Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 32
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ LAG A - að sveitarfélög fái fjármagn er nemur sem næst þeim kostnaði sem þau yfirtaka. - að jöfnunarframlögin renni til sveitarfélaga til að sveitarstjómimar geti sjálfar ákveðið hvemig fjármagn sveitarfélagsins er nýtt. Kennsla í grunnskólunt landsins er misdýr sem or- sakast af mishagkvæmum skólaeiningum. Þeirn mun fjölmennari sem skólinn er þeim mun ódýrari er hann á hvem nemanda. Það sem endurspeglar kennslukostnað gmnnskóla eru kennslutímamir en Ijóst er að fylgni er á milli kennslutímafjölda og kennslukostnaðar. Að undangenginni athugun taldi nefndin að best væri að meta kennslukostnaðinn, og þar með jöfnunarþörf sveitarfélaga, á grundvelli kennslutímafjölda á hvern nemanda viðkomandi skóla. Þar sem kennslutímafjöldi á hvem nemanda breytist línulega eftir stærð skólanna var ákveðið að leita til stærðfræðinga til að útbúa formúlu sem lýsti sem best þessari línu. Forsendur að baki formúlunnar: - Kennslutímafjöldi hvers skóla sem menntamála- ráðuneytið hefur reiknað út eingöngu á gmndvelli laga og reglna þar að lútandi. Hér er um að ræða kennslu- tímafjölda vegna almennrar kennslu og stjómunar. - Meðaltal kennslutímafjölda skólaársins 1992-1993 og 1993—1994 var fundið hjá hverjum skóla um sig til að hafa samanburðarhæfar upplýsingar við gmnnskóla- kostnað ríkis á árinu 1993. - Reiknaður var út kennslutímafjöldi á hvem nem- anda hjá öllum skólum á Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Það var gert með því að deila kennslutímafjölda viðkomandi skóla með nem- endafjölda þess. - Kennslutímafjöldinn á hvem nemanda þannig fund- inn var síðan leiðréttur miðað við gerð skólanna, þ.e. fjölda bekkjardeilda. Allir skólar eru gerðir að 10 bekkja skólum og kennslutímafjöldi pr. nemanda miðast því við það. Það er nauðsynlegt því þegar nemendafjöldinn er sleginn inn í formúluna gæti verið um að ræða skóla með t.d. 1.-4. bekk, 4.-6. bekk eða skóla með 7.-10. bekk. Kennslutímafjöldinn er mjög misjafn eftir skóla- gerð því samkvæmt lögum var skylt á skólaárinu 1994-1995 að hafa 34 kennslutíma á viku fyrir árgang- ana í 8., 9. og 10. bekk en einungis 25 kennslutíma fyrir árgangana í 1., 2. og 3. bekk. Notkun formúlunnar Með því að setja inn í formúluna nemendafjölda við- komandi skóla reiknar formúlan út kennslutímafjöldann á hvem nemanda fyrir viðkomandi skóla. Niðurstaða formúlunnar fyrir hvem og einn skóla er síðan notuð við að finna heildarkennslutímafjölda hjá viðkomandi sveitarfélagi. Þar sem gert er ráð fyrir að jöfnunarframlagið verði reiknað niður á viðkomandi sveitarfélag þá er heildar- kennslutímafjöldi hvers sveitarfélags fundinn á gmnd- velli nemendafjölda í hverju sveitarfélagi og er gert ráð fyrir að upplýsingar úr þjóðskrá Hagstofu Islands verði notaðar til þess. Nemendumir yrðu síðan staðsettir í við- komandi skólum. Kosturinn við að notast við formúlu með þessum hætti er sá að hún sýnir sama kennslutímafjölda á hvem nem- anda hjá skólum af sömu stærð. Kennslutímafjöldinn sem kemur út úr formúlunni er því meðaltal kennslu- tímafjölda á hvem nemanda hjá öllum skólum af sömu stærð. Formúlan segir okkur því hversu marga kennslu- tíma á hvem nemanda eðlilegt sé að skóli af viðkomandi stærð eigi að hafa. Þegar niðurstaða formúlunnar fyrir viðkomandi skóla liggur fyrir verður því að leiðrétta þá niðurstöðu með til- liti til skólagerðar. Skóli með alla 10 bekkina er sam- kvæmt lögunum með 29,3 kennslutíma að meðaltali á hvern bekk þannig að skóli ineð 8.-10. bekk fær kennslutíma sinn úr formúlunni aukinn um ca 16% (34/29,3). Öfugt er farið þegar um er að ræða skóla með yngri bekki, t.d. 1 .-6. bekk. Laun kennara geta verið mjög misjöfn eftir skólum. Athugun hefur leitt í ljós að í t.d. nýjum skólum eru launataxtar fremur lágir þar sem þar starfar mikið af ung- um kennurum sem ekki hafa enn klifrað upp launa- flokkastigann með framhaldsnámi eða starfsaldri. I grunnskólum víða um land er hlutfall ófaglærðra kenn- ara, svokallaðra leiðbeinenda, nokkuð hátt og meðal- launataxti viðkomandi skóla því lágur. Gert er ráð fyrir að kennslutímafjöldinn verði leiðréttur miðað við slíka þætti þannig að skólar með hærri launataxta en meðaltal landsins fái viðbót við þann kennslutímafjölda sem út úr formúlunni kemur, en öfugt þegar launataxtar skóla eru lægri en meðaltalið. Þetta myndi t.a.m. hvetja sveitarfé- lagið enn frekar til að ráða menntaða kennara í grunn- skólana. Kennslutímafjöldi hvers skóla eftir þessar leiðréttingar er notaður við að finna heildarkennslutímafjölda hvers sveitarfélags samkvæmt áðumefndri lýsingu. Þegar jöfnunarframlag hvers sveitarfélags er fundið er það gert á þann máta að reiknað er út hversu stóran hluta sveitarfélagið á af því fjármagni sem ákveðið hefur verið að veita til jöfnunarframlaga vegna grunnskólakostnaðar. Hlutur hvers sveitarfélags í heildarframlögum er fund- inn þannig: - Fundið er hlutfall kennslutímafjölda hvers sveitarfé- lags af heildarkennslutímafjölda landsins. Hér er athugað hversu stóran hluta sveitarfélagið hefur af kennslutíma alls landsins. - Fundið er hlutfall álagningarstofns útsvars hjá við- komandi sveitarfélagi af álagningarstofni alls landsins. Þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélög fái aukið útsvar til að fjármagna grunnskólana þarf að athuga mismun- 1 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.