Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 63
SOFN Náttúrustofa Austurlands í Neskaupstað Gunnar Ólafsson, starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands Náttúrustofa Austurlands var opn- uð við hátíðlega athöfn af Guð- mundi Bjarnasyni umhverfisráð- herra í Neskaupstað þann 24. júní 1995. Til opnunarinnar var boðið bæjarstjóm Neskaupstaðar og sveit- arstjórnarmönnum af Austurlandi ásamt náttúrufræðingum og áhuga- mönnum um náttúrufræði. Stofan starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun ís- lands og náttúrustofur og reglugerð nr. 384/1994 um skipulag og starf- semi Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað. Neskaupstaður á og rekur stofuna með stuðningi ríkissjóðs en gert er ráð fyrir að önnur sveitarfélög geti gerst aðilar að stofunni. Hér er um að ræða fyrstu náttúrustofu landsins og verður því litið til hennar sem fyrirmyndar væntanlegra stofa. Vonir standa til að Náttúrustofa Austurlands verði kjölfesta í nátt- úrurannsóknum í fjórðungnum og um leið miðstöð upplýsinga til al- mennings og sveitarfélaga um um- hverfismál og náttúmvemd. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands er dr. Guðrún Aslaug Jónsdóttir plöntuvistfræðingur og tók hún til starfa þann 1. apríl 1995. Þar sem Náttúrustofan leggur upp með aðeins einn starfsmann má ljóst vera að starf hans verður að halda utan um daglegan rekstur, sinna ákveðnum rannsóknum og móta framtíðarstefnu stofunnar, m.a. með því að forgangsraða verkefnum í samráði við stjómina eftir því sem tilefni og tækifæri gefast þegar reynsla kemur á starfið. Yfir náttúrustofunni í Neskaup- stað starfar sérstök stjórn, skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Neskaupstaður tilnefndi tvo menn í stjóm en umhverfisráðherra einn og er hann jafnframt formaður. Skip- unartími stjómar er milli reglulegra sveitarstjómarkosninga og er hlut- verk hennar að annast rekstur stof- unnar, gera fjárhagsáætlanir og fylgjast með fjárhag hennar og starfsemi. Stjórnina skipa í dag Hermann Níelsson, formaður, Jón Kristjánsson alþingismaður sem er ritari og Einar Már Sigurðarson, meðstjómandi. Hlutverk náttúrustofunnar Náttúmstofa Austurlands starfar í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Islands og er hlutverk hennar marg- þætt. I reglugerðinni um skipulag og starfsemi stofunnar segir að hlut- verk hennar sé: • að stunda vísindalegar rann- sóknir á náttúru Austurlands • að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúmfar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum og skal einkum lögð áhersla á Austur- land og sérstöðu náttúmfars á þeim slóðum • að stuðla að æskilegri landnýt- ingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál bæði fyrir almenning og í skólum á Austurlandi • að veita fræðslu um náttúru- fræði og aðstoða við gerð náttúru- sýninga á Austurlandi • að veita Neskaupstað og öðmm sveitarfélögum á Austurlandi um- beðna aðstoð og ráðgjöf á verksviði stofunnar, m.a. vegna nýtingar nátt- úrulegra auðlinda, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum fram- kvæmda enda komi greiðsla fyrir. Það má því í grófum dráttum skipta verkefnum náttúmstofunnar í þrjá meginþætti, rannsóknir, gagna- söfnun og varðveislu heimilda og fræðslu. Rannsóknir Nauðsynlegt er að fylla í þá þekk- ingarmynd sem við nú höfum af náttúru Austurlands með margvís- legum rannsóknum. Þekking er ekki einungis nauðsynleg til að auka fræðilegan skilning á náttúmnni og samspili ólíkra þátta hennar, heldur einnig undirstaða þess að hægt sé að skilja eiginleika þeirra auðlinda sem nýttar em og haga nýtingu af skyn- semi. Þótt margvíslegar rannsóknir hafi verið stundaðar á Austurlandi fram að þessu er enn fjölmargt óþekkt. Þegar talað er um vísindalegar rannsóknir þá er aðallega átt við svonefndar gmnnrannsóknir en þær fela í sér alhliða athugun á náttúr- unni þar sem safnað er saman upp- lýsingum um flesta þætti hennar. Þær upplýsingar sem þannig fást eru síðan forsenda þess að hægt sé að stunda það sem hefur verið nefnt hagnýtar rannsóknir. Sem dæmi um þess háttar rannsóknir má nefna efn- isleit til vegagerðar, rannsóknir tengdar virkjanaframkvæmdum og hafnargerð. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að til þess að 1 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.