Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 34
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA kostnaði sveitarfélaga við rekstur þess hluta grunnskól- ans sem enn er í höndurn ríkisins og meta áhrif þeirra breytinga, b) jöfnunaraðgerðir og nauðsynlegar lagabreytingar þeim samfara, c) stöðu og hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við framkvæmd grunnskólalaga. í nefnd þessari eru Halldór Ámason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, tilnefndur af fjármálaráðherra, og er hann formaður, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, tilnefndur af félagsmálaráð- herra, Ólafur Darri Andrason, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, skipaður án tilnefningar, og Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, tilnefndur af stjórn sambandsins. Varamaður hans er Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps. Starfsmenn nefndarinnar eru deildarstjóramir Leifur Eysteinsson og Bragi Gunnarsson í fjármálaráðuneyt- inu. Kjaramála- og starfsréttindanefnd Annarri undimefndanna er ætlað að gera tillögur um tilhögun og meðferð kjaramála, lífeyrismála og starfs- réttindamála kennara á grunnskólastigi. Hlutverk nefndarinnar er: 1. Að vinna að eftirtöldum atriðum varðandi kjara- mál: a. framkvæmd á yfirfærslu samningsumboðs frá ríki til sveitarfélaga, b. fyrirkomulagi á kjarasamningum og ráðningar- samningum við sveitarfélögin. 2. Að fylgjast með vinnu nefndar sem vinnur að skil- greiningu lífeyrisskuldbindinga og að fella þær tillögur að öðmm þáttum réttindamála kennara. 3. Að leita samkomulags um yfirfærslu á eftirfarandi starfsréttindum: biðlaunaréttindum, sjúkraréttindum, or- lofsréttindum og ráðningarmálum auk annarra réttinda. 4. Að kynna breytta tilhögun ofangreindra mála fyrir kennurum og sveitarfélögum í samráði við verkefnis- stjóm. í nefnd þessari eru Guðmundur H. Guðmundsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, tilnefndur af fjár- málaráðherra, og er hann formaður nefndarinnar, Birgir Bjöm Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna, tilnefndur af Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi, og Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, tilnefndur af sam- bandinu, en varamaður hans er Bjöm Jósef Amviðarson, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Launanefndar sveitarfélaga. Starfsmenn nefndarinnar verða Óðinn Helgi Jónsson, launaskrárfulltrúi í fjármálaráðuneytinu, og Sigurður Helgason, deildarstjóri starfsmannadeildar menntamála- ráðuneytisins. Nefnd um verkefni fræósluskrifstofa Þriðju undimefndinni er ætlað eftirfarandi verkefni: 1. Að vera sambandinu til ráðuneytis um fyrirkomulag þeirrar þjónustu er fræðsluskrifstofur hafa annast. Hér er m.a. átt við sálfræðiráðgjöf, sérkennslu, kennsluráðgjöf og aðra sérfræðiþjónustu. 2. Að veita umsagnir um drög að reglugerðum sem varða verkefni fræðsluskrifstofa og flutning á þeim og setja fram tillögur og ábendingar um önnur atriði sem nefndin telur ástæðu til að huga sérstaklega að. í nefnd þessari eru Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, sem er formaður, skipaður án til- nefningar, Jón Hjartarson, fræðslustjóri Suðurlands, einnig skipaður án tilnefningar, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir, varaformaður Kennarasambands íslands, tilnefnd af því og Hinu íslenska kennarafélagi sameiginlega, og Valgarður Hilmarsson, tiln. af sambandinu. Varamaður hans er Bjöm Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Starfsmaður nefndarinnar er Margrét Harðardóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. f erindisbréfum nefndanna er þeim gert að gera verk- efnisstjórninni reglulega grein fyrir framvindu starfa sinna og að gera framkvæmda- og tímaáætlun um verk- efni sitt sem miðist við að grunnskólalögin komi að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, eins og þau kveða raunar á um. Rotþrær Framleiði rotþrær úr trefjaplasti fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Geri tilboð í stœrri verk. Guðqeir Svavarsson Steinsstöðum v/Garðaarund 300 AKRANES Vinnusími 431 2801 Heimasími 431 2818 Bílasími 854 4654 1 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.