Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 59
UMHVERFISMÁL un um þau tæki sem endanlega verða notuð við urðunina. Aógangur aö svæöinu Á urðunarsvæðið koma einungis þeir sem eru og verða í föstum við- skiptum við Sorpstöð Suðurlands. Um er að ræða þau fyrirtæki sem annast sorphirðu fyrir sveitarfélögin samkvæmt beinum samningum við þau og er Sorphirðan á Selfossi urn- fangsmest í þeim rekstri. Einnig munu t.d. Sláturfélag Suðurlands, Höfn-Þríhyrningur hf., Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Ámesinga áfram verða í beinum viðskiptum við stöðina. Um hliðið inn á svæðið er einungis unnt að komast með ákveðnu lykilkorti. Við urðunarsvæðið verður sett tæplega 8 metra löng bílvog og verður allt sorp sem inn á svæðið fer vegið og þyngd þess tölvuskráð. Gert er ráð fyrir að núverandi gjald- skrá verði síðan breytt um næstu áramót þannig að hún taki til þess magns sem þangað kemur en nú greiða viðskiptamenn fast verð fyrir gáma og aðildarsveitarfélögin greiða samkvæmt ákveðnum regl- um um íbúafjölda og fjölda sorp- poka við heimilin. Flest sveitarfé- lögin afla tekna til greiðslu hluta þessa kostnaðar með álagningu sorpgjalds á húseigendur og fyrir- tæki innan sinna marka. Ailt sorp óbaggaó Allt sorp sem á svæðið kemur er urðað óbaggað. Á það mega ekki koma spilliefni né brotamálmar né heldur garðaúrgangur og jarðefni. Sveitarfélögin á Suðurlandi, utan þeirra sex í Rangárþingi sem nú þegar hafa gámamál sín í lagi, eru um þessar mundir að endurskipu- leggja gámasvæði og móttökusvæði fyrir brotamálma, spilliefni, garða- úrgang og jarðefni. Urðunarsvæðinu við Selfoss verður nú breytt í mót- tökustöð fyrir slíkan úrgang. Sorp- stöðin og viðkomandi sveitarfélög munu á næstunni standa að kynn- ingarstarfi um meðferð sorps og treysta á að almenningur fari eftir settum reglum hvað varðar losun sorps og annarra efna á gámasvæð- um. Ekki er enn sem komið er fyrir- hugað að standa að mannfrekum rekstri móttöku- og gámasvæða. Ekki mengun Frá urðunarsvæðinu er ekki gert ráð fyrir mengun gagnvart umhverf- inu. Með miklum botnþéttingum og dren- og fráveitulögnum verður höfð stjóm á sigvatninu frá urðunar- reinunum. Fer það í gegnum fjögur þrep hreinsunar áður en það er leitt í Ölfusá, sem er góður viðtaki sem vatnsmesta á landsins. Svæðið er vel girt og verður trjágróður um- hverfis það allt. Sérstakar fokgirð- ingar verða færðar til á svæðinu eft- ir þörfum og hreinsaðar reglulega. Sjónmengun frá staðnum fyrir íbúa í grennd svæðisins verður nær engin þar sem lega þess er mjög hagstæð með tilliti til næsta nágrennis. Einnig er urðun hagkvæm á svæð- inu þar sem nægt þekju- og urðun- arefni er að finna á því eða næsta nágrenni þess. Einn starfsmaöur Á urðunarsvæðinu mun fyrst um sinn einungis starfa einn maður, Amar Ámason, sem starfað hefur á urðunarsvæðinu við Selfoss frá ár- inu 1981. Er honum upp á lagt að framfylgja ströngum skilyrðum starfsleyfisins um rekstur svæðisins. „Mun félagið ásamt Arnari leggja metnað sinn í að starfrækja fyrir- myndarsvæði þar sem umhverfis-, gróður- og fegrunarsjónarmið verða í hávegum höfð,“ sagði Karl Björnsson. „Þessu svæði verður skilað í góðu ástandi þegar þar að kemur. Hver veit nema einhver okk- ar sem hér erum stödd í dag verði viðstödd opnun fyrsta mótsins á golfvellinum við Kirkjuferjuhjá- leigu eftir svona 30 ár ef menn kjósa að nýta svæðið á þann hátt þegar þar að kemur. Eg er viss um að aðstæður til slíkrar notkunar verða þá fyrir hendi hér.“ Stjórn Sorpstöövarinnar I stjóm Sorpstöðvar Suðurlands auk Karls Björnssonar eru Guð- mundur Hermannsson, sveitarstjóri í Ölfushreppi, og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rang- árvallahreppi. Framkvæmdastjóri hennar er Þor- varður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Frásögn þessi er byggð á ávarpi Karls Björnssonar, bæjarstjóra á Selfossi og formanns stjómar Sorp- stöðvar Suðurlands, við opnunarat- höfn stöðvarinnar 8. júní sl. Skilagjald á spilliefni verdi tekið upp / vígslurœðu sinni við opnun urðunarsvæðisins við Kirkjuferju- hjáleigu sagði Karl Björnsson m.a.: „Eg vil hvetja umhverfisráð- lierra og þingmenn til að beita sér fyrir upptöku skilagjalds á ýmis spilliefni, s.s. rafgeyma og bílgarma, til að auðvelda söfnun þeirra og virka þannig sem hvati til fólks að skila þeim á rétta staði. Pað eru einmitt spilliefnin sem við viljum ekki fá á urðunar- svœðin hér á landi. Frekari jlokk- un sorps og endurnýting hluta þess er margþœtt þróunarverkefni sem háð er kostnaði og tekju- möguleikum þess er slíkt stundar. Allar líkur eru þó á því að sorp- magn semfer til urðunar minnki í framtíðinni vegna aukinnar flokk- unar og endurnýtingar þess. “ 1 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.