Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 42
MÁLEFNI ALDRAÐRA hins mikla fjölda og smæðar sveitarfélaganna er að víða er ekki að finna fullnægjandi félagsþjónustu sem fólkið hefur þörf fyrir. Sveitarfélögin hafa reyndar engan hvata til að efla heimaþjónustu þar sem slíkt hefur einungis í för með sér kostnað, en ríkið tekur engan þátt í rekstri heimaþjónust- unnar. Ríkið greiðir hins vegar að fullu kostnað vegna stofnanadvalar og því er freistandi að velta kostnaðinum af öldrunarþjónustunni á heilbrigðisgeirann. Enda kern- ur það í ljós við athugun að jafnvel útgjöld stærstu sveit- arfélaganna til heimilishjálpar annars vegar og stofnana- dvöl aldraðra hins vegar er ótrúlega mismunandi eftir bæjarfélögum. Samkvæmt athugun sem Landlæknis- embættið hefur látið gera voru legudagar aldraðra með lögheimili í Kópavogi ríflega 27 þús. árið 1990 en í Hafnarfirði voru þeir um 55 þúsund, eða ríflega tvöfalt fleiri. Kópavogsbúar vörðu hins vegar meira en helm- ingi meira fjármagni í heimaþjónustu aldraðra en Hafn- firðingar gerðu. Þannig má áætla að útgjöld ríkisins hafi numið um 280 millj. kr. vegna stofnanaþjónustu aldr- aðra í Hafnarfirði á móti meira en 100 millj. kr. lægri upphæð í Kópavogi. Skýring á þessum mun er aðallega fólgin í því að Hafnarfjörður er eldra bæjarfélag með öldrunar- og sjúkrastofnanir frá gamalli tíð auk þess sent þar búa hlutfallslega fleiri aldraðir. Engu að síður sýnir þetta dæmi hagkvæmni þess að byggja upp hinn félags- lega þátt öldrunarþjónustunnar og hvað spara má í opin- berum útgjöldum með þeim hætti. I nýútkominni skýrslu Hagsýslunnar um stofnanir aldraðra kemur fram að dvalarrými á dvalarheimili kost- ar um 963 þús. kr. á ári og hjúkrunarrými um 2,1 millj. kr. á ári. Er þá ekki reiknað með stofnkostnaði sem er u.þ.b. um 4 millj. kr. á hvert hjúkrunarrými. Bjóða má upp á verulega þjónustu við einstakling í heimahúsi með minni tilkostnaði en vistun í dvalarrými kostar. Auk þess sem slík ráðstöfun væri í samræmi við almennar óskir aldraðra og á það verður ekki lögð fjárhagsleg mælistika. Það er hefðbundin lausn að byggja stofnun og leggja fólk inn. Hún kann, við fyrstu sýn, að virðast einfaldari leið en að veita heildstæða þjónustu til aldraðra á þeirra eigin forsendum í þeirra eigin umhverfi. Slík þjónusta krefst samstarfs margra aðila og hún reynir á sveigjan- leika allra sem að málinu koma. Með þessum orðum vil ég þó á engan hátt kasta rýrð á það góða starf, sem innt er af hendi á öldrunarstofnunum þar sem við höfum átt því láni að fagna að hafa notið úrvals starfsfólks. Samhæfó opin öldrunarþjónusta Það er hins vegar nauðsynlegt að ná fram samhæfingu í þjónustu við aldraða. Um þessar mundir er staðan sú að sveitarfélög og einkaaðilar eru rekstraraðilar dvalar- og hjúkrunarheimila en rekstrarféð kemur úr ríkissjóði. Félagasamtök og sveitarfélög hafa fengið greiðslur úr Framkvæmdasjóði aldraðra til byggingar nýrra stofnana, oft án þess að rekstrarfé hafi verið tryggt. Það liggja því bæði fagleg og fjárhagsleg rök fyrir því að leggja meiri áherslu á opna öldrunarþjónustu en stofn- anaþjónustu. Með opinni öldrunarþjónustu á ég við heildstæða félagslega og hjúkrunarlega heimaþjónustu. Samhæfð opin öldrunarþjónusta getur dregið verulega úr þörf á stofnanarýmum. Hér er ekki síður mikilvægt að gefinn sé gaumur að nýjum valkostum í öldrunarþjón- ustu og að frjó hugsun fái að ráða, ekki síst að leitað verði eftir hugmyndum frá öldruðum sjálfum og fjöl- skyldum þeirra. Það er stefna míns flokks að raunhæfasta leiðin til að tryggja öldruðum skilvirka og samhæfða þjónustu sé sú að hafa hana á einni hendi. Hér er rétt að draga fram að ef takast á að afnema aðskilnað heilsufarslegrar og fé- lagslegrar öldrunarþjónustu, auka hagkvæmni hennar og gera hana betur í stakk búna til að koma til móts við fjöl- breyttar þarfír aldraðra, er að mínu viti óhjákvæmilegt að fela sveitarfélögunum þá ábyrgð að reka öldrunarþjón- ustuna að öllu leyti. Undanskilin væri að sjálfsögðu sér- hæfð sjúkrahúsþjónusta. Forsenda þessa er aftur á móti að sveitarfélögunum fækki og þau stækki og eflist þannig að þau geti ráðið við þessi verkefni. Með því móti mætti nálgast betur það markmið að gera sem flestum kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Ennfremur yrði með þeim hætti mun auðveldara að virkja aldraða sjálfa við skipulagningu þjónustunnar á hverju svæði. Góðir ráðstefnugestir! Það að verða gamall felur í sér ákveðna fyrirsjáanlega breytingu sem mætir okkur öllum. Annars vegar hefur ellin í för með sér breytingu á heilsufari, sem oftast lýsir sér í skertri getu. Ennfremur fylgja öldruninni ákveðnar félagslegar breytingar, sem einkum lýsa sér í því að menn draga úr eða hætta störfum utan heimilis. Þessar breytingar, út af fyrir sig, eiga ekki að valda því að líf einstaklinganna verði innihaldsrýrara eða sjálfsákvörð- unarréttur þeirra verði skertur. Það er skylda okkar að búa svo um hnútana að aldraðir geti lifað sem eðlileg- ustu lífi, átt samneyti við þá sem þeim eru kærir og tekið þátt í samfélaginu eins og aðrir þegnar. Að svo mæltu óska ég ykkur árangursríks vinnudags um málefni aldraðra. 1 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.