Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 14
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR 51. fundur fulltrúaráðs sambandsins á Hótel Sögu í Reykjavík 10. júní 1995 Fulltrúaráð sambandsins hélt 51. fund sinn á Hótel Sögu í Reykjavík laugardaginn 10. júní sl. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, setti fundinn og bauð velkomna fulltrúa og gesti. Sér- staklega bauð hann velkominn til starfa nýjan félags- málaráðherra, Pál Pétursson, og vonaðist eftir að sam- starf ráðherra og sambandsins yrði sem best. Þá minnti hann á 50 ára afmæli sambandsins og hátíðarsamkomu í tilefni þess 11. júní. Ávarp forseta borgarstjórnar Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykja- víkur, bauð þingfulltrúa velkomna til Reykjavíkur og ræddi síðan stöðu borgarinnar sem höfuðborgar, sem hún kvað oft hafa verið umdeilda. „Oft hefur verið talað um Reykjavík sem afætu á landinu," sagði hún. „Það er vissulega rangt að því leyti að Reykvíkingar almennt hafa ekki setið við betri hlut á öllum sviðum en aðrir landsmenn. Þvert á móti eru hér vandamál sem aðrir eru blessunarlega lausir við eða þekkja að minnsta kosti í minna mæli en við. En það er að minnsta kosti alveg áreiðanlegt að Reykvíkingar vilja eiga sanna samleið með öllum öðrum landsmönnum; þess vegna er okkur Reykvíkingum illa við þá tilhneigingu sem allt of oft verður vart við að reynt sé að reka fleyg milli okkar og annarra landsmanna. Við viljum þvert á móti skapa sátt um höfuðborgina og framtíðarþróun hennar.“ Guðrún ræddi um samstarf sveitarfélaganna um sam- bandið í fimmtíu ár og kvað það samstarf hafa byggst á sameiginlegri andstöðu við ríkið. Nauðsynlegt væri að skapa samstöðu um faglegar samskiptareglur til þess að komast hjá langvarandi deilum eins og um lögregluskatt og framlög til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Forsenda þess væri meðal annars aukið jafnræði sveitarfélaganna og aukið jafnræði ntilli rfkis og sveitarfélaganna og for- senda þess sé aftur sanngjöm samvinna ríkisins og sveit- arfélaganna. Það kvað hún einnig forsendu þess að sam- bandið entist í önnur fimmtíu ár um leið og hún óskaði sambandinu til hamingju með fimmtíu ára afmælið. Ávarp félagsmálaráóherra Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, flutti ávarp. Oskaði hann sambandinu til hamingju vegna 50 ára af- mælisins. Kvaðst hann leggja áherslu á að eiga gott sam- starf við sambandið. Gerði hann grein fyrir helstu sam- skiptaverkefnum ráðuneytisins og sveitarfélaganna. Helstu samskiptaverkefnin nú um stundir kvað hann vera á sviði húsnæðismála. Nefndi hann þar til félags- lega húsnæðiskerfið, húsaleigubætur og greiðsluvanda heimilanna vegna íbúðakaupa. Kvaðst hann hafa skipað nefnd til að semja frumvarp til laga um aðstoð við fólk í greiðsluerfiðleikum. Þá kvað hann nauðsynlegt að hús- bréf yrðu til lengri tíma en nú og með breytilegan láns- tíma, s.s. 15—40 ár. Ennfremur kvað hann nauðsynlegt að hækka lán úr 65 í 70% af kaupverði til kaupa á fyrstu íbúð og að veita lán til endurbóta og viðhalds íbúðarhús- næðis til 15 ára. Þá ræddi félagsmálaráðherra atvinnuleysi og greiðslur atvinnuleysisbóta, jafnréttismál og vinnu þá sem nú er hafin að starfsmati og um reynslusveitarfélög. Kvað hann verkefnið geta hafist um nk. áramót, eins og gert er ráð fyrir í lögum. Loks kvað Páll nauðsynlegt að endurskoða tekju- stofnalög og reglugerðina um jöfnunarsjóð, lög um gatnagerðargjöld, lög um vatnsveitur svo og sveitar- stjómarlögin. Mál þessi kvaðst hann leggja fyrir sam- ráðsnefnd sambandsins og ríkisstjómarinnar samkvæmt samstarfssáttmála þeint sem í gildi er sem hann kvað mikilvægan. Að endingu óskaði félagsmálaráðherra þess að gagn- kvæmt traust og gagnkvæmur trúnaður ríkti á milli ráðu- neytis og sveitarstjóma og ítrekaði heillaóskir sínar í til- efni af 50 ára afmæli sambandsins 11. júní. Fundarstjórar og fundarritarar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, var kosinn fundarstjóri og með honum þær Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjómar, og Sigrún Magnús- dóttir, formaður borgarráðs. Sigríður Jensdóttir, forseti bæjarstjómar Selfossbæjar, var kosin ritari og henni til aðstoðar settur Unnar Stef- ánsson. Skýrsla um starfsemi sambandsins Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flutti skýrslu um starfsemi sambandsins frá landsþinginu 1 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.