Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 40
MÁLEFNI ALDRAÐRA Öldnmarþjónustan sé á einni hendi Rannveig Guðmundsdóttir, fv. félagsmálaráðherra Ávarp á ráðstefnunni um öldrunarþjónustu - rekstur og gæði - 17. mars Fundarstjóri, góðir ráðstefnugestir! Nútímasamfélagið einkennist af sérhæf- ingu. Við höfum sérhæfðar stofnanir fyrir böm, fyrir fatlaða, fyrir aldraða og sjúka. A þessum stofnunum starfa sérfræðingar hver á sínu sviði. Sérhæfingunni ber að fagna þar sem hún á við. En í þessum dansi sérhæfingarinnar virðumst við stundum gleyma því að öldrunin er eðli- legur þáttur í lífi hvers manns á sama hátt og bemskan og æskan em eðlilegur hluti af æviskeiðinu. Fyrir hartnær 40 ámm var fjöldi 60 ára og eldri í öllum heiminum u.þ.b. 200 milljónir manna. Nú hefur sá fjöldi meira en tvöfaldast og telur um 500 milljónir. Reiknað er með því að þessi tala verði 1.200 milljónir árið 2025, eða eftir 30 ár. Af þessum tölum má ráða hversu gífurlegar breytingar eiga sér nú stað á ald- urssamsetningu íbúafjöldans í heiminum. Fjöldi þeirra, sem stundum eru kallaðir háaldraðir, þ.e.a.s. þeir sem eru eldri en 80 ára, hefur tekið álíka breytingum. Fjöldi háaldraðra mun meira en tífaldast á 75 ámm, það er frá 1950, þegar þeir vom um 13 millj- ónir, til ársins 2025 þegar reiknað er með að þeir verði orðnir 137 milljónir. Þetta em ótrúlegar tölur. Hvernig skyldi þessi þróun vera hérlendis? ísland byggir tiltölulega ung þjóð. Lengst af hefur fæðingar- tíðni verið nokkuð há og hlutfall aldraðra af íbúafjölda lágt í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Þetta hefur verið að breytast. Hlutfall 65 ára og eldri af íbúafjölda hefur því vaxið hratt hérlendis á síðustu árum og mun gera það áfram. Nú eru um 10,5% Islendinga 65 ára og eldri, sem er mun lægra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt mannfjöldaspá fyrir fsland er gert ráð fyrir að hlutfallslegur fjöldi 65 ára íslendinga muni aukast um meira en helming á næstu 30 ámm, eða úr 10,7% í 16,5%. Þessar fyrirsjáanlegu breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar munu hafa gífurlegar breytingar í för með sér, eins og gefur að skilja. Og ef við eigum að geta mætt þeim breytingum með viðunandi hætti þannig að öllum öldmðum verði tryggð sómasamleg lífsgæði verðum við að bregðast við nú þegar. Vandi lífeyrissjóóanna Ein alvarlegasta afleiðing þessarar þró- unar sem við blasir er að lífeyrissjóðimir geta hæglega lent í greiðsluþrotum ef ekki er við bmgðist. Fortíðarvandi lífeyrissjóð- anna er í mörgum tilvikum afar mikill þótt enginn viti með vissu hver hann nákvæm- lega er. Þó er víst að hann hleypur á millj- örðum eða jafnvel milljarðatugum í lífeyr- issjóðskerfinu í heild enda þótt afkomuhorfur einstakra sjóða séu vissulega mismunandi. Skýring á þessum vanda er tvíþætt. í fyrsta lagi vom raunvextir á útlánum lífeyrissjóðanna, einkum til sjóðfélaga, stórlega nei- kvæðir fram á níunda áratuginn. Þetta hefur breyst vem- lega undanfarin ár vegna hárrar ávöxtunar, sem leitt hef- ur til þess að margir lífeyrissjóðir hafa náð að vinna sig að mestu út úr þessum vanda, t.d. SAL-sjóðimir. Ljóst er að þessi háa ávöxtun stenst þó ekki til lengdar. í öðm lagi em lífeyrisloforð margra sjóða mun meiri heldur en iðgjöldin geta staðið undir við eðlilega ávöxtun. Ljóst má vera að þessar aðstæður kalla á gjörbreytingu á lífeyrissjóðskerfi landsmanna. Eins og kunnugt er, hef- ur komið fram veruleg andstaða við hugmyndina um einn sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, sem er engu að síður takmark sem skynsamlegt er að setja sér. Afangi að því markmiði er að fækka lífeyris- sjóðum og stækka þá og gera þá þannig öflugri svo þeir geti betur axlað þá miklu ábyrgð sem við blasir í náinni framtíð. Heimaþjónusta eða stofnanaþjónusta? Hin breytta aldursskipting mun knýja á um fleiri breytingar en á lífeyrissjóðskerfinu. Hér á ég við það op- inbera verferðarkerfi í félags -, heilbrigðis- og trygging- armálum senr við nú þekkjum. Sú skipan sem við búum við í þeim efnum mun ekki halda í framtíðinni, viljum við standa vörð um þann vaxandi hóp aldraðra sem mega 1 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.