Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 25
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Fræðsluskrifstofurnar - verkefni, skipulag, rekstur Trausti Þorsteinsson, frœðslustjóri Norðurlands vestra Inngangur Með nýjum lögum um grunnskóla er stigið eitt stærsta skref sem stigið hefur ver- ið í breytingu á verkefnaskiptum milli ríkis og sveitarfélaga og til aukinnar valddreif- ingar í íslenska skólakerfmu. Sveitarfélögin fá til umsýslu einhvem mikilvægasta mála- flokk sem þeim hefur verið fenginn til þessa og nálægt 4000 starfsmenn flytjast til þeirra. Skyldunámið varðar hverja fjöl- skyldu og á miklu veltur um framtíð hvers einstaklings hvemig til tekst í grunnskóla- námi. Grunnskólinn lýtur að fleiri þáttum en rekstri ein- stakra skóla. Þar má nefna kennaramenntunina, náms- gögn, starfrækslu sérskóla og rekstur fræðsluskrifstofu. Fræðsluskrifstofur vom stofnaðar með lögum um gmnn- skóla frá 1974. Með stofnun þeirra var stigið skref í átt til valddreifingar í íslenskum gmnnskólum. Landinu var skipt í fræðsluumdæmi og kusu landshlutasamtök sveit- arfélaga fræðsluráð sem var eins konar rekstrarstjóm fræðsluskrifstofu og fór jafnframt með umboð mennta- málaráðuneytisins í gmnnskólamálum í fræðsluumdæm- inu. Rekstrarkostnaður skrifstofanna skiptist samkvæmt lögunum til helminga milli ríkis og sveitarfélaga. Með breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1989 og lögum um gmnnskóla 1991 fluttist rekstur fræðslu- skrifstofa að fullu til ríkis og verksvið fræðsluráða var fengið sveitarfélögum til ákvörðunar. Þau fóm þar af leiðandi ekki lengur með umboð menntamálaráðuneytis- ins en þess í stað var fræðslustjóri gerður að fulltrúa þess um skólamál í sínu umdæmi. I nýjum lögum um gmnnskóla er gert ráð fyrir því að bæði kennaramenntunin og námsgögn verði áfram á vegum ríkisins en rekstur sérskóla og sú starfsemi sem fræðsluskrifstofur hafa sinnt flytjist til sveitarfélaga. Hvort tveggja em gmndvallarþættir fyrir grunnskóla í landinu en ég mun hér á eftir gera að umræðuefni verk- efni fræðsluskrifstofa í ljósi flutnings alls reksturs gmnnskóla til sveitarfélaga. Vandi sveitarfélaga Þrátt fyrir nokkra fyrirvara í gmnnskóla- lögum er af hálfu löggjafans ákveðið stefnt að því að ákvæði laganna um flutning alls reksturs gmnnskóla til sveitarfélaga öðlist gildi 1. ágúst 1996 og í samræmi við það hefur menntamálaráðherra tilkynnt fræðslu- stjórum um starfslok fræðsluskrifstofa og óskað þess að þeir segi upp öllum ráðning- arsamningum starfsfólks fyrir tilskilinn tíma. Mörg atriði er varða flutning alls reksturs grunnskóla til sveitarfélaga bíða úrlausnar en umræðan virðist þó oft á tíðum vera ómarkviss og fara fram á ýmsum stigum og nokkuð skortir á samhæfingu aðgerða og ákvarðana. Sveitarfé- lögin em mörg og ekki ljóst hvert umboð samtaka þeirra er til ákvarðana fyrir þeirra hönd. Tíminn sem sveitarfé- lög hafa til að skipa sínum málum styttist óðum og því áríðandi að vel verði haldið á spilum á næstu missemm. Ein meginforsenda þess að valddreifmg beri tilætlað- an árangur er að völd og ábyrgð stjómunaraðila séu vel skilgreind og öllum ljós. Þótt ábyrgð löggjafans sé mikil hvað þetta varðar er einnig nauðsynlegt að sveitarstjóm- arstigið, framkvæmdaraðilinn, teikni upp með hvaða hætti stjómun og umsýslu málaflokksins verði best hátt- að að því leyti sem lög mæla ekki fyrir um. Að mínu mati verður Samband íslenskra sveitarfélaga að hafa for- ystu um það að leita hagfelldra lausna á því hvernig þetta stjómsýslustig getur á sem bestan hátt leyst þetta viðamikla verkefni og gera tillögur um skipan mála til landshlutasamtaka og einstakra sveitarfélaga. Sá tími sem framundan er verður að vera vel nýttur svo ýmis úr- lausnarefni, sem enn bíða, verði til lykta leidd. Þó að fjölmennari sveitarfélög geti ein og óstudd tekist á við flesta þætti grunnskólans verða þau að standa saman með þeim fámennari að leysa sem best af hendi þetta nýja viðfangsefni sveitarstjómarstigsins. Ný lög um gmnnskóla skilja ýmsa þætti eftir sveitar- félögum til ákvörðunar og úrlausnar. Það hlýtur að vera mikilvægt að lögin gefi ákveðið svigrúm svo að sveitar- 1 5 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.