Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 19
F U LLTRÚARÁÐS F U N DI R Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Að tillögu nefndarinnar samþykkti fundurinn svo- fellda ályktun um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga: „I nóvember á síðasta ári voru lagðar fram tillögur og greinargerð nefndar sem skipuð var af félagsmálaráð- herra til að endurskoða ákvæði reglugerðar Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga. I tillögunum er gert ráð fyrir veru- legum breytingum á reglum um greiðslu jöfnunarfram- laga úr sjóðnum. Fulltrúaráðið telur nauðsynlegt að sem fyrst fari fram kynning á tillögum nefndarinnar og tillögum um skil- greint hlutverk jöfnunarsjóðsins vegna yfirtöku sveitar- félaga á öllum grunnskólakostnaði. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að gegna mikilvægu hlutverki í tengslum við yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar til sveitarfélaga og nauðsynlegt er að efla sjóðinn sérstaklega til að mæta misjöfnum að- stæðum í sveitarfélögunum vegna þess yfirgripsmikla verkefnis. I þeirri vinnu sem framundan er til undirbúnings yfir- færslunni þarf því að skilgreina ítarlega hlutverk sjóðs- ins í því sambandi og ætla honurn auknar tekjur með breytingum á tekjustofnalögum sveitarfélaga. Fulltrúaráðið hvetur til þess að félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efni til slíkra kynn- ingarfunda um breytingar á reglum jöfnunarsjóðsins og nýtt hlutverk hans varðandi rekstur grunnskóla. Kynn- ingarfundimir verði haldnir fyrir sveitarstjómarmenn í öllum landshlutum í samráði við landshlutasamtök sveitarfélaga." Umh verfismál Pá var að tillögu sömu nefndar samþykkt svofelld ályktun um umhverfismál: „Fulltrúaráðið telur að umhverfismál í víðum skiln- ingi verði meðal allra brýnustu viðfangsefna sveitarfé- laganna á næstu ámm. Sveitarfélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í umhverfismálum. Fulltrúaráðið hvetur þau til að taka náttúmvemd á sínu svæði til sérstakrar umfjöllunar í til- efni Náttúmvemdarárs Evrópu 1995. Jafnframt em þau hvött til að eiga gott samstarf við einstaklinga og félaga- samtök sem leggja umhverfis- og náttúruvemdarmálum lið og styðja viðleitni þeirra við hreinsun umhverfis, skógrækt og uppgræðslu lands svo sem kostur er. Hreint umhverfi og óspillt náttúra eru meðal verð- mætustu lífsgæða hverrar þjóðar og sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu þeirra verðmæta. í því sambandi er ástæða til að minna á hina miklu jarðvegs- og gróðureyðingu sem orðið hefur hér á landi og fram- hald verður á ef ekki er snúist til vamar. Með úttektum og skýrslum um ástand sorpeyðingar í landshlutunum hefur verið lagður góður grunnur að úr- bótum í förgun sorps og annars úrgangs, sem ætti að auðvelda sveitarfélögunum ákvarðanatöku um varanleg- ar úrbætur í þeim málum. Jafnframt vinna sveitarfélögin nú víða að frágangi frá- veitna og með lögum um fjárhagslegan stuðning ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga er komið að nokkm til móts við það sjónarmið að mörg sveitarfélögin eiga erfitt með að uppfylla kröfur í lögum og reglugerð- um um mengunarvamir, sem hafa í för með sér veruleg- an kostnað. Fulltrúaráðið leggur áherslu á að viðleitni sveitarfélag- anna til að vinna að úrbótum í umhverfismálum þarf að njóta stuðnings ríkisvalds og umhverfisyfirvalda og að innheimta skatta hamli ekki framfömm á þessu sviði.“ Atvinnumál Svofelld ályktun var loks samþykkt um atvinnumál: „A undanförnum árum hafa sveitarfélögin í landinu brugðist við vaxandi atvinnuleysi með margvíslegum hætti og þau em þeir aðilar í þjóðfélaginu sem lagt hafa mesta áherslu á og náð bestum árangri til að draga úr at- vinnuleysi. Sveitarfélögin áttu á árinu 1993 frumkvæði að sam- starfi við Atvinnuleysistryggingasjóð og tillögugerð um ný vinnubrögð og breyttar áherslur í starfsemi sjóðsins, sem leitt hefur til þess að fjöldi einstaklinga á atvinnu- leysisskrá hefur fengið vinnu um lengri eða skemmri tíma. I samræmi við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar og sam- bandsins frá 12. desember 1994 beinir fulltrúaráðið því til sveitarfélaganna að á árinu 1995 haldi þau áfram sam- starfi við Atvinnuleysistryggingasjóð urn átaksverkefni fyrir fólk á atvinnuleysisskrá til að draga úr atvinnuleysi, en sjóðurinn hefur heimild til að styrkja slík verkefni með sambærilegum hætti og verið hefur. Fulltrúaráðið fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um endurskoðun laga um Atvinnuleysistryggingasjóð. Fulltrúaráðið telur brýnt að lögð verði áhersla á að sjóð- urinn hafi ótvíræðar heimildir til samstarfs við sveitarfé- lög um átaksverkefni fyrir atvinnulausa, þjálfun og nám- skeið fyrir atvinnulaust fólk, aðstoð við að útvega því vinnu og aðlagast nýjum störfum. Ennfremur verði í þessu sambandi lögð áhersla á að koma á skipulögðu starfsnámi í tengslum við fyrirtæki og allur undirbúning- ur þess unninn í nánu samráði við fyrirtæki og mennta- stofnanir. Fulltrúaráðið minnir á að á undanfömum þremur ámm hafa átaksverkefni fyrir atvinnulausa kostað sveitarfélög- in verulega mikla fjármuni til viðbótar þeim greiðslum sem þau hafa innt af hendi til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Jafnframt hafa sveitarfélögin lagt fram mikla fjármuni til atvinnulífsins til að tryggja áframhaldandi rekstur ýmissa atvinnufyrirtækja. Fulltrúaráðið ítrekar þá skoðun sína að það sé fremur hlutverk sveitarfélaga að skapa atvinnufyrirtækjum ákjósanlegt rekstrarumhverfi heldur en að styrkja þau með fjárframlögum og ábyrgðum. Staðreyndin er sú að 1 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.