Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 53
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Kveðja til Jóhanns T. Bjamasonar Starfslok 31. mars 1995 Heiðursmann horskan nefni hæverskan, vitran mann. Loforð það ljúft ég efni að letra fá orð um hann. Ihugull öðrum fremri útséður maður sá með frístundir flestum skemmri en fullnustu verk hans ná. Viðkynning veitti þeim gildi, sem voru í nálægð við hann. Veitandi öðrum hann vildi vera, það sérhver fann. Hann átti í útistöðum eigi við nokkum mann þótt stæði í straumsveipi hröðum stefnufast hvergi rann. Með viðmótu Ijúfu gat laðað liðsmenn til fylgis við sig. Hiklaust gat verkum þeim hraðað sem hrint höfðu aðrir á svig. Sálfræðikreppu og kveini og krossferðum sinnti ekki hót. Hann innvígðist orku í leyni í uppvexti úr vestfirskri rót. Með hugró í heimanfylgju hugrakkur veg sinn gekk. Umhverfisvelgju og ylgju sá athafnamaður fékk. Með stuðningi staðfastra manna var stefna á verkefnið sett af kunnáttu lét hann svo kanna kjama og lögbundinn rétt. Stórvirki og stefnumál kynnti stjómsýslumiðstöðvar sá því áformi af atorku sinnti og árangur liðsmenn nú sjá. Og vita svo Vestfirðingar hver vakti upp jarðgangagerð og hafði þar hugmyndir slyngar og handlék þar skjöld og sverð. Hamingju og heillaveginn þú hlýtur þá ósk og von. Játning með jarteikn er dregin Jóhann T. Bjarnason. Þróttmikill flokkur hér þingar þögn er og tilfinning klökk. Vinir og Vestfirðingar þér virðingu tjá og þökk. Hjörtur Þórarinsson. Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga (FV) frá 1. apríl sl. Jóhann T. Bjarnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri sambands- ins frá 1. ágúst 1972, hefur látið af störfum að eigin ósk. Eiríkur er fæddur á Flateyri 20. október 1953. Foreldr- ar hans eru Guðfinna P. Hinriksdóttir og Greipur Þ. Guðbjartsson, fv. kaupmaður á Flateyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973, stundaði nám í verkfræðideild Háskóla íslands eftir stúdentspróf og lauk prófi frá Tækniskóla Islands árið 1980 sem byggingatæknifræðingur. Að loknu námi starfaði Eiríkur við tæknistörf og kennslu á Flateyri til ársins 1983 en þá hóf hann störf hjá Hjálmi hf. á Flateyri, fyrst við skrifstofustörf en síðar sem framkvæmdastjóri. Við sameiningu Hjálms hf. og Fiskvinnslunnar Kambs hf. árið 1994 varð hann aðstoð- arframkvæmdastjóri Kambs hf. uns hann var ráðinn til FV. Eiríkur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps frá árinu 1982 til júní 1995, þar af sem oddviti 1982 til 1986 og frá 1990 til 1995. Hann hefur verið formaður stjómar Orkubús Vestfjarða frá árinu 1988. Eiríkur er kvæntur Guðlaugu Auðunsdóttur og eiga þau þrjá syni. 1 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.