Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 56
UMHVERFISMAL Urðunarsvæði Sorpstöðvar Suðurlands við Kirkjuferjuhjáleigu opnað Fyrsta sorplö losaö. Ljósm. Siguröur Jónsson. „Nú þegar áfanga sem þessum er náð, að urðunar- svæðið er loks tekið í notk- un eftir sex ára undirbún- ing og vinnslu, líður okkur vel sem að málinu höfum unnið. Sú tilfinning sem maður finnur við aðstæður sem þessar samsvara ör- ugglega þeirri vellíðan sem íþróttamenn finna þegar ár- angri er náð í keppni eftir þrotlausar æfingar og und- irbúning." Þannig fórust Karli Björnssyni, bæjarstjóra á Selfossi og formanni stjórnar Sorpstöðvar Suð- urlands, orð við vigslu urð- unarsvæðis sorpstöðvarinn- ar við Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfushreppi föstudaginn 9. júní sl. Undirbúningstímabilið að opnun urðunarstaðarins spannar orðið rúmlega fimm ár og framkvæmda- tímabilið eitt ár. Aödragandi „Það var árið 1963 að menn hófu urðun sorps á skipulögðu urðunarsvæði við Selfoss," sagði Karl. Fyrstu árin þjónaði svæðið Selfossbúum nær eingöngu. Árið 1981 varákveðið að stækka þjónustusvæðið og stofnað var byggðasamlagið Sorpstöð Suð- urlands. Auk Selfosskaupstaðar voru stofnaðilar Hveragerðishrepp- ur, Sandvíkurhreppur, Eyrarbakka- hreppur, Stokkseyrarhreppur, Rang- árvallahreppur og Hvolhreppur. Árið 1987 bættist Ölfushreppur í hópinn, síðan Hraungerðishreppur árið 1988, Gaulverjabæjarhreppur árið 1991 og Villingaholtshreppur á síðasta ári. Árið 1993 var stofnað byggðasamlagið Sorpstöð Rangár- vallasýslu með þátttöku Hvol- hrepps, Rangárvallahrepps og fjög- urra annarra sveitarfélaga í Rangár- þingi og á samlagið nú aðild að Sorpstöð Suðurlands eins og um eitt stórt sveitarfélag væri að ræða. Frá þessu byggðasamlagi tekur Sorp- stöðin við heimilissorpi en það fargar öðrum úrgangi á móttökusvæðinu við Strönd í Rangárvallasýslu, eins og sagt var frá í síð- asta tölublaði Sveitar- stjórnarmála. Einnig hafa önnur sveitarfélög auk nokkurra stórra fyrirtækja verið í beinum viðskiptum við Sorpstöðina. Nú, þegar urðunarsvæð- ið var opnað, bættust all- margir nýir eignaraðilar við Sorpstöð Suðurlands. Það eru Grímsneshreppur, Grafningshreppur, Þing- vallahreppur, Laugardals- hreppur, Gnúpverjahrepp- ur, Skeiðahreppur og Hrunamannahreppur. Lík- legt er að Biskupstungna- hreppur gerist eignaraðili innan tíðar og Mýrdals- hreppur hefur gert tilrauna- samning við Sorpstöðina um notkun hennar nú í sumar. Að Sorpstöð Suðurlands standa eftir aðild hinna nýju sveitar- félaga 23 sveitarfélög frá Selvogi í vestri til Mýrdalssands í austri. íbú- ar þjónustusvæðis hennar eru um 14.500 en þar að auki má ætla að mikinn hluta ársins séu þeir allt að 19-20.000, sérstaklega um helgar þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins dveljast í sumarhúsum sínum fyrir austan Fjall. 1 82

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.