Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 33
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA andi vægi sveitarfélaga í útsvari sem í raun endurspeglar dreifingu útsvarshækkunarinnar milli sveitarfélaga. - Mismunur á hlutfalli kennslutímafjölda og 78% af hlutfalli álagningarstofns útsvars er fundinn. Neikvæður mismunur þýðir í raun að sveitarfélagið hefur ekki þörf fyrir jöfnunarframlag vegna grunnskólakostnaðar og hlutur þess í þeim framlögum er því enginn. Jákvæður mismunur, í hlutfalli af mismuni alls landsins, sýnir hlut viðkomandi sveitarfélaga í því fjármagni sem til skipta er til jöfnunarframlaga vegna grunnskólakostnaðar. Lokaorö Hér hef ég reynt að skýra út í stuttu máli það kerfi eða útreikniaðferð sem lagt er til að notuð verði við skipt- ingu jöfnunarfjár vegna yfirfærslu grunnskólans. Þetta er flókið kerfi sem ekki var hrist fram úr ermum á nokkrum dögum heldur vikum og mánuðum. Aðalaltrið- in varðandi þetta kerfi eins og getið var um hér að framan eru eftirfarandi: - að jöfnunarframlögin renna til sveitarfélaga en ekki skólanna. Sveitarstjómimar ráðstafa þessu fé sjálfar enda eðlilegt þar sem þær hafa verið kosnar til þess. - Kerfið hvetur ekki til óhagræðis í skólamálum þar sem niðurstaða út úr formúlunni vegna ákveðins skóla breytist ekki þó að rekstrarkostnaður hans aukist þrátt fyrir sama nemendafjöldann. - Miðað við útreikninga sem gerðir hafa verið þá skil- ar þetta kerfi sem næst því fjármagni til sveitarfélaga sem þau þurfa á að halda til reksturs grunnskólans. Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur flutti á aðalfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem var haldinn á Selfossi 28. og 29. apríl. Verkefnisstjórn ásamt þremur undirnefndum vinnur að yfirfærslu grunnskólans Menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, skipaði hinn 26. júní sl. verkefnisstjórn til þess að hafa á vegum menntamálaráðuneytisins yfimmsjón með framkvæmd á flutningi gmnnskólans til sveitarfélaga samkvæmt lög- um um gmnnskóla nr. 66/1995. Hlutverk verkefnisstjómarinnar er: 1. Að tryggja framkvæmd fyrirliggjandi verk- og tímaáætlunar um flutning gmnnskólans til sveitarfélaga og að fylgjast með undirbúningi nauðsynlegra aðgerða stjómvalda, s.s. lagasetningu, útgáfu reglugerða og ann- arra stjómvaldsaðgerða. 2. Samræma vinnu þriggja undirhópa, sem jafnframt vom skipaðir og ætlað er að annast útfærslu og fram- kvæmd tiltekinna verkefna, og að fjalla um ágreinings- efni sem ekki næst samkomulag um í undirhópunum og vinna að lausn þeirra. 3. Gera menntamálaráðherra og umbjóðendum stjóm- armanna reglulega grein fyrir framvindu verkefnisins. Verkefnisstjómina skipa Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður og skipaður án tilnefningar, Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, og tilnefndur af honum í nefndina, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, og tilnefndur af því og Hinu íslenska kennarafé- lagi, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sam- bandsins, og tilnefndur af því. Varamaður hans er Þórð- ur Skúlason, framkvæmdastjóri þess. Starfsmaður verkefnisstjómarinnar er Margrét Harðar- dóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Fjármálanefnd Ein undirnefndanna á að meta kostnað af tilfærslu gmnnskólans til sveitarfélaga og gera tillögur um hvem- ig sveitarfélögum verði tryggðar auknar tekjur til rekst- urs þess hluta grunnskólans sem enn er í höndum ríkis- ins, eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er: 1. Að leggja mat á eftirfarandi þætti í rekstri gmnn- skólans: a) núverandi kostnað við rekstur grannskólans, b) kostnað við skólahald á gmndvelli laga um gmnn- skóla nr. 66/1995, c) áhrif lífeyrisréttinda og d) kostnað ríkisins við framkvæmd grunnskólalaga eftir yfirfærsluna til sveitarfélaga. 2. Að gera tillögur til stjórnvalda um eftirfarandi þætti: a) breytingar á gildandi skattstofnum til að mæta 1 59

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.