Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 33
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA andi vægi sveitarfélaga í útsvari sem í raun endurspeglar dreifingu útsvarshækkunarinnar milli sveitarfélaga. - Mismunur á hlutfalli kennslutímafjölda og 78% af hlutfalli álagningarstofns útsvars er fundinn. Neikvæður mismunur þýðir í raun að sveitarfélagið hefur ekki þörf fyrir jöfnunarframlag vegna grunnskólakostnaðar og hlutur þess í þeim framlögum er því enginn. Jákvæður mismunur, í hlutfalli af mismuni alls landsins, sýnir hlut viðkomandi sveitarfélaga í því fjármagni sem til skipta er til jöfnunarframlaga vegna grunnskólakostnaðar. Lokaorö Hér hef ég reynt að skýra út í stuttu máli það kerfi eða útreikniaðferð sem lagt er til að notuð verði við skipt- ingu jöfnunarfjár vegna yfirfærslu grunnskólans. Þetta er flókið kerfi sem ekki var hrist fram úr ermum á nokkrum dögum heldur vikum og mánuðum. Aðalaltrið- in varðandi þetta kerfi eins og getið var um hér að framan eru eftirfarandi: - að jöfnunarframlögin renna til sveitarfélaga en ekki skólanna. Sveitarstjómimar ráðstafa þessu fé sjálfar enda eðlilegt þar sem þær hafa verið kosnar til þess. - Kerfið hvetur ekki til óhagræðis í skólamálum þar sem niðurstaða út úr formúlunni vegna ákveðins skóla breytist ekki þó að rekstrarkostnaður hans aukist þrátt fyrir sama nemendafjöldann. - Miðað við útreikninga sem gerðir hafa verið þá skil- ar þetta kerfi sem næst því fjármagni til sveitarfélaga sem þau þurfa á að halda til reksturs grunnskólans. Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur flutti á aðalfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem var haldinn á Selfossi 28. og 29. apríl. Verkefnisstjórn ásamt þremur undirnefndum vinnur að yfirfærslu grunnskólans Menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, skipaði hinn 26. júní sl. verkefnisstjórn til þess að hafa á vegum menntamálaráðuneytisins yfimmsjón með framkvæmd á flutningi gmnnskólans til sveitarfélaga samkvæmt lög- um um gmnnskóla nr. 66/1995. Hlutverk verkefnisstjómarinnar er: 1. Að tryggja framkvæmd fyrirliggjandi verk- og tímaáætlunar um flutning gmnnskólans til sveitarfélaga og að fylgjast með undirbúningi nauðsynlegra aðgerða stjómvalda, s.s. lagasetningu, útgáfu reglugerða og ann- arra stjómvaldsaðgerða. 2. Samræma vinnu þriggja undirhópa, sem jafnframt vom skipaðir og ætlað er að annast útfærslu og fram- kvæmd tiltekinna verkefna, og að fjalla um ágreinings- efni sem ekki næst samkomulag um í undirhópunum og vinna að lausn þeirra. 3. Gera menntamálaráðherra og umbjóðendum stjóm- armanna reglulega grein fyrir framvindu verkefnisins. Verkefnisstjómina skipa Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður og skipaður án tilnefningar, Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, og tilnefndur af honum í nefndina, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, og tilnefndur af því og Hinu íslenska kennarafé- lagi, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, og tilnefndur af því. Varamaður hans er Þórð- ur Skúlason, framkvæmdastjóri þess. Starfsmaður verkefnisstjómarinnar er Margrét Harðar- dóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Fjármálanefnd Ein undirnefndanna á að meta kostnað af tilfærslu gmnnskólans til sveitarfélaga og gera tillögur um hvem- ig sveitarfélögum verði tryggðar auknar tekjur til rekst- urs þess hluta grunnskólans sem enn er í höndum ríkis- ins, eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er: 1. Að leggja mat á eftirfarandi þætti í rekstri gmnn- skólans: a) núverandi kostnað við rekstur grannskólans, b) kostnað við skólahald á gmndvelli laga um gmnn- skóla nr. 66/1995, c) áhrif lífeyrisréttinda og d) kostnað ríkisins við framkvæmd grunnskólalaga eftir yfirfærsluna til sveitarfélaga. 2. Að gera tillögur til stjórnvalda um eftirfarandi þætti: a) breytingar á gildandi skattstofnum til að mæta 1 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.