Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 26
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA félög geti lagt sínar áherslur og markmið í skólamálum. Til að skólastarfið megi þróast í samræmi við sífellt breytilegar kröfur samfélagsins þurfa skólamir að hafa ýmsa þætti sem koma utan að, s.s. ráðgjafarþjónustu, þjónustu við böm með sérþarfir, sérskóla, endurmennt- un starfsmanna, eftirlit og mat og margt fleira. Sveitar- stjómir verða að leita leiða til að samræma og samhæfa skólastarf skóla á milli og gera það sem skilvirkast svo ákvæði annarrar greinar laganna, „að leitast skuli við að haga störfum skólanna í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“, verði sem best tryggt. í þeirri umræðu sem fram hefur farið um yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstri grunnskóla hafa sjónir manna einkum beinst að því í rekstri fræðsluskrifstof- anna er lýtur að sérfræðiþjónustu og skilgreint er í grein- um 42 og 43 í nýjum lögum um grunnskóla. Miklu síður að því er lýtur að samræmingu, uppbyggingu þekkingar í skólamálum, ráðgjöf er lýtur að rekstri skóla o.fl. sem nauðsynlegt er og flestir skólar eða sveitarfélög hafa þurft að leita með til fræðsluskrifstofanna til þessa. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr mikilvægi sérfræðiþjón- ustunnar heldur til að undirstrika gildi annarra viðfangs- efna fræðsluskrifstofa og til að vekja athygli manna á hversu miklu þau varða allt skólastarf. Nauðsynlegt er að þeim verði skipað með ákveðnum hætti ekki síður en þeirri sérfræðiþjónustu sem lög kveða á um. Hér skal varað við því, sem aðeins virðist gæta meðal sveitar- stjómarmanna, að skoða breytingar á starfsemi fræðslu- skrifstofa í því ljósi að færa megi ákveðna þætti í starf- semi skrifstofanna heim með það að markmiði að skapa ný störf í heimabyggð fremur en hafa heildarsýn á við- fangsefnið og hagsmuni skólastarfs. Verkefni fræösluskrifstofa Eitt af hlutverkum fræðsluskrifstofa er og hefur verið að hafa með höndum eftirlit með skólastarfi í fræðslu- umdæmunum. Þær veita kennsluráðgjöf og hafa faglega umsjón og eftirlit með nýbreytni og þróunarstarfi og sér- kennslu í skólum umdæmisins ásamt því að halda uppi sálfræðiþjónustu til leiðbeiningar foreldrum og starfs- mönnum skóla um uppeldi nemenda sem eiga við sál- ræna, tilfinningalega eða félagslega örðugleika að stríða. Fræðslustjóri er forstöðumaður fræðsluskrifstofu og hef- ur í umboði menntamálaráðuneytisins og í samvinnu við skólanefndir umsjón og eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða um grunnskóla, úthlutun kennslustunda, eft- irlit með námi og kennslu, forgöngu urn umbætur í skólamálum. Hann úrskurðar í ágreiningsmálum eða að- stoðar við lausn þeirra, fundar með skólanefndum og skólastjórum auk fleiri verkefna. Fræðsluskrifstofur veita skólum jafnframt bæði sálfræði- og kennslufræði- lega þjónustu og þá fer þar fram úrvinnsla úr vinnu- skýrslum kennara og launaskráning. Á fræðsluskrifstofum hefur því safnast saman traust þekking á skólum og skólastarfi. Þangað geta skólastjór- ar og forystumenn sveitarfélaga leitað um upplýsingar og algengt er að óskað sé atbeina fræðsluskrifstofu til lausnar vanda sem upp kemur í skólum, samskiptum skóla og sveitarstjóma, skólastjóra og kennara eða milli skóla og foreldra. Fræðsluskrifstofurnar eru jafnframt mikilvægur samræmingaraðili fyrir skólastarf í fræðslu- umdæmunum. I nýjum lögum er ekkert ákvæði um skiptingu landsins í fræðsluumdæmi né neinn samræm- ingaraðila fyrir sveitarfélögin en þess í stað skilið eftir hjá þeim á hvem hátt þau skipa þeim málum eftir að þau hafa tekið við verkefninu. Lögin kveða þó á um að sveit- arfélögum sé skylt að sjá skólum fyrir sérfræðiþjónustu sem til þessa hefur verið veitt af fræðsluskrifstofum. Það er hins vegar lagt í hendur sveitarfélaga með hvaða hætti þjónustan verði veitt og henni fyrir komið. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga ber þeim að veita foreldrum og ungmennum ýmiss konar ráðgjöf vegna erfiðleika sem að þeim steðja. Eins og allir þekkja hafa sveitarfélög sinnt þessu hlutverki sínu misvel. Það hefur leitt til þess að aðrar þjónustustofnanir, sem hafa svipað skilgreint hlutverk, hafa setið uppi með úrlausn þeirra verkefna sem sveitarfélögin annars hefðu átt að sinna eða koma að. Þetta hefur m.a. gert það að verkum að skólar hafa í æ ríkari mæli kallað eftir sálfræðiþjónustu frá fræðsluskrifstofunum og sökum þess hve þau mál eru brýn hafa önnur störf sérfræðiþjónustunnar setið á hak- anum. Margir líta til þess að ná megi fram ákveðinni hagræðingu með samhæfingu sérfræðiþjónustu skóla að annarri þjónustu sem sveitarfélögum ber skylda til að veita, s.s. félagsþjónustu og þjónustu við leikskóla. Uppbygging og varöveisla þekkingar á skólakerfinu Þótt fræðsluskrifstofur séu bam síns tíma er erfitt að sjá fyrir sér að þeim störfum sem þar eru unnin yrði bet- ur fyrir komið en í miðlægum stofnunum sem reknar yrðu svæðabundið í samstarfi sveitarfélaga. Þessar stofn- anir gætu haft mörk hinna gömlu fræðsluumdæma eða aðra skipan sem hagfelldari getur talist og sveitarfélög koma sér saman um. Þjónustu stofnananna mætti síðan veita með mismunandi hætti og hafa þá skipan í huga að sem mest nándarþjónusta verði veitt. Þannig mætti hugsa sér að þjónustuskrifstofur verði starfræktar á nokkrum stöðum innan þjónustusvæðisins. Rekstri þessara stofn- ana má þó ekki skipa niður í svo smáar einingar að þjón- ustan hafi aldrei þá burði sem skólunum eða skólarekstr- inum er nauðsynleg. Erfitt er að hugsa sér uppbyggingu slíkra þjónustustofnana, 8 eða fleiri talsins, nema þær eigi sér sameiginlegan vettvang. I mínum huga er hvergi eðlilegra en að þessi vettvangur verði hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og erfitt að sjá að samtökin komist hjá því að hafa einhvem farveg fyrir skólamál. Lögin ætla samtökunum alltént nokkurt hlutverk með varð- veislu og rekstri orlofssjóðs kennara og vel mætti hugsa I 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.