Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 53
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Kveðja til Jóhanns T. Bjamasonar Starfslok 31. mars 1995 Heiðursmann horskan nefni hæverskan, vitran mann. Loforð það ljúft ég efni að letra fá orð um hann. Ihugull öðrum fremri útséður maður sá með frístundir flestum skemmri en fullnustu verk hans ná. Viðkynning veitti þeim gildi, sem voru í nálægð við hann. Veitandi öðrum hann vildi vera, það sérhver fann. Hann átti í útistöðum eigi við nokkum mann þótt stæði í straumsveipi hröðum stefnufast hvergi rann. Með viðmótu Ijúfu gat laðað liðsmenn til fylgis við sig. Hiklaust gat verkum þeim hraðað sem hrint höfðu aðrir á svig. Sálfræðikreppu og kveini og krossferðum sinnti ekki hót. Hann innvígðist orku í leyni í uppvexti úr vestfirskri rót. Með hugró í heimanfylgju hugrakkur veg sinn gekk. Umhverfisvelgju og ylgju sá athafnamaður fékk. Með stuðningi staðfastra manna var stefna á verkefnið sett af kunnáttu lét hann svo kanna kjama og lögbundinn rétt. Stórvirki og stefnumál kynnti stjómsýslumiðstöðvar sá því áformi af atorku sinnti og árangur liðsmenn nú sjá. Og vita svo Vestfirðingar hver vakti upp jarðgangagerð og hafði þar hugmyndir slyngar og handlék þar skjöld og sverð. Hamingju og heillaveginn þú hlýtur þá ósk og von. Játning með jarteikn er dregin Jóhann T. Bjarnason. Þróttmikill flokkur hér þingar þögn er og tilfinning klökk. Vinir og Vestfirðingar þér virðingu tjá og þökk. Hjörtur Þórarinsson. Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti Flateyrarhrepps, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga (FV) frá 1. apríl sl. Jóhann T. Bjarnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri sambands- ins frá 1. ágúst 1972, hefur látið af störfum að eigin ósk. Eiríkur er fæddur á Flateyri 20. október 1953. Foreldr- ar hans eru Guðfinna P. Hinriksdóttir og Greipur Þ. Guðbjartsson, fv. kaupmaður á Flateyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973, stundaði nám í verkfræðideild Háskóla íslands eftir stúdentspróf og lauk prófi frá Tækniskóla Islands árið 1980 sem byggingatæknifræðingur. Að loknu námi starfaði Eiríkur við tæknistörf og kennslu á Flateyri til ársins 1983 en þá hóf hann störf hjá Hjálmi hf. á Flateyri, fyrst við skrifstofustörf en síðar sem framkvæmdastjóri. Við sameiningu Hjálms hf. og Fiskvinnslunnar Kambs hf. árið 1994 varð hann aðstoð- arframkvæmdastjóri Kambs hf. uns hann var ráðinn til FV. Eiríkur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps frá árinu 1982 til júní 1995, þar af sem oddviti 1982 til 1986 og frá 1990 til 1995. Hann hefur verið formaður stjómar Orkubús Vestfjarða frá árinu 1988. Eiríkur er kvæntur Guðlaugu Auðunsdóttur og eiga þau þrjá syni. 1 79

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.