Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 30
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA ræða töluvert flókið og sérhæft verkefni eins og ég hef áður sagt. Einnig kemur til túlkun kjarasamninga af hálfu vinnuveitanda í ágreiningsmálum, sem hefur verið hlutverk launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Kenn- arasamband Islands hefur heila skrifstofu í því verkefni ásamt annarri hagsmunagæslu. Verði kjarasamninga- gerðin af hálfu sveitarfélaganna öll á einni hendi, eins og XV. landsþing sambandsins lagði til, verður ekki hjá því komist að halda utan um það verk á einum stað með tilheyrandi starfsemi. Við mat á kostnaði vegna yfirfærslunnar verður að reikna með þeim kostnaði er leiðir af kjarasamninga- gerðinni og túlkun samninganna. Líklegast er að það komi í hlut sambandsins að taka að sér það verkefni. Vegna sérstöðu þeirrar samningagerðar og einnig vegna þess að hún á sér stað fyrir öll sveitarfélög tel ég eðlileg- ast að komið verði á fót sérstakri launanefnd með full- trúum sveitarfélaganna er hefði það verkefni ásamt starfsmönnum sambandsins að annast kjarasamninga- gerð við kennara og skólastjómendur. Varðandi launaútreikning, sem nú fer fram í launa- deild fjármálaráðuneytisins, færist hann væntanlega til hvers einstaks sveitarfélags. Eftir sem áður er mjög mik- ilvægt að haldið sé utan um launaþáttinn með sam- hæfðri launaliðaskrá. Nú eru kennaralaun færð á yfir 100 kvóta í launaútreikningnum. Þessi sundurliðun og upplýsingar um hvem launaþátt um sig em mjög mikils- verðar í tengslum við kjarasamninga við kennara vegna kostnaðarmats á breytingum á einstökum launaliðum þeirra og nauðsynlegt fyrir þá er annast kjarasamninga- gerðina að hafa sambærilegar upplýsingar frá öllum sveitarfélögum um kostnað við einstaka launaþætti. Af eðlilegum ástæðum býst ég við að kostnaðarvitund einstakra sveitarstjóma varðandi launagreiðslur til kenn- ara sé mjög lítil. Því tel ég nauðsynlegt að sveitarfélögin byggi upp á sameiginlegum miðlægum vettvangi þekk- ingu varðandi túlkun laga og kjarasamninga, sem allar sveitarstjómir geti haft aðgang að. Hlutverk sambandsins Þau grunnskólaverkefni sem ríkið hefur haft með höndum færast að mínu mati til þriggja aðila: til sveitar- félaga, til fræðsluskrifstofa sveitarfélaganna og á sam- eiginlegan vettvang allra sveitarfélaga. A þessum sam- eiginlega vettvangi þarf að vinna að hagsmunagæslu fyrir öll sveitarfélögin sem heild, reka Námsleyfasjóð samkvæmt grunnskólalögum, annast kjarasamningagerð sbr. samþykkt XV. landsþings sambandsins og halda gagnagrunn um námsmatskeifi kennara vegna stigamats og röðunar í launaflokka. Fyrir sveitarfélögin er að mínu áliti hagkvæmast að koma þessum sameiginlegu verk- efnum fyrir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. í framhaldi þessara hugleiðinga, sem ég vil kalla svo, tel ég að hlutverk sambandsins geti falist í eftirfarandi verkefnum: Almenn hagsmunagæsla Utreikningar og mat á kostnaði v/yfirtöku alls grunn- skólakostnaðar Aðstoð við fulltrúa sambandsins í nefndum Fylgjast með breytingum á lögum og setningu reglu- gerða. (Passa ríkisvaldið.) Ráðgjöf og tengsl við sveitarfélög og fræðsluskrifstof- ur Uppbygging gagnagrunns um rekstur grunnskóla Hagsmunagæsla fyrir sveitarfélög varðandi skólamál almennt Námsleyfasjóður Umsýsla varðandi starfsemi sjóðsins Námsmatskerfi kennara Viðhald gagnagrunns um námsmatskerfi og stigamat vegna röðunar í launaflokka Kjarasamningageró o.fl. Gerð kjarasamninga við kennara og skólastjómendur Starfræksla sérstakrar launanefndar vegna samninga við kennara Túlkun kjarasamninga frá sjónarhóli vinnuveitanda Óhjákvæmilegt er að bæta við starfsfólki til að vinna að öllum þessunt framantöldu verkefnum. Þeir starfs- menn myndu jafnframt vinna í nánum tengslum við aðra starfsmenn sambandsins, svo sem starfsmann launa- nefndar, og sinna annarri hagsmunagæslu fyrir sveitarfé- lögin eftir því sem þörf er á hverju sinni þótt störf þeirra beindust einkum að málefnum grunnskólans. Til þess að víkja ekki frá þeirri mörkuðu stefnu sveit- arfélaganna að halda starfsemi sambandsins í sem minnstu umfangi og miðað við þær hugmyndir, sem ég hef hér reifað, tel ég að komast mætti af með að ráða þrjá starfsmenn til sambandsins til að sinna fyrrgreindum verkefnum vegna yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar til sveitarfélaga. Ef það er vilji sveitarfélaganna í landinu að Samband íslenskra sveitarfélaga gegni ofangreindu hlutverki og sinni þessum tilteknu verkefnum og beri auk þess þung- ann af hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin varðandi yfir- töku alls grunnskólakostnaðar tel ég nauðsynlegt að efla sambandið fjárhagslega. Ólíklegt er að unnt verði að breyta tekjuöflun sam- bandsins nema í tengslum við breytingu á tekjustofna- lögum jafnhliða verkefnayfirfærslunni á næsta ári. Vegna hinna miklu hagsmuna sem í húfi eru fyrir sveit- arfélögin tel ég þó brýnt að ekki dragist rnjög lengi að a.m.k. einn starfsmaður komi til starfa hjá sambandinu til að sinna málefnum grunnskólans sérstaklega. Þessum hugmyndum þurfa sveitarstjórnarmenn að velta fyrir sér og væntanlega verða þær teknar til sér- stakrar umfjöllunar í þeim starfshópum sem koma til með að vinna áfram að verkefnayfirfærslunni og samn- ingagerð við ríkisvaldið. 1 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.