Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 44
FÉLAGSMÁL Norrænt þróunarverkefni um málefni fatlaðra Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráÖuneytinu í eftirfarandi grein er ætlunin að kynna þrjár nýjar bækur sem eru afrakstur þriggja ára samstarfs Norður- landanna fimm og fjalla um þróunarverkefni í málefnum fatlaðra með það að markmiði að bæta lífsgæði þeim til handa. Félagsmálastefna í málefnum fatlaðra á Norður- löndum miðar að því að fötluðum sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum heimaslóðum og hafa áhrif á eigin lífskjör. Flutningur fatlaðra úr stórum miðstýrðum stofnunum til sambýla eða sjálfstæðrar búsetu, sem nú á sér stað á Norðurlöndunum, hefur vakið nýjar þarfir fyrir fjöl- breytilegri búsetu og heimilisgerð, til að stofna til fé- lagslegra tengsla, til þátttöku í atvinnulífinu og eiga sér innihaldsríkar tómstundir. Umræðan um lífsgæðin á sinn þátt í að skilgreina þessa þróun og skapa ný hugtök. Beiting hugtaka á borð við sjálfsákvörðun og sjálfsmat eru til marks um nýja afstöðu hjá stuðningsfólki og starfsliði. í vaxandi mæli er að því stefnt að skapa jákvæða sjálfsímynd og hvetja til virkrar þátttöku í samfélaginu. Mikil áhersla er lögð á að bæta menntun starfsfólks, bæði grunnmenntun og endurmenntun, sem eykur hæfni þess til að fylgja eftir hinum nýju sjónarmiðum í félags- þjónustu fatlaðra. Árið 1990 hófu fulltrúar félagsmálaráðuneyta í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Islandi að leggja drög að sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um mál- efni fatlaðra. Verkefnið hlaut fjárstuðning frá Norrænu ráðherranefndinni og naut aðstoðar Þróunarstofnunar fé- lagsmála í Kaupmannahöfn. Framkvæmdastjóri verk- efnisins var danski félagsfræðingurinn Per Holm en yf- irumsjón var í höndum sérstakrar stjómar sem í áttu sæti Eva Lisskar-Dahlgren og Peter Brusén frá Svíþjóð, Steinar Bergh og Anne Bakke frá Noregi, Viveca Arr- henius frá Finnlandi, Margit Jespersen frá Danmörku og Margrét Margeirsdóttir frá Islandi. Verkefnið hófst formlega 1992 og því lauk í apríl 1995. Fulltrúum rúmlega 50 þróunarverkefna frá þátttöku- ríkjunum fimm var boðið að eiga aðild að verkefninu. Markmiðið var m.a. að koma á fót tengslum milli lykil- fólks í þróunarvinnu í hverju landi um sig og miðla reynslu og þekkingu af áhugaverðum nýjungum og þró- unarverkefnum. Einnig að hvetja til nýrra hugmynda og ýta úr vör nýjum þróunarverkefnum. Verkefnið átti þan- nig að efla faglega starfshætti og gott félagsmálasamstarf á Norðurlöndunum og leggja sitt af mörkum til að auka áhrifin af nýjum norrænum aðgerðum varðandi málefni fatlaðra. Verkefnið var að inntaki byggt upp kringum þrjú þemu: Fatlaðir í heimabyggð, Stjóm eigin mála og lífs- gæði og Tjáskipti/samskipti. Varðandi fyrstnefnda þemað var m.a. kynnt reynsla manna af þverfaglegum og „þversviða" verkefnum með það að markmiði að samræma sem mest þjónustu í þágu fatlaðra og vinna gegn því að verkefni splundrist eða týnist milli stjómkerfa. Á fundum og ráðstefnum, sem vom haldnar með þátt- takendum á þessu þriggja ára tímbili meðan verkefnið stóð yfir, var reynslan af þróunarverkefnum kynnt og rædd. Afstaða og mismunandi skoðanir manna voru ræddar ofan í kjölinn. Gengið var út frá gildandi starfs- háttum í hinum einstöku löndum og borið saman það sem er líkt og frábrugðið í skilningi norrænna þjóða varðandi lífsgæði, lífskjör og menningu fólks á Norður- löndum. Hér á eftir verður lögð sérstök áhersla á að kynna kafla úr bókinni sem fjalla um fatlaða í heimabyggð þar sem sveitarfélögin eiga beinan hlut að máli og ætti því að höfða öðm fremur til lesenda þessa rits. Eitt þróunarverkefnið, sem kemur frá Svíþjóð, fjallar um flutning á málefnum fatlaðra frá landsþingi (héraðs- stjóm) til sveitarfélaga. Þar skýrir Magnus Tideman ítarlega frá mismunandi skipulagsformum sem sveitarfélög velja til að stjóma hinum nýju verkefnum fyrir fatlaða sem sveitarfélagið á að sjá um þegar ábyrgðin flyst til sveitarstjóma. Hverjir em kostir og gallar við mismunandi skipulagshætti? Tideman byggir á reynslu varðandi breytingar sem urðu á þessum málum í Hallandi og Jamtalandi í Sví- þjóð. Hann greinir sérstaklega frá hvernig til tókst í Halmstadsveitarfélaginu (80 þús. íbúar) þegar það tók við málefnum fatlaðra. Grete Dammen og Britta Iversen, sem em starfsmenn í 1 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.