Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 56
UMHVERFISMAL Urðunarsvæði Sorpstöðvar Suðurlands við Kirkjuferjuhjáleigu opnað Fyrsta sorplö losaö. Ljósm. Siguröur Jónsson. „Nú þegar áfanga sem þessum er náð, að urðunar- svæðið er loks tekið í notk- un eftir sex ára undirbún- ing og vinnslu, líður okkur vel sem að málinu höfum unnið. Sú tilfinning sem maður finnur við aðstæður sem þessar samsvara ör- ugglega þeirri vellíðan sem íþróttamenn finna þegar ár- angri er náð í keppni eftir þrotlausar æfingar og und- irbúning." Þannig fórust Karli Björnssyni, bæjarstjóra á Selfossi og formanni stjórnar Sorpstöðvar Suð- urlands, orð við vigslu urð- unarsvæðis sorpstöðvarinn- ar við Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfushreppi föstudaginn 9. júní sl. Undirbúningstímabilið að opnun urðunarstaðarins spannar orðið rúmlega fimm ár og framkvæmda- tímabilið eitt ár. Aödragandi „Það var árið 1963 að menn hófu urðun sorps á skipulögðu urðunarsvæði við Selfoss," sagði Karl. Fyrstu árin þjónaði svæðið Selfossbúum nær eingöngu. Árið 1981 varákveðið að stækka þjónustusvæðið og stofnað var byggðasamlagið Sorpstöð Suð- urlands. Auk Selfosskaupstaðar voru stofnaðilar Hveragerðishrepp- ur, Sandvíkurhreppur, Eyrarbakka- hreppur, Stokkseyrarhreppur, Rang- árvallahreppur og Hvolhreppur. Árið 1987 bættist Ölfushreppur í hópinn, síðan Hraungerðishreppur árið 1988, Gaulverjabæjarhreppur árið 1991 og Villingaholtshreppur á síðasta ári. Árið 1993 var stofnað byggðasamlagið Sorpstöð Rangár- vallasýslu með þátttöku Hvol- hrepps, Rangárvallahrepps og fjög- urra annarra sveitarfélaga í Rangár- þingi og á samlagið nú aðild að Sorpstöð Suðurlands eins og um eitt stórt sveitarfélag væri að ræða. Frá þessu byggðasamlagi tekur Sorp- stöðin við heimilissorpi en það fargar öðrum úrgangi á móttökusvæðinu við Strönd í Rangárvallasýslu, eins og sagt var frá í síð- asta tölublaði Sveitar- stjórnarmála. Einnig hafa önnur sveitarfélög auk nokkurra stórra fyrirtækja verið í beinum viðskiptum við Sorpstöðina. Nú, þegar urðunarsvæð- ið var opnað, bættust all- margir nýir eignaraðilar við Sorpstöð Suðurlands. Það eru Grímsneshreppur, Grafningshreppur, Þing- vallahreppur, Laugardals- hreppur, Gnúpverjahrepp- ur, Skeiðahreppur og Hrunamannahreppur. Lík- legt er að Biskupstungna- hreppur gerist eignaraðili innan tíðar og Mýrdals- hreppur hefur gert tilrauna- samning við Sorpstöðina um notkun hennar nú í sumar. Að Sorpstöð Suðurlands standa eftir aðild hinna nýju sveitar- félaga 23 sveitarfélög frá Selvogi í vestri til Mýrdalssands í austri. íbú- ar þjónustusvæðis hennar eru um 14.500 en þar að auki má ætla að mikinn hluta ársins séu þeir allt að 19-20.000, sérstaklega um helgar þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins dveljast í sumarhúsum sínum fyrir austan Fjall. 1 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.