Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 62
LAUNAMAL Eigum viö þá aö fallast á þetta tll samkomulags? Samningar á lokastigi 13. mai sl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri i Garöabæ, og Gunnar Rafn Sigur- björnsson, bæjarritari í Hafnarfiröi, úr stjórn Launanefndar sveitarfélaga, og Lúövik Hjalti Jónsson, starfsmaöur Launa- nefndarinnar. Unnar Stefánsson tók myndirnar sem birtast meö frásögninni. í júnímánuði var gengið frá kjarasamningi við Félag íslenskra leikskólakennara. Samningurinn er hliðstæður samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins við félagið og var samið um sömu launatöflu og röðun í launaflokka og í þeim samningi. Samningar launanefndar og Reykjavíkurborgar við félagið eru nú mjög svipaðir en talsverður munur var á þessum samningum fyrir nokkrum árum þegar aðilar gerðu samanburð á þeim. Ennfremur hefur launanefnd samið við Alþýðusam- band Suðurlands vegna ófaglærðs starfsfólks á dvalar- heimilum á Suðurlandi, Verkalýðsfélagið Árvakur vegna ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði og Landssamband slökkviliðsmanna. Nokkrum samningum er ólokið, þar á meðal samning- um við Félag tónlistarskólakennara og verkalýðsfélög á Vestfjörðum. Launanefnd hefur nú borist umboð frá sveitarfélögunum til að semja við Félag tæknifræðinga en viðræður við félagið eru elcki hafnar. Allir samningar launanefndar, sem gerðir hafa verið að undanfömu, gilda til ársloka 1996. UMHVERFISMÁL Samráðsnefnd um skógrækt Á fulltrúafundi skógræktarfélag- anna 22. apríl sl. flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson erindi í tilefni af skóg- ræktardegi á Náttúruvemdarári Evr- ópu þann 12. ágúst. í erindi sínu fjallaði Vilhjálmur um mikilvægi þess að auka samstarf sveitarfélaga og skógræktarfélaga og lagði fram tilteknar hugmyndir þar um. I fram- haldi af fundinum skrifaði Skóg- ræktarfélag Islands sambandinu hinn 11. maí þar sem lagt er til að komið verði á laggimar sameigin- legri nefnd beggja aðila til þess að fjalla um samvinnu sveitarfélaga og skógræktarfélaga. Lagt var til að nefndin skilaði tillögum fyrir aðal- fund Skógræktarfélagsins, sem haldinn verður á Egilsstöðum 1.-3. september nk. Stjórn sambandsins hefur tekið undir þessar hugmyndir og tilnefnt í slíka samráðsnefnd um skógrækt þau Magnús Gunnarsson, bæjarfull- trúa í Hafnarfirði, og Sigríði Jens- dóttur, forseta bæjarstjórnar á Sel- fossi. Af hálfu Skógræktarfélags Is- lands hafa verið tilnefndir þeir Björn Ámason, fv. bæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði, sem á sæti í stjórn Skógræktarfélags íslands, Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga, og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands. I tillögu Skógræktarfélags Islands um æskileg umfjöllunaratriði í slíkri samráðsnefnd eru tilgreind fimm at- riði: 1) Skipulag og áætlanagerð. Með áætlanagerð sem unnin er í sam- ræmi við aðalskipulag og oft í sam- vinnu við hlutaðeigendur eða lands- lagsarkitekta sé leitast við að tryggja skynsamlega landnýtingu í sátt við fjölmörg sjónarmið, svo sem mótun umhverfisins og varðveislu sér- stæðra einkenna. 2) Atvinnustarfsemi - unglinga- vinna. Skógrækt og uppgræðsla veitir m.a. unglingum atvinnu á þeim árstíma sem skólafólk leitar á vinnumarkaðinn. 3) Útivistarsvæði - skógrækt og viðhald. Með fjölgun útivistarskóga skapist aukin vinna við umhirðu og grisjun. 4) Fræðsla og námskeiðahald. Fræðsla um skógrækt og upp- græðslu er mikilvæg. Þegar sveitar- félögin hafa yfirtekið að fullu rekst- ur grunnskóla í landinu skapist nýir möguleika á samstarfi. 5) Ný skógræktarsvæði. Víða um land vantar nýtt land undir skóg- rækt. Skortur á friðuðu landi er mestur á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélög gætu hlutast til um að land í eigu þeirra og ríkisins yrði látið í té undir skógrækt. I erindinu er talið að verulega mikill áhugi sé hjá skógræktarfélög- um að auka samvinnu við sveitarfé- lögin um land allt. Samstarfsnefnd sambandsins og Skógræktarfélags Islands er nýr vettvangur sem ekki ætti að vanta viðfangsefni samkvæmt framan- sögðu. Nefndin hefur þegar tekið til starfa. 1 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.