Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 10
AFMÆLI Gömul íslandskort færð Landsbókasafni Islands — Háskólabókasafni að gjöf Frá afhendingu kortagjafarinnar 9. júní sl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Birgir L. Blöndal, Magnús Karel Hannesson, Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, varafulltrúi Sigríöar Stefáns- dóttur í stjórn sambandsins, Ingvar Viktorsson, Kristín Bragadóttir, forstööumaöur þjóödeildar Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Einar Sigurösson, yfirbókavöröur safnsins, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guömundur Bjarnason, Ólafur Kristjánsson, Guörún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi i Reykjavik, varafulltrúi Sigrúnar Magnúsdóttur i stjórn sambandsins, Ólafur Hilmar Sverrisson, Þóröur Skúlason og Unnar Stefánsson. Edda Sigurjónsdóttir tók myndina. í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins ákvað stjórn sambandsins að færa Landsbókasafni Islands - Háskóla- bókasafni að gjöf gömul landakort af Islandi sem vænt- anlega verður stofn að landakortasafni í safninu. Gjöfin var afhent að loknum fundi í stjóm sambands- ins 9. júní að viðstöddum forustumönnum sambandsins og safnsins ásamt nokkrum öðrum gestum, s.s. Kjartani Gunnarssyni lyfsala, sem safnað hafði kortunum, og Haraldi Sigurðssyni, höfundi ritsins „Kortasögu Islands". Vilhjálmur Þ. Villtjálmsson, fonnaður sambandsins, afhenti gjöfina og flutti við það tækifæri ávarp. Fer það hér á eftir: „Það var mikill viðburður þegar Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn var opnað hér í Þjóðarbók- hlöðunni 1. desember á síðasta ári. Merkum áfanga var náð og lagður enn frekari gmnnur að því að sú stofnun, sem sérstaklega er helguð fortíðar-, nútíðar- og framtíð- armenntun þjóðarinnar, geti þjónað hlutverki sínu með reisn. I tilefni af 50 ára afmæli Sambands íslenskra sveitar- félaga þann 11. júní nk. fannst stjóm þess viðeigandi að minnast þeirra tímamóta meðal annars með því að gefa Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni einhverja þá gjöf sem komið gæti að gagni fyrir safnið. Sú mennta- og menningarstarfsemi sem fram fer í þessari stofnun er með einum eða öðrum hætti samofin sögu og starfi sveitarfélaganna í landinu. Sú saga hefur fært okkar kynslóð fróðleik m.a. um hið merka hlutverk hreppanna á árdögum íslenskrar þjóðmenningar. A þeim tímamótum er við stöndum nú, þegar sveitar- félögin eru í þann mund að taka við öllum grunnskóla- rekstri, minnir þetta okkur á mikilvægi þess að þau ræki það hlutverk þannig að íslensk menning dafni í framtíð ekki síður en á þeim tímun er skapaður var sá bók- menntaarfur sem hér er varðveittur. í samráði við Einar Sigurðsson, yfirbókavörð safnsins, og Kristínu Bragadóttur, forstöðumann þjóðdeildar þess, var ákveðið að sambandið gæfi 12 Islandskort, það elsta frá árinu 1596 og það yngsta frá 1825. Þessi Islandskort eru úr safni Kjartans Gunnarssonar lyfsala, sem hóf 1 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.