu. Hvernig til tekst varðar fyrst og fremst framtíðarhagsmuni þeirra hópa sem mynda þá þjóðfélagsstofnun sem við köllum skóla: nemenda, foreldra og kennara. Við þá endurskipulagn- ingu sem nú stendur yfir er þess vegna mikilvægt að hafa tvær spumingar að leiðarljósi: Hverjar eru þaifir skólanna fyrir utanaðkomandi stuðning og þjónustu og hvernig er liœgt að hyggja upp öfluga þjónustu sem uppfyllir þessar þaifir? Þessari grein er ætlað að vera innlegg í svarið við fyrri spurningunni. Eg mun ekki reyna að svara þeirri seinni að neinu marki hér enda væri það efni í aðra grein. Mikilvægi fræðsluskrifstofa Flest skólakerfi hafa einhvers konar millistig milli rík- isins, sem fer með yfirstjóm menntamála, og þeirra sem fara með stjóm skólanna sjálfra á vettvangi. Hlutverk þessa millistigs er yfirleitt í aðalatriðum þríþætt: Stjóm- sýsla af ýmsu tagi, faglegur stuðningur við skólahald - þar með talin hlutdeild í endurmenntun kennara - og mat á skólastarfi. Fræðsluskrifstofur em því langt frá því að vera séríslenskt fyrirbæri. Hlutverk þeirra hér á landi hefur þó fyrst og fremst einkennst af tveimur fyrr- greindu þáttunum því að um eiginlegt mat á faglegu starfi skóla hefur ekki verið að ræða af þeirra hálfu. Síðasta áratuginn eða svo hafa verið gerðar róttækar breytingar á skólakerfum flestra vestrænna þjóða. í flestum löndum hafa þessar breytingar einkennst af nokkuð mótsagnakenndri blöndu af vald- dreifingu og miðstýringu. Miðstýringin hef- ur falist í því að ríkisstjómir hafa hert tök sín á námsskrám skólanna og aukið hlut samræmdra prófa. Valddreifingin hefur fal- ist í því að færa fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólanna og framkvæmd námsskrár- innar til einstakra skóla. Hvort tveggja hef- ur dregið úr hlutverki fræðsluskrifstofanna. Við hina fjárhagslegu valddreifingu gufar stjómsýsluhlutverk þeirra upp af sjálfu sér en um leið dregur gjarnan úr umsvifum þeirra og getu til að veita skólum þann fag- lega stuðning sem þeir þurfa. Fræðimenn sem rannsaka og fjalla um skólaþróun em langt frá því að vera hrifnir af þessari þróun mála. Þeir skilgreina skólaþróun sem sérstaka aðferð við breytingar í skólum. Markmið skólaþróunar er tvíþætt: Að leiða til betri árangurs, í víðum skilningi, af skólagöngu nemenda jafnframt því að styrkja innviði skólanna sem stofnana og gera þá hæfari til að takast á við breytingar og um- bætur. Að mati fræðimanna verður umbótum í skóla- starfi seint komið á með lagasetningu og tilskipunum ofan frá í stjórnkerfinu á borð við ríkisnámsskrár og samræmd próf. Skólum verður aðeins breytt innan frá með því að koma þar á stjómunarháttum sem skapa að- stæður fyrir umbætur í skólastarfi þar sem fagleg þróun kennara og heildarþróun skólans fara saman og styðja hvor aðra. Eitt af gmndvallaratriðunum í þessum hugmyndum er að þó svo að hver einstakur skóli sé vettvangur þess um- bótastarfs sem þar fer fram þá er ekki hægt að líta á hann sem eyland sem er sjálfu sér nægt. Utanaðkomandi ráð- gjöf og aðstoð, sem sniðin er að þörfum hvers einstaks skóla, er afar mikilvæg og getur ráðið úrslitum um gæði og árangur skólastarfs. Víða erlendis, t.d. í Bretlandi, fer hluti af fjárveitingu skólanna í að kaupa slíka þjónustu, ýmist af háskólastofnunum eða einkareknum ráðgjafar- fyrirtækjum. A Islandi sýnist mér að slíku geti aldrei orðið til að dreifa, einfaldlega vegna smæðar þjóðfélags- 1 6 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.