Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 52
FRÁ LANDSHLUTASAMTOKUNUM þinganefnd til að endurskoða samþykktir sambandsins. Nefnd um grunnskólann Mikilvægi menntamála í hugum vestfirskra sveitar- stjómarmanna er augljóst þegar litið er til þeirra álykt- ana sem samþykktar vom um þennan málaflokk. Má þar nefna ályktanir um uppbyggingu Reykjanes- og Núps- skóla og um skipan samstarfsnefndar um framhaldsnám á Vestfjörðum. Þá samþykkti þingið að kjósa þriggja manna nefnd til að móta tillögur um yfirtöku sveitarfélaga á Vestfjörð- um á málefnum grunnskólans. I nefndina voru kosin Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Isafirði, Anna Jens- dóttir, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð, og Stefán Gíslason, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. Stjórn Fjóröungssambandsins I stjóm Fjórðungssambandsins, sem kosin er á tveggja ára fresti, að afloknum sveitarstjómarkosningum og síð- an á miðju kjörtímabili, eiga sæti: Pétur H. R. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi á Isafirði, formaður, Kristinn Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Isafjarðar, varaformaður, Bergur Torfason, hreppsnefndarmaður í Mýrahreppi, rit- ari, og meðstjómendur þau Kristín Jóhanna Bjömsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, og Guðmundur Björgvin Magnússon, oddviti Kaldrananeshrepps. Framkvæmdastjóraskipti Að lokinni afgreiðslu þingmála tók fjöldi þingfulltrúa og gesta til máls: Olafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík, Sighvatur Björgvinsson alþingismaður, Olafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði, Steindór Ogmundsson, hrepps- nefndarfulltrúi á Tálknafirði, Aðalsteinn Oskarsson, for- stöðumaður skrifstofu Byggðastofnunar Isafirði, Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur, og Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Allir ræðumenn færðu Jóhanni T. Bjarnasyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, alúðlegar þakkir fyrir ómetanleg og óeigingjöm störf í þágu sambandsins og ekki hvað síst fyrir Vestfirðinga alla um leið og honum var ámað heilla í framtíðinni. Ennfremur buðu ræðumenn velkominn til starfa nýráðinn framkvæmdastjóra, Eirík Finn Greipsson. Ei- ríkur Finnur þakkaði fyrir sig og tók undir orð og þakkir ræðumanna til Jóhanns T. Bjamasonar, sem lét af störf- um á þessu fjórðungsþingi. Jóhann Tómas Bjamason hefur verið framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 1. ágúst 1972, eða í tæp 23 ár, en sambandið var stofnað fyrir liðlega 45 árum, eða nánar tiltekið þann 8. nóvember 1949. Allir sem Jóhann þekkja vita að hann hefur sinnt starfi sínu sem framkvæmdastjóri af einstakri alúð, dugnaði og sam- viskusemi. Hógværð og lítillæti er honum í blóð borið, þannig að honum er ekki mikill greiði gerður með há- stemmdum lýsingar- orðum um starf hans síðastliðin 23 ár. Á hinn bóginn er ljóst að mjög mikill fjöldi mála, sem hann hefur verið í broddi fylk- ingar í baráttu fyrir, hefur náð fram að ganga að fullu og enn fleiri að hluta til. Hér nægir að nefna bar- áttu fyrir gerð jarð- ganga undir Breiða- dals- og Botnsheiðar, jöfnun símakostnaðar landsmanna, sam- göngubætur á fjöl- mörgum stöðum, stofnun Orkubús Vestfjarða, jöfnun orkukostnaðar landsmanna, byggingu Stjómsýsluhúss á Isafirði og fleira. Allur sá fjöldi mála sem unnt væri að nefna og hafa m.a. fyrir tilstilli Jóhanns náð fram að ganga er slíkur að nægja myndi í stóra grein. Það sem hins vegar skiptir máli hér er að það var gæfa Vestfirð- inga að jafn hæfur maður og Jóhann skyldi veljast sem fyrsti framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga í kjör- dæminu. Um þetta vitnuðu glöggt ávörp þingfulltrúa og gesta í lok þinghalds. I lok þingsins ávarpaði varaformaður stjómar Fjórð- ungssambandsins, Kristinn Jón Jónsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóra, Jóhann T. Bjarnason, fyrir hönd sam- bandsins. Færði hann Jóhanni áletraðan skúlptúr eftir Dýrfinnu Torfadóttur, sem byggður er upp á basalti úr jarðgöngunum milli Skutuls-, Súganda- og Önundar- fjarðar. Að síðustu færði og flutti Kristinn Jóhanni inn- rammað kvæði frá þinginu og höfundi þess, Hirti Þórar- inssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi. Jóhann þakkaði hlýhug og góð orð í sinn garð. Formaður stjórnar, Pétur H. R. Sigurðsson sleit síðan þingi og óskaði öllum góðrar heimkomu. Eiríkur. Finnur Grcipsson framh’œmdastjóri. 1 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.