Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 49
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM kjördæma landsins. Til að undirbúa þennan verkefnaflutning verði þegar hafist handa við stofnun skrifstofa heilbrigðismála í kjördæmunum og stöður héraðslækna efldar. Þá var talið rétt að leita nauðsyn- legra lagabreytinga um að a.m.k. tveir fulltrúar af fimm í stjóm Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað verði kjömir á aðalfundi SSA. Síðan voru ítrekaðar fyrri álykt- anir aðalfunda SSA um að tryggt verði að allir landsmenn búi við sambærilega heilbrigðisþjónustu. Þar hafði verið lýst hvernig því markmiði megi ná á Austurlandi, m.a. með því að efla sjálfsforræði heimamanna við stjómun og mótun heilbrigðisþjónustunnar í fjórðungn- um. Samgöngumál í samgöngumálum voru gerðar ályktanir um hagkvæmniathugun á vegi yfir Öxi, um uppbyggingu þjóðvegarins frá Lagarfljóti að Jök- ulsá á Dal og um lagningu bundins slitlags á nýbyggðan veg út Vopna- fjarðarströnd að Hellisheiði. Því var beint til Vegagerðar rflds- ins að hún beiti sér fyrir því að gefnar verði út skýrar reglur sem geri sveitarstjórnum kleift að stemma stigu við hraðakstri á þjóð- vegum í þéttbýli. Skorað var á hagsmunaaðila í verslun og samgöngum að komið verði á samræmdu skipulagi vöru- flutninga milli staða á Austurlandi. Félagslega húsnæöiskerf- ió í ályktun um félagslega húsnæð- iskerfið er stjóm SSA falið að gera úttekt á stöðu austfirskra sveitarfé- laga í félagslega húsnæðiskerfinu. Jafnframt er þess óskað að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir endurskoðun á félags- lega húsnæðiskerfmu með áherslu á þrjú atriði, að skilvirkni félagslega húsnæðiskerfisins verði bætt, að sjálfstæði sveitarfélaganna innan kerfisins verið aukið og að Sam- band íslenskra sveitarfélaga fái Albert Eymundsson formaður. a.m.k. þrjá menn í stjóm Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Fræðslustarfsemi Bruna- málastofnunar í ályktun um fræðslustarfsemi Brunamálastofnunar ríkisins var skorað á félagsmálaráðherra að standa vörð um og efla þá fræðslu sem Brunamálastofnun ríkisins hef- ur staðið fyrir til að viðhalda og auka þekkingu slökkviliðsmanna á landsbyggðinni. Á aðalfundinum vom afgreiddar samþykktir SSA og fundarsköp. Stjórn SSA í stjóm SSA til eins árs vom kjör- in Aðalbjörn Björnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, Einar Rafn Haraldsson, bæjarfulltrúi í Egils- staðabæ, Sigurður Jónsson, bæjar- fulltrúi á Seyðisftrði, Þorvaldur Að- alsteinsson, oddviti Reyðarfjarðar- hrepps, Magnús Jóhannsson, bæjar- fulltrúi í Neskaupstað, Lars Gunn- arsson, oddviti Búðahrepps, Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpa- vogshrepps, Albert Eymundsson, formaður bæjarráðs Hornafjarðar, og Ólafur Sigurðsson, hreppsnefnd- armaður í Hofshreppi. Albert Eymundsson var kosinn formaður SSA. Einnig voru kjörnir tveir endur- skoðendur SSA, fimm manna stjóm Safnastofnunar Austurlands (SAL), fimm manna orku- og stóriðjunefnd SSA, átta fulltrúar í samgöngu- nefnd, fjórir á ársfund Landsvirkj- unar, tveir í stjórn Gjaldheimtu Austurlands, einn í stjórn Ferða- málasamtaka Austurlands og einn í rekstrarstjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlandssvæðis. I hófi sem haldið var í lok aðal- fundarins voru heiðurgestir hjónin Guðríður Guðmundsdóttir, fyrrv. oddviti Skeggjastaðahrepps og skólastjórí, og séra Sigmar I. Torfa- son, fyrrv. oddviti og prófastur. ATVINNUMÁL Elsa Guðmundsdóttir at- vinnuráðgjafí Vestfjarða Elsa Guð- mundsdóttir hef- Hj ur verið ráðin at- Íífc v>nnuráðgjafi H Vesifjarða og hóf hún störf hinn J 17. júlf sl. Elsa er fædd í Kópavogi 25. september 1956. For- eldrar hennar eru Jóhanna M. Guð- jónsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðmundur Pétursson vélstjóri frá Skjaldabjarnarvík á Ströndum en hann lést árið 1959. Elsa bjó um tíma á Norðurlönd- um og síðar í New York þar sem hún tók próf í hagfræði frá Hunter College í City University of New York. í New York starfaði hún sem tölvu- og rekstrarráðgjafi þar til hún fluttist aftur til íslands árið 1991. Elsa starfaði sem framkvæmdastjóri Kramhússins í Reykjavfk áður en hún tók til starfa sem verkefnisstjóri Snerpu sem er átaksverkefni í at- vinnumálum kvenna á Vestfjörðum. Verkefnið var til tveggja ára og lauk því hinn 15. júlí í ár. 1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.