Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 36
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ LAG A ins. Þess vegna tel ég að utanaðkomandi þjónusta og stuðningur við faglegt starf íslenskra grunnskóla geti aldrei orðið öðruvísi en í skötulíki nema hún sé veitt af opinberum stofnunum. Þær stofnanir eiga hiklaust að heita fræðsluskrifstofur enda er sú nafngift föst í sessi í skólakerfinu og er lýsandi fyrir hlutverk þeirra. Ur því sem komið er er ekki öðrum til að dreifa en sveitarfélög- unum til að reka þær og að minni hyggju er það eitt af mikilvægustu verkefnum þeirra á sviði skólamála á næstu árum. Þarfir skólanna Hverjar eru þá helstu þarfir skólanna fyrir utanaðkom- andi þjónustu? Því er erfitt að gera skil í stuttu máli en hér verður þó tæpt á því sem ég tel mikilvægast. Þær þarfir sem ég nefni eru ekki í forgangsröð. Eg lít þannig á að það sé réttur allra skóla að fá þær allar uppfylltar. Almenn kennsluráógjöf Almenn kennsluráðgjöf felst í aðstoð við kennara í starfi við skipulagningu náms og kennslu, skólaþróun og umbætur af ýmsu tagi. Því miður hefur jafnt og þétt dregið úr þessari þjónustu við skóla. Eftir gildistöku grunnskólalaganna 1974 var komið á fót í menntamála- ráðuneytinu stöðum námsstjóra fyrir hverja námsgrein. Seint á síðasta áratug voru þessar stöður lagðar niður undir því yfirskini að þær ætti að flytja til fræðsluskrif- stofanna. Við það var því miður aldrei staðið að neinu marki. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þessi þjón- usta sé skólum mjög mikilvæg sé vel að henni staðið. Sálfræöi- og sérkennsluþjónusta Um þennan þátt þarf svo sem ekki að hafa mörg orð. Þó má minna á að samkvæmt lögum er grunnskólinn fyrir alla og á að haga störfum sínum í samræmi við þarfir hvers og eins. Þörf skólanna fyrir stuðning á þessu sviði er augljós, ekki síst fámennra skóla með fámennt starfslið þar sem oftar en ekki er enginn menntaður sér- kennari. Kennslugagnasöfn Uppbygging kennslugagnasafna við fræðsluskrifstof- umar er gamalt baráttumál skólamanna utan höfuðborg- arsvæðisins og skólum þar til ómetanlegs gagns. Eins og er rekur Kennaraháskólinn kennslugagnamiðstöð í húsa- kynnum Námsgagnastofnunar í Reykjavík en augljóst er að kennarar utan höfuðborgarsvæðisins eiga ekki að- gang að henni frá degi til dags. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að byggja þessa þjónustu upp utan höfuð- borgarsvæðisins einnig. Endurmenntun Fræðsluskrifstofur hafa margar hverjar sinnt veiga- miklu hlutverki við starfsmenntun kennara í góðri sam- vinnu við Kennaraháskóla Islands og í rauninni þyrftu tækifæri til endurmenntunar nær vettvangi skólanna að aukast vemlega. Astæðan er fyrst og fremst sú að hug- myndir skólamanna um endurmenntun eru að breytast. Augu þeirra eru að opnast fyrir því að grunnmenntun kennara er aðeins byrjunin á menntunarferli sem stendur alla starfsævina. Áhrifaríkasti stuðningurinn við þetta menntunarferli er ekki stutt einangruð námskeið sem kennarar sækja einn og einn út fyrir skólann heldur sí- menntun sem sniðin er að þörfum hvers skóla og fer gjaman fram á vettvangi og á starfstíma skólans. Slíka menntun sækja kennarar utan höfuðborgarsvæðisins varla til Reykjavíkur og þess vegna liggur beinast við að ætla þjónustustofnunum skólanna úti í fræðsluumdæm- unum að veita hana. Endurmenntun á vegum fræðslu- skrifstofa getur þó aldrei orðið öðmvísi en í náinni sam- vinnu við Kennaraháskólann enda á hann áfram að vera miðstöð kennaramenntunar í landinu. Aöstoó viö skólaþróun, skólarannsóknir og mat á skólastarfi Allir fagmenn gera þá kröfu til sjálfs sín að leita sífellt leiða til að bæta sig í starfi. Kennarar em þar engin und- antekning. Þar að auki gerir samfélagið síauknar kröfur um gæði skólastarfs sem og þess að skólar meti frammi- stöðu sína. Hvort tveggja hefur kallað á aukna áherslu á skólaþróun. Veigamikill þáttur í allri skólaþróun er að starfsmenn skólanna séu færir um að rannsaka og leggja mat á eigin störf og gera áætlanir um umbætur á gmnd- velli matsins. Þetta lítur sakleysislega út á blaði en þegar á hólminn er komið er afar mikilvægt að skólar eigi kost á aðstoð sem sniðin er að þörfum þeirra; veitt kennurum þegar þeir vilja og á þann hátt sem þeir vilja. Mat á frammistöðu þeirra sem reka skólana og frammistöðu skólakerfisins í heild er auðvitað jafn mik- ilvægt en getur að sjálfsögðu ekki komið til kasta stofn- ana sem reknar em af sveitarfélögum. Þar verður því rík- ið að koma til skjalanna og er raunar sjálfsögð krafa að svo verði. Niöurstaöa Þótt frammistöðu ríkisins við rekstur fræðsluskrifstof- anna hafi verið stórlega ábótavant hafa þær engu að síð- ur verið eitt af mikilvægustu stoðkerfum gmnnskólanna og stuðlað að jöfnuði til náms í landinu. Þessar stoðir má síst af öllu veikja. Þvert á móti verður það nú eitt af mik- ilvægustu verkefnum sveitarfélaga, sem nú hafa tekið að sér ábyrgð á rekstri íslenskra gmnnskóla, að byggja upp öflugar fræðsluskrifstofur. Ég hef í þessari grein leitast við að svara þeirri spumingu hvaða þjónustu þær þurfi að veita en ekki hvert eigi að vera skipulag þeirra eða stjómkerfi enda rúmar þessi grein það ekki. Ég vil aðeins benda á þá hættu sem felst í því að stærri bæjarfélögin sameini þessa þjónustu þeirri félagsþjónustu sem þau reka fyrir meðan fámenn sveitarfélög sem enga slíka þjónustu hafa verða þess vanmegnug að byggja hana upp 1 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.